Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Side 12
/
Vistvæn byggingarstarfsemi
Bæta þarf orkunýtingu
á notkunartíma bygginga
Björn Marteinson, arkitekt og verkfræðingur, segir að sé vilji til þess að minnka orkunotkun í
tengslum við byggingar eða færa hana að lágmarki eigi að leggja áherslu á að bæta orku-
nýtingu á notkunartíma bygginga fremur en að leggja of mikla áherslu á að lágmarka óendur-
nýjanlega orku í byggingunni sjálfri.
Vistvæn byggingarstarfsemi - frá skipulagi til niðurrifs, er heiti
ráðstefnu sem haldin var fyrir skömmu að frumkvæði umhverfis-
ráðuneytisins en í samstarfi við ýmsa, þar á meðal Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og Staðardagskrá 21. Á ráðstefnunni var
fjallað um hugtakið „vistvænn byggingariðnaður" og stöðu bygg-
ingariðnaðar hér á landi í Ijósi
sjálfbærrar þróunar. Ráðstefn-
unni er ætlað að koma um-
ræðu um þessi mál af stað hér
á landi og verða hvatning til
þeirra sem starfa í byggingar-
iðnaði.
Erum á eftir
Á ráðstefnunni var fjallað um
ferli byggingarframkvæmda,
allt frá skipulagi og hönnun til
niðurrifs þegar byggingar þjóna ekki lengur hlutverki sínu og til-
gangi. Að dómi fagmanna í byggingariðnaði eru íslendingar á eft-
ir öðrum þjóðum Evrópu hvað vistvænar byggingaraðferðir varð-
ar, jafnvel svo nemur heilum áratug. Fjallað var um hvernig haga
þurfi samstarfi hönnuða og þeirra sem byggja og einnig hvaða
hlutverki hið opinbera þarf að gegna. Þessi mál snerta sveitarfé-
lögin að því leyti að þau fara með skipu-
lagsmál og annast einnig starfsemi lög-
bundinna byggingarfulItrúa, sem sjá um að
við byggingarframkvæmdir sé unnið sam-
kvæmt ýtrustu kröfum og reglum.
Um 150 þúsund tonn af
byggingarúrgangi
Undanfari þessarar ráðstefnu er meðal ann-
ars verkefni um hvað gera eigi við bygging-
arúrgang en það verkefni var unnið á veg-
um Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins og Ergo-ráðgjafastofu í samvinnu við
umhverfisráðuneytið og fleiri. Niðurstöður
þessa verkefnis voru kynntar á ráðstefn-
unni. í máli Eddi Lilju Sveinsdóttur, deildar-
stjóra hjá Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins kom fram að um 150 þúsund tonn af byggingarúrgangi
fellur til árlega hér á landi. Hátt í aðra milljón rúmmetra af jarð-
vegi er árlega hent á jarðvegstippa og í fyllingar á höfuðborgar-
svæðinu einu saman. Hér á landi er magn byggingarúrgangs á
hvern íbúa um 600 kg og er það nokkuð meira en meðaltals-
magn í Evrópulöndum, sem er um 480 kg á hvern íbúa.
Úrgangur - hráefni á villigötum
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði meðal annars í ávarpi
við upphaf ráðstefnunnar að í nýrri stefnumörkun stjórnvalda um
sjálfbæra þróun, sem ber heitið „Velferð til framtíðar", sé bætt
meðferð byggingarúrgangs nefnd sem eitt af forgangsverkefnum á
þessu sviði hér á landi. Nú fer
um 97% slíks úrgangs í upp-
fyllingar og jarðvegshauga og
sagði Siv að fullvíst megi telja
að hægt sé að endurnýta stór-
an hluta hans á hagkvæman
hátt, enda stundum sagt að úr-
gangur sé einungis hráefni á
villigötum. Þess má geta að í
Evrópu er endurnýting bygg-
ingarúrgangs talin vera um
30% auk þess sem gjald er oftasttekið af jarðvegslosun gangstætt
því sem gert er hér á landi.
Allt að 50% orkunotkunar tengist byggingum
Einn af fyrirlesurum á ráðstefnunni var Ronald Rovers frá
Hollandi en hann er ritstjóri alþjóðlegs tímarits um sjálfbær bygg-
ingarefni. Björn Marteinsson, arkitekt og
verkfræðingur, færði síðan hugmyndir
Rovers í íslenskan veruleika með áherslu á
efnis- og orkunotkun f byggingariðnaði. Hér
á eftir verður sagt nokkuð frá erindi Björns.
Björn benti á að mannvirki og mann-
virkjagerð væru stærstu spor sem hver kyn-
slóð skilur eftir sig. Hann sagði frá því að
talið er að um 40% af allri auðlindanotkun
Evrópusambandsríkjanna tengist byggingum
og rekstri mannvirkja auk þess sem umtals-
verð orkunotkun tengist einnig mannvirkj-
um og mannvirkjagerð. Á Englandi er talið
að um 10% af allri orkunotkun tengist fram-
leiðslu byggingarefna og flutningi þeirra en
orkunotkun vegna rekstrar bygginga sé
meira en 50% allrar orkunotkunar. í Dan-
mörku er talið að um 5% orkunotkunar fari til framleiðslu og
flutnings byggingarefna en um þriðjungur til húshitunar. í Evrópu
er talið að 30% heildarorkunotkunar tengist beinni notkun orku í
byggingum og ef óbein notkun er talin með þá hækki þetta hlut-
fall í um 50%.
Siv Friðleifsdóttir vakti athygli á að nú fari um
97% byggingaúrgangs í uppfyllingar og jarðvegs-
hauga, en fullvíst megi telja að hægt sé að endur-
nýta stóran hluta hans á hagkvæman hátt, enda
stundum sagt að úrgangur sé einungis hráefni á
villigötum.
Björn Marteinsson, arkitekt og byggingarverkfræö-
ingur, flytur erindi sitt á ráöstefnunni.
12