Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 16
Viðtalið Athvarf eftir vinnu Um 700 manns bjuggu í Vatnsleysustrandarhreppi áriðl 998 og íbúafjöldi hafði lítið breyst um nokkurt skeið. Sveitarstjórnin, sem kom til starfa að loknum kosningum vorið 1998, tók ákvörðun um að efna til sérstaks átaks og kynna byggðina sem vænlegan kost fyrir fólk er kýs að búa utan stærstu þéttbýlissvæðanna. Átakinu var hrundið af stað snemma á ár- inu 1999. í því fólst það megin markmið að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps yrðu að minnsta kosti 1.000 að fimm árum liðn- um.Frá því markaðsátakinu var hleypt af stokkunum hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 127 eða 17% og er það ein mesta fjölgun sem orðið hefur í einu sveit- arfélagi á landinu á þessum tíma. í dag búa um 830 manns í Vatnsleysustrandar- hreppi og vantar því um 170 nýja íbúa til þess að ná markmiði sveitarstjórnarinnar um þúsund manna byggð árið 2004. Þegar tíðindamaður Sveitarstjórnarmála ók um Vogana á dögunum fór ekki á milli mála að veruleg uppbygging hefur átt sér stað. Hvarvetna blasa ný hús við. Raunar heilu göturnar þar sem íbúðarhús hafa ris- ið á undanförnum árum. Einnig mátti grilla í grunna undir snjónum. Nú er í ráði að hefja byggingu raðhúsa íVogum auk þess sem undirbúningur er hafinn að byggingu þriggja íbúðablokka. Óvenjulegasta auglýsingin að dómi ímarks Auglýsingastofan Hvíta húsið var fengin til að vinna að markaðsátakinu og kynna Voga sem vænlegt búsvæði. Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri segir kynninguna hafa vakið verðskuldaða athygli og sem dæmi um það hafi auglýsing sveitarfélags- ins hlotið verðlaun ímarks sem óvenjuleg- asta auglýsingin árið 1999 auk þess að Útgerö var áöur helsti atvinnuvegurinn í Vogunum en jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri segir höfnina ekkert síöur geta nýst til feröaþjónustu en útræöis. Þar sé kjörin aöstaöa fyrir fólk með trillur og sport- báta sem þaö nýti að sumrinu. Unniö hefur veirö aÖ byggingu varnargarös til austurs frá hafnarsvæö- inu sem meðal annars er ætlaö að skýla byggöinni fyrir vindum og sjávargangi. vera útnefnd besti markpósturinn það árið. En ekki var nóg að efna til kynningar og markaðsátaks og auglýsa staðinn. Hefja þurfti undirbúning að nýrri íbúðabyggð. Jóhanna segirVogana hafa búið við gam- alt og ófullnægjandi skipulag og þvf þurft að vinna nýtt aðalskipulag fyrir svæðið. Einnig hafi þurft að kaupa land þar sem hluti hins nýja byggingarlands hafi verið í einkaeign. Landakaupin hafi verið nokkuð kostnaðarsöm en séu nú farin að skila sér í fjölgun íbúa og auknum tekjum. Fólksflutningar af höfuðborgarsvæðinu Spurning vaknar um hvaðan nýir íbúar Vatnsleysustrandarhrepps koma. Hvaðan fólk flytur íVogana. Jóhanna segir að ann- ars vegar hafi verið búist við fólki af höf- uðborgarsvæðinu, sem myndi kjósa að búa ÍVogunum og líta á þá sem eins kon- ar úthverfi, en hins vegar fólki utan af landi sem væri að færa sig nær þéttbýlinu við Faxaflóa. Reyndin sé þó að flest af því fólki sem flutt hafi ÍVogana að undan- förnu komi af höfuðborgarsvæðinu; úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og víðar. Minna sé um að fólk hafi komið utan af landi. „Landsbyggðarfólkið virðist fremur kjósa að flytja beint inn í stóru þéttbýlin," segir Jóhánna og bætir við að þetta hafi komið sér nokkuð á óvart. „Við höfðum búist við að fólk af landsbyggðinni myndi kjósa að búa hér í rólegheitum en í meiri nánd við stóru þéttbýlin. En það virðist ekki raunin." Leikskólinn þrefaldaður og einsetinn grunnskóli Markaðsátak sveitarstjórnar Vatnsleysu- strandarhrepps hefur einkum beinst að því að upplýsa fólk um kosti þess að búa f Vogum. í því efni hefur mikil áhersla verið lögð á að búa vel að fjölskyldufólki. Skól- ar sveitarfélagsins hafa verið efldir. Leik- skólinn hefur verið endurbyggður eða öllu heldur þrefaldaður eins og Jóhanna Reyn- isdóttir bendir á. Leikskólinn starfar í þremur deildum og tekur nú við öllum börnum frá eins árs aldri sem þangað sækja og biðlistar hafa ekki myndast enn sem komið er. Jóhanna segir að vissulega Veruteg uppbygging hefur oröiö ÍVogunum, hvarvetna blasa viö ný hús og raunar heilu göturnar meö ný- byggöum íbúarhúsum. Stefnt er að þúsund manna byggð í Vogunum áriö 2004. 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.