Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 22
saman, stilli saman strengi og móti sameiginlegar áherslur fyrir svæðið. Eyþing vinni síðan sem hagsmunasamtök til þess að fylgja þeim áherslum eftir. Fyrir aðalfund samtakanna í Grímsey sumarið 1999 var unnin aðgerðaáætlun fyrir samtökin og var við þá vinnu leitað til fjöl- margra til þess að vinna og leggja fram ákveðin atriði sem síðan skyldi unnið að. Á þeim fundi var einnig mótuð stefna og lagðar áherslur til næstu ára sem síðan hafa orðið grunnur að áfram- haldandi starfi samtakanna. Samstarfsverkefni í heilbrigðismálum Eftir þessar breytingar á starfsemi Eyþings hefur framkvæmda- stjórinn verið eini starfsmaður samtakanna en sveitarstjórnar- menn og aðrir verið kallaðir til í vinnuhópa eftir því sem þörf er á vegna einstakra, afmarkaðra viðfangsefna. Einn þessara hópa hefur starfað samfleytt frá árinu 1999 en það er vinnuhópur um heilbrigðismál. í honum eiga sæti, ásamt framkvæmdastjóra, fulltrúar frá heilbrigðisstofnunum á starfs- svæði samtakanna. Hlutverk hópsins er að efna til samráðs á sem byggðamál þar sem fjarlækningar eigi að geta veitt heilbrigð- isstarfsfólki öryggi og styrkt það í starfi á minni stöðum auk þess að bæta þjónustu við íbúana. Pétur Þór segir að um áhugavert þróunarverkefni sé að ræða, sem tengist starfinu á sjúkrahúsun- um á Akureyri og á Húsavík og geti vonandi leyst ákveðin vanda- mál í heilbrigðisþjónustunni auk þess að vekja áhuga sérfræðinga og starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er í annað sinn sem Eyþing kemur að verkefni af þessu tagi. Hið fyrra var við þróun á rafrænum lyfseðli. Það verkefni var unnið í samstarfi við fyrirtæki í Reykjavík en þróunarstarfið var unnið á Húsavík. Það verkefni er nú að fara í frekari þróun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sérstakt stjórnunarnám fyrir sveitarstjórnarmenn og aðra Eyþing hefur að undanförnu staðið fyrir námi í stjórnun í sam- vinnu við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Námið er meðal annars miðað við stjórnendur hjá sveitarfélögum, sveitar- stjórnarfólk og fólk sem vill búa sig undir slík störf. Það hentar þó líka þeim sem starfa eða hyggjast starfa að stjórnun hjá ríkisstofn- Frá Námaskarði. Svæðið sem myndar hið nýja Norðausturkjördæmi býr yfir miklum möguleikum til ferðaþjónustu. - Mynd: Flaraldur Ingólfsson. milli stofnana og að efla samráð þeirra við sveitarstjórnarstigið. Pétur Þór segir að starf þessa hóps hafi heppnast einkar vel. Hann hafi bæði átt frumkvæði að málum og einnig ýtt á eftir framgangi þeirra. Pétur Þór nefnir sem dæmi um árangur af því starfi samning um þró- unarverkefni í fjarlækningum sem undirritaður var á aðal- fundi samtakanna í Mývatns- sveit á liðnu hausti. Þar er um að ræða samstarfsverkefni á milli heilbrigðisráðuneytisins, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisstofnananna á Húsavík og Þórshöfn. Verkefnið gerir ráð fyrir samstarfi sérfræðinga á þessum stofnunum. Samningurinn er til eins árs og segir Pétur Þór verkefnið meðal annars mikilvægt unum og einkafyrirtækjum. Einn af meginkostum námsins er raunar hve hópurinn er blandaður og viðfangsefnin fjölbreytt. Pétur Þór segir mikla áherslu lagða á hagnýti námsins og kennarar séu valdir með það að leiðarljósi að þeir sameini góða fræðilega yfirsýn og skilning á hagnýtum vinnuað- ferðum og hafi hæfileika til þess að miðla þekkingu sinni og reynslu með dæmum úr umhverfinu. Námið er byggt upp á þann hátt að 100 klukkustundum er varið til umfjöllunar um fjár- mál, rekstur og áætlanagerð, 40 klukkustundum til umfjöllunar um upplýsingatækni, 40 klukkustundum til stjórnsýslu og 120 klukkustundum til kennslu í stjórnun. Auk þess sem gerð er krafa Einn af meginkostum stjórnunarnámsins er hve hópurinn er blandaður og viðfangsefnin fjölbreytt. 22

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.