Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 11
Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga: Þekkingarleit og upplýs ingamiðlun mikilvæg Þróunarsvið Sambands íslenskra sveitarfé- laga tók til starfa 1. október í fyrra og var sérstök EES-nefnd síðan skipuð af stjórn sambandsins í byrjun þessa árs. Anna C. Björnsdóttir sviðsstjóri þróunarsviðsins fjallaði um hagsmunagæslu fyrir sveitarfé- lög vegna samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið á ráðstefnu sambandsins og utanríkisráðuneytisins í febrúar, um verk- efnið sjálft, hina formlegu umgjörð þess og hvað hægt sé að gera til þess að efla hagsmunagæsluna. Fylgst með lagasetningu Þróunarsviðinu er ætlað að hafa umsjón með þeim málum innan sambandsins sem tengjast samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið og alþjóðlegum samskiptum auk þróunar- og fræðslumála sveitarfé- laga. Sérstök EES nefnd var skipuð af stjórn sambandsins í byrjun þessa árs með það meginverkefni að fylgjast með ný- mælum á Evrópska efnahagssvæðinu er hafa áhrif á starfsemi sveitarfélaga, meta þau áhrif og undirbúa viðbrögð við þeim. Anna sagði að eftir eðli sínu megi greina hagsmunagæslu Sambands íslenskra sveit- arfélaga í tvo aðskilda þætti; annars vegar að fylgjast með undirbúningi löggjafar hjá Evrópusambandinu og ráðuneytum, hins vegar að miðla upplýsingum til sveitarfé- laga. Upplýsingaveitur kannaðar Að sögn Önnu hefur vinna þróunarsviðs- ins að undanförnu einkum beinst að því að byggja upp þekkingu hjá sambandinu og á meðal sveitarfélaganna. Kortleggja þurfi sviðið, skilgreina hvað mestu máli skipti fyrir sveitarfélögin og ákveða hvar leggja beri höfuðáherslu í upphafi. Einnig þurfi að fá sýn yfir þær upplýsingaveitur ertil boða standi og velja markvissustu upplýsingarnar. Þá þurfi að taka afstöðu til Anna C. Bjömsdóttir segir vinnu þróunarsviðsins að undanförnu einkum hafa beinst að þvf að byggja upp þekkingu hjá sambandinu og á meðal sveitarfélaganna. upplýsinganna, hvort þær dugi og skipu- leggja hvernig vinna eigi úr þeim. Anna fjallaði síðan nokkuð um með hvaða móti lagasetningar Evrópusambandsins hefðu áhrif á starfsemi sveitarfélaga hér á landi hvað varðar hagsmunagæslu þeirra, mál- efni þeirra sem vinnuveitenda og inn- kaupamál. Hún nefndi sérstaklega í því sambandi hagsmunagæslu varðandi veitu- og umhverfismál og hagsmuni sveitarfé- laga sem umsvifamikilla vinnuveitenda. Fleiri og fleiri velja ELGO-Múrklæðningu jjjj „.... - H il 191 !í Vegna þess að : Grindavikurskóli ELGO-múrklæðnino hefur verid undir EFTiRLrn RB FRÁ ARINU 1991 OO HEFUR HÚN FARIÐ { GEGNUM ÝMBAR PRÓFANIR, SVO SEM NORDEST NTBUID 66 OO STAÐIST ÞÆR ALLAR. ELGO-MÚRKLÆÐNIN0 VAR TEKIN ÚT AF Birni MarteinssyníI VERKFRÆÐINCI HJÁ RB (RANNSÓKNAST.BYGGINGARIÐNADArTns?) Hún hefur góða endingu og reynslu Hún er á verði við allra hœfi Hún hentar á allar tegundir bygginga Hún hentar á nýtt og eldra húsnœði Hún er létt, sterk, fegrar, ver og einangrar ELGO-múrklæðning var valin á: Heiðarskóla Reykjanesbæ Stjórnsýsluhúsið Þorlákshöfn ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLWNDSl Grindavíkurskóla Grindavík VlÐBYGGING NJARÐVÍKURSKÓLA Varist eftirlíkingar Leitið tilboða ISIBJBI PTiV.OII TnwUriilenskw SíAMitn Stnngorhyl 7 - 567-2777 - www.olgo.is - salau elgo.is 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.