Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 34
Reykjavíkurborg Uppbygging og framtíðarsýn í miðborginni Aflvaki og Hverfisráð miðborgarinnar kynntu á dögunum hugmyndir um uppbyggingu miðborgar Reykjavíkur með veglegri sýningu og kynningarfundum í Bankastræti 5. Tíðindamaður leit við á sýningunni. Miðborg Reykjavíkur ber í sér bæði gaml- an og nýjan tíma. Sagan liggur við nær hvert fótmál allt frá því þéttbýli tók að myndast á síðari hluta 18. aldar. Frá þeim tíma hefur borgin vaxið og þróast. í fyrstu með hægð en síðar hefur hún tekið mikl- um umbreytingum án þess að fortíðinni hafi að fullu verið þokað til hliðar. Um það vitnar Aðalstræti, elsta gata Reykjavík- ur. Einnig minjar á horni Aðalstrætis og Túngötu þar sem talið er að landnáms- byggð hafi staðið. Skipulag miðborgarinn- ar á sér sterkar rætur í fyrri tíð. Austurvöll- ur og Lækjargata, þar sem Tjarnarlækurinn féll og fellur enn til sjávar, en nú undir yf- irborði jarðar. Gamla tukthúsið sem nú er stjórnarráð og aðsetur forsætisráðuneytis- ins. Bakarabrekkan sem nú heitir Banka- stræti en ber í raun enn hið gamla nafn með rentu með nýbökuðum brauðum á kaffihúsum í bítið. Bernhöftstorfan sem hefur að geyma samfellda húsaröð frá fyrri tímum uppbyggingar í Reykjavík og svo mætti áfram telja. Oft hefur verið deilt um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Skoðanir hafa verið skiptar um hvernig framkvæmdum skuli háttað. Sjónarmið varðveislu og framfara hafa tekist á og einnig hugmyndir um framtíð í mikilli uppbyggingu úthverfa fremur en miðborg- ar. Umræður og hugmyndasmíð hafa sinn gang og nú hefur verið blásið til ákveð- innar uppbyggingar í miðborg Reykjavík- ur. Uppbygging, stefna og framtíðarsýn í nýliðnum september stóð Aflvaki að sýn- ingu í samvinnu við Hverfisráð miðborg- arinnar undir heitinu „Uppbygging í mið- borginni - stefna og framtíðarsýn." Á sýn- ingunni var kynnt stefnumótun um upp- byggingu og þau tækifæri sem nýtt deiliskipulag miðborgarinnar skapar. í þeirri endurnýjun sem nú er að eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur er lögð áhersla á miðstöð menningar- og mannlífs, versl- unar og þjónustu og einnig að miðborgin verði eitt af helstu uppbyggingarsvæðum borgarinnar á næstu árum. Þéttleiki - einkenni og drifkraftur Vegna sögu miðborgarinnar, hlutverks hennar og þess menningararfs sem hún hefur að geyma er uppbyggingin um margt vandasamt verk. Tvenn sjónarmið ýta undir að hugað sé að miðborginni í vexti og viðgangi borgarsamfélagins sem heildar. Annars vegar hlutverk hennar sem miðborgar og höfuðborgar landsins, eign allra landsmanna íþeim skilningi og einnig ásýnd lands og þjóðar í augum gesta ört vaxandi ferðaþjónustu. Hins veg- ar vegna þess að stöðugt dreifðari byggð krefst mikils landrýmis, verulegs kostnaðar vegna umferðamannvirkja, meiri orku- notkunar og vaxandi mengunar frá um- ferð. Er þá ótalinn sá langi tími sem tekur þúsundir manna að fara á milli staða inn- an borgarinnar á hverjum degi. „Þéttleiki byggðar er einkenni borga og drifkraftur borgarsamfélags sem vill standa undir nafni," segir í kynningu Aflvaka á upp- byggingu miðborgarinnar. Til að ná þeim árangri þarf að skapa brýr á milli lífs íbú- anna, atvinnustarfsemi, menningar og sögu sem deila þurfa þröngum reitum miðborgarsamfélagsins. Skuggahverfið á níunda áratungum Með deiliskipulagi Skuggahverfisins á níunda áratugnum var ákveðið að breyta grónum iðnaðar- og atvinnusvæðum í íbúðabyggð. Sú ákvörðun leiddi af sér byggingu um 500 íbúða. Nú er verið að hefja lokaáfanga endurbyggingar á þessu Laugardagur við Laugaveg. Margar hugmyndir um uppbyggingu Miðborgarinnar beinast að þessari þekkt- ustu verslunargötu landsins. 34 -----

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.