Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 19
Ungmennaráðum komið á fót Æskulýðsmál eru snar þáttur í starfi fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. ÍTR annast skipulagningu æskulýðsstarfs í öllum hverfum borgarinnar þar sem miðstöðvar þess eru kjarnar barna- og ungmennastarfsins. Nýmæli í starfi ÍTR eru sérstök ungmennaráð í hverfum borgar- innar sem síðan eru aðilar að Reykjavíkurráði ungmenna. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavfk- urborgar mun á þessu ári hefja und- irbúning að stefnumörkun til lengri tíma varðandi uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs f borginni. Við þá vinnu verður einkum horft til breyt- inga er átt hafa sér stað á fjölskyldu- og félagsmynstri f samfélaginu. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, segir talsverða breytingu hafa orðið á þessu sviði á undanförnum árum og aldurssamsetning íbúa hinna ýmsu borgarhverfa sífellt vera að breytast. Með stefnumörkuninni vilji ÍTR leita leiða til þess að koma til móts við þarfir íbúanna á hverj- um stað og á hverjum tíma. Víðfeðm starfsemi Starfsemi ÍTR er víðfeðm og snertir mörg starfssvið. Hún nær ekki ein- vörðungu til félagsstarfs yngra fólks heldur einnig til eldri borgara, rekst- urs íþróttamannvirkja, sýningarstaða og útivistar auk fræðslustarfa og margvíslegrar þjónustu. Yfirstjórnin er í höfuðstöðvum ÍTR við Fríkirkju- veg 11 en auk þess eru margvísleg störf unnin víðs vegar um borgina. í því sambandi má nefna allar félags- miðstöðvar fyrir ungt fólk, ýmiss konar félagsstarf í borgarhverf- um, starfsemi Hins hússins, sumarstarf og Evrópusamstarf. Starf- semi íþróttahúsa og sundlauga heyrir undir ráðið og einnig þjón- usta við íþróttafélögin og íþróttastarf eldri borgara. Annað sem nefna má af starfsemi ÍTR eru útivistarsvæðin, skíða- og skauta- svæðin og Nauthólsvíkin, að ógleymdum Húsdýragarðinum í Laugardal, sem er eini starfandi dýragarðurinn hér á landi. Starfsgleði verður að ríkja ÍTR annast skipulagningu æskulýðsstarfs í öllum hverf- um borgarinnar þar sem mið- stöðvar þess eru kjarnar barna- og ungmennastarfs. Soffía Pálsdóttir, æskulýðfull- trúi ÍTR, segir að borginni sé skipt í fjögur hverfi með þvf markmiði að skapa öflugar félagsleg- ar heildir innan hvers borgarhluta. Með því fái starfið meiri ná- lægð við þá sem taka þátt í því og njóta þess. Vegna stærðar Reykjavík- urborgar og ekki síður vegna skipu- lags hennar í mismunandi hluta hef- ur oft verið rætt um nauðsyn gleggri hverfaskiptingar í einstökum mála- flokkum en verið hefur. Soffía segir hverfaskiptinguna gera kröfur um sambærilega þjónustu innan allra hverfanna. „Við getum ekki boðið upp á eitt í Vesturbænum, annað í Miðborginni og enn aðra þjónustu í Breiðholti eða Grafarvogi. Krakkarn- ir yrðu fljótir að komast að slíku og þeir eru ekki tilbúnir að fara á milli hverfa til þess að nýta sér æskulýðs- starfið. Krakkarnir vilja hafa það heima fyrir." Soffía segir að starfsgleði verði að ríkja á þessum vettvangi með góðri þjónustu og öryggi fagfólks. Gildi uppeldis og menntunar eru höfð í hávegum auk þess sem mikil áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám og lýðræði og jafnræði haft að leiðarljósi. Soffía segir sér- staka áherslu lagða á þátttöku barna og unglinga sem ekki séu að sinna heilbrigðum viðfangsefnum í frítíma sfnum og að æskulýðstarfið ein- kennist af öflugri samvinnu þeirra sem koma að uppeldi og velferð barna og unglinga. í því efni verði sífellt að leita nýrra leiða til þess að auka gæði og tryggja aðgang allra barna og unglinga að starfinu. Minni sumarvinna - breyttar þarfir Skipta má æskulýðsstarfi ÍTR í nokkra hluta. Einn þeirra er starf með börnum á aldrinum sex til tólf ára, sem felst meðal annars í starfsemi frístundaheimila en einnig sumarstarfi og starfsemi fé- lagsmiðstöðva. Unglingastarfið miðast við aldurshópinn frá 13 til 16 ára og síðan starf með 16 ára ungmennum og eldri. Þar er meðal annars um að ræða opin hús, klúbbastarf og stuðn- ing við félagsstarf í framhalds- skólum. Lengra skólaár kallar á aukin úrræði og meira framboð á félags- og tómstundastarfi. Sérstök áhersla er einnig lögð á að ná Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ITR, og Soffía Pálsdóttir æsku- lýösfulltrúi. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra ung- menna sem flosna upp úr framhaldsskólum eða hætta námi af einhverjum orsökum. ----- 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.