Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 17
sem að því komu full ástæða til að huga að einhvers konar framhaldi. „Við fengum ítrekað hvatningu frá starfsmönnum landsskrifstofu Leonardo að vinna áfram saman því þetta verkefni hef- ur nú þegar fengið viðurkenningu frá Brussel sem „best practice" eða fyrir- myndarverkefni og hefur verið tilnefnt til annarra slíkra verðlauna sem verður fróð- legt að sjá hvort verkefnið fær. Það þýðir að verkefnið er auglýst sérstaklega og hægt er að sækja um sérstakan styrk til að koma því á, á nýjum stöðum. Ég held að það sé talsverður áhugi meðal þátttöku- landanna að vinna saman enda hvetur það til áframhaldandi samstarfs þegar maður hittir á góða samstarfsmenn," segir Anna Kristín. Spurð um áhrif verkefnisins og út- breiðslu hugmyndafræðinnar hér innan- lands kveðst Anna Kristín hafa orðið vör við áhuga víða. „Það eru talsvert margir sem þekkja til þessa verkefnis en það er yfirleitt sett spurningamerki við peninga- hliðina. Þetta kostar auðvitað talsvert en það kostar samt miklu minna heldur en fólk myndi halda og svo er auðvitað af- stætt hvað er dýrt og hvað er ekki dýrt. Þetta Leonardo verkefni hefur kostað mik- ið en þá ber þess að gæta að mikið af fjár- munum fer einmitt í skýrslugerð, ferðalög, samstarf og þróunarvinnu, sem nú er lok- ið. Þannig að nú er hægt að ganga að nokkurs konar framleiðsluvöru og það er auðvitað ódýrara að nota hana núna en á meðan þetta var allt á mótunarstigi." Fyrir áhugasama má nefna að lýsingin á verkefninu er á heimasíðu þess, www.learncom.eu.org. þar sem einnig er að finna áfanga- skýrslu frá því um miðbik verkefnisins og innan tíðar verður lokaskýrsluna þar einnig að finna. Hugmynda- fræðin kemur fram í umsókn- inni og liggur því á borðinu, auk tímatöflu og skipulags verkefnisins. Góð fjárfesting í framhaldi af hug- leiðingum um kostnað við verk- efnið og hvað sé dýrt og hvað ekki liggur beint við að spyrja hvort svona verkefni geti ekki einfaldlega talist mjög góð fjárfesting fyrir sveitarfélög. Anna Krisín er ekki f vafa um að svo sé. „Jú, tvímælalaust er þetta góð fjárfest- ing. Ég held að mörg sveitarfélög séu að gera sér grein fyrir því að það er góð fjárfest- ing að koma til móts við íbúana og gera með þeim hluti sem er vitað að eru jákvæðir, vekja ánægju og eru uppbyggilegir eins og nám og skólastarf þannig að ég er ekki í vafa um að þetta er góð fjárfesting." Tækifæri til að gera eitthvað í eigin málum Guðrún Helgadóttir, kennari við ferða- málabraut Hólaskóla, sá um ferðamála- þáttinn, síðasta hlutann af fjórum í LearnCom verkefninu og kenndi hann ásamt fleiri kennurum brautarinnar á Hofsósi. Hún segir verkefnið hafa vakið „Svona verkefni eykur mönnum þor og kjark og fær þá til að uppgötva hver hjá öðrum ákveðna styrkleika sem menn voru hættir að taka eftir í dagsins önn þannig að það má segja að þetta kveiki ekki bara í einstaklingunum heldur í samfé- laginu," segir Guðrún Helgadóttir. mikla athygli og strax í byrjun hafi verið Ijóst að fólk upplifði það sem tækifæri. Með verkefninu hafi það getað skapað sér vettvang til að velta fyrir sér leiðum til að Cuðrún Helgadóttir, kennari við ferðamálabraut Hólaskóla: „Það kom upp sú stemmning að fólk ætlaði sér virkilega að gera eitthvað úr þessu." Á myndinni eru einnig jón Torfi jónasson frá Félagsvfsindastofnun HÍ, sem vinnur að mati á árangri verkefnisins, og Sigríður Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á Sauðárkróki, en hún sá um lífsvefinn í skólanum á Hofsósi. snúa við þróun sem hafði verið áhyggju- efni á Hofsósi, þar sem íbúum hafði fækk- að og atvinnuástand var ótryggt, sem aftur leiddi til þess að dálítill vonleysistónn virt- ist kominn í íbúana að sögn Guðrúnar. Hún segir mikla stemmningu hafa orðið til í kringum verkefnið og þakkar það meðal annars verkefnisstjóranum. „Anna Kristín kynnti þetta á mjög raunhæfan hátt sem virkilega góðan valkost. Þátttakan varð strax góð og viðhorfið fljótlega mjög já- kvætt. Ég upplifði þetta þannig að fólk hafi tekið þessu námsverkefni sem ákveðnu tækifæri til að setjast niður og gera eitthvað í sínum málum; að fólk hafi ekki litið á það bara sem leið til að læra eitt- hvað í ensku og á tölvur eða fara í gegnum sjálfsefli, heldur setti fólk verkefnið í samhengi við að það væri að fara í skól- ann til þess að gera eitthvað fyrir sjálft sig og þar með fyrir Hofsós. Það varð mjög greini- legt þegar fór að líða á námið. Stóra skrefið var ekki hvað fólkið lærði heldur ákvörðunin um að fara að læra." ----- 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.