Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 5
Forystugrein \ Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur nú ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um tilflutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga. Nefndinni verður falið að kanna hvaða verkefni á sviði heil- brigðisþjónustu og þjónustu við aldraða sé mögulegt og æskilegt að flytja frá ríki til sveitarfélaga. Meðal annars verði kannað hvort flytja eigi til sveitarfélaga starfsemi heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana annarra en Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við mat á því hvort þessi verkefni verði flutt á nefndin að líta til þjóðhagslegrar hag- kvæmni, gæða þjónustunnar og áhrifa á stöðu og réttindi starfsfólks í heilbrigðisþjón- ustu. Samtímis þessari sérstöku vinnu við skoð- un á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála verður verkaskiptingin í heild sinni tekin til umfjöllunar og endur- skoðunar í tengslum við sérstakt átak í sam- einingu sveitarfélaga, sem nú er verið að hrinda af stað. Óhjákvæmilegt er því að náin samvinna verði milli nefndar heilbrigð- isráðherra og verkefnisstjórnar sameiningar- átaksins, sem starfar á vegum félagsmálaráð- herra. Margir sveitarstjórnarmenn hafa látið í Ijós þá skoðun að endurskoðun verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga og tekjustofna sveitarfélaga sé í raun forsenda þess að ár- angur verði af hinu nýja sameiningarátaki. Skoða þurfi af gaumgæfni þann möguleika að færa sem flest nærþjónustuverkefni ríkis- ins til sveitarfélaganna með það að mark- miði að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa til þess fleiri verkefni og auknar tekjur. Það frumkvæði sem heilbrigðisráðherra sýnir nú með umræddri nefndarskipan er því mjög áhugavert og mættu fleiri ráðherrar líta til verkefna ráðuneyta sinna út frá því sjónar- horni hvort á vettvangi þeirra séu ekki verk- efni eða málaflokkar sem færa mætti til sveitarfélaganna. Við gildistöku breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga á árinu 1990 var rekst- ur heilsugæslustöðva færður frá sveitarfélög- um til ríkisins. Ein meginástæða þess var sú að rekstur heilsugæslustöðva og minni sjúkrahúsa var samofinn víða um land. Hús- næði var sameiginlegt, starfsmenn þeir sömu og örðugt að skilja rekstrarlega þar í milli. Yfirtaka sveitarfélaganna á báðum þessum rekstrarverkefnum, það er heilsugæslunni og a.m.k. minni sjúkrahúsunum, ætti að auð- velda breytta verkaskiptingu á þessu sviði. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar tekið að sér rekstur heilbrigðisstofnana og þjón- ustu við aldraða á grundvelli þjónustusamn- inga við heilbrigðisráðuneytið. Það hefur leitt til aukinnar samhæfingar í þjónustu og starfsmannahaldi þannig að heildaryfirsýn yfir þjónustuþörf í málaflokknum er gleggri og þjónustan markvissari og betri. Ákveðin reynsla af rekstri sveitarfélaganna á þessum málaflokki er því fyrir hendi og af henni má margt læra. Eitt sveitarfélag hefur nú þegar óskað eftir að yfirtaka rekstur þessara verk- efna með þjónustusamningi og eflaust hafa fleiri sveitarfélög áhuga á að taka til sín verkefni á þessu sviði með þjónustusamn- ingum eða öðrum hætti. Ýmis sveitarfélög annast nú rekstur heil- brigðisstofnana fyrir aldraða. Ríkið fjármagn- ar þennan rekstur með daggjöldum sem ekki nægja fyrir rekstrarkostnaði. Brýnt er að ágreinings- og álitamál varðandi rekstrarfor- sendur og daggjaldatekjur þeirra stofnana verði leystur sem fyrst. Dráttur á lausn þess máls getur spillt fyrir því mikilvæga starfi sem nú er að hefjast á vegum heilbrigðisráð- herra. Daggjaldamálið verður að leiða til lykta í sátt við sveitarfélögin og hlutaðeig- andi stofnanir. Breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga á sviði heiIbrigðismála og þjónustu við aldraða getur ekki átt sér stað nema að samhliða fylgi flutningur tekjustofna til sveit- arfélaga. Að því verkefni þarf að vinna og grandskoða allar leiðir í því sambandi um leið og verkaskipting á sviði heilbrigðismála er tekin til endurskoðunar. ÞórÖur Skúlason, framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Auglýsingar: Samband íslenskra sveitarfélaga P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13 ■ 108 Reykjavík • Sími: 515 4900 Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is samband@samband.is • www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Magnús Karel Hannesson (ábm.) ■ magnus@samband.is Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Dreifing: Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 ■ 600 Akureyri Sími 461 3666 ■ fremri@fremri.is íslandspóstur Forsíðan: Reykjavíkurhöfn. Myndina tók Þórður Ingimarsson af bryggjunni við Kaffivagninn á Grandagarði. Bla&amenn: Þórður Ingimarsson ■ thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði. • Áskriftarsíminn er 461 3666. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.