Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Side 14
Staðardagskrá 21 Virkja íbúana í gegnum hverfasamtök Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti stefnumótun um sjálfbæra þróun ásamt Ólafsvíkuryfirlýsingunni á fundi á gamlársdag á síðasta ári. Einn af hornsteinum stefnumótunarinnar er að stuðla að þátttöku íbúanna og hafa bæjaryfirvöld meðal annars haft það að leiðarljósi að skapa farveg fyrir athuga- semdir frá bæjarbúum og auka þannig þátttöku þeirra í mótun mála. Þetta kom fram í erindi Jóhanns Sigurjónssonar bæj- arstjóra á Staðardagskrárráðstefnunni á Akureyri. Unnið hefur verið að því með þátttöku bæjarbúa að marka heildstæða skóla- stefnu, stefnu í atvinnu- og ferðamálum auk stefnu um sjálfbæra þróun, að sögn Jóhanns. Afrakstur þeirrar vinnu hafi síðan verið kynntur á almennum borgarafundi áður en komið hafi til endanlegrar stað- festingar af hálfu bæjarstjórnar. Að því loknu hafi framkvæmdaáætlanir verið unnar og teknar til greina við gerð fjár- hagsáætlunar. Framkvæmdaáætlanir kynntar á hverfafundum Á undanförnum árum hafa verið haldnir hverfafundir í Mosfellsbæ þar sem fram- kvæmdaáætlanir á hverjum tíma hafa ver- ið kynntar. Bæjarfélaginu hafi verið skipt í fjögur til fimm hverfi af þessu tilefni. Að sögn Jóhanns hefur mæting verið nokkuð misjöfn eða frá 30 til 70 manns á fundi en þrátt fyrir það sé Ijóst að mikill áhugi sé á „Það er að okkar mati heppileg leið að virkja íbú- ana ígegnum hverfasamtök og (á þannig ígegn al- mennan vilja íbúanna og þar með fæst betri sýn á væntingar og áherslur þeirra í málefnum hverfis- ins," sagði jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri íMos- fellsbæ meðal annars í erindi sínu á Staðardag- skrárráðstefnunni á Akureyri í febrúar. meðal bæjarbúa á þeim málefnum er snerta þá sjálfa og næsta nágrenni þeirra. Á síðastliðnu sumri var gerð tilraun í Mosfellsbæ með að senda spurningalista inn á öll heimili í bæjarfélaginu þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir við ákveðna þætti í starf- semi þess. Um eitt af hverjum tíu heimil- um skilaði spurningalistanum. í svörunum komu'fram mikilvægar upplýsingar um ýmislegt sem betur má fara. Athygli vöktu að sögn Jóhanns athugasemdir bæjarbúa við ýmis smávægileg atriði er varða við- hald og frágang og þegar hafi verið tekið tillit til þeirra óska við gerð fjárhagsáætl- unar þar sem fjármunir hafi verið settir til hliðar. Betri sýn á áherslur íbúanna Tvenn hverfasamtök eru starfandi f Mos- fellsbæ f dag: íbúasamtök Hlíðartúnshverf- is og hverfasamtökin Víghóll í Mosfellsdal. Bæði þessi samtök eru virk og halda á lofti málum sem brenna á íbúunum á hverjum tíma. Að sögn Jóhanns nýta bæj- aryfirvöld sér þann vettvang til þess að kynna bæjarbúum stöðu þeirra mála sem unnið er að á hverjum tíma. „Það er að okkar mati heppileg leið að virkja íbúana í gegnum hverfasamtök og fá þannig í gegn almennan vilja íbúanna og þar með fæst betri sýn á væntingar og áherslur þeirra í málefnum hverfisins. Oft er það þannig að hagsmunir fólks í hverfunum rekast á. Ég hef upplifað það margoft á hverfafundum að einn bæjarbúi stendur upp og gerir kröfu til þess að einhverjir hlutir séu betrumbættir og áður en hægt er að svara því þá er annar staðinn upp til að mótmæla. Á vettvangi hverfasamtak- anna eru málin tekin upp og leyst úr slík- um ágreiningi áður en sótt er á bæjarfé- lagið um úrlausn á þeim málum sem al- menn samstaða er um," sagði Jóhann Sig- urjónsson meðal annars í erindi sínu. Einn af hornsteinum Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar, sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt, er að stuðla að aukinni þátttöku íbúanna við stefnumótun innan bæjarfélagsins. Myndin er úr Mosfellsbæ. 14

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.