Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 30
Umferðarmál Vetnisbílar, tvinnbílar, metanbílar - eða bílasamlög? Við þurfum að spara orku í umferðinni. Þetta er heiti á bæklingi sem dreift var nýlega í öll hús á Ak- ureyri. Er óþarfi að nota bílinn í helmingi allra ökuferða innanbæjar á Akureyri? í bæklingnum eru einfaldan hátt settar fram upplýsingar og leið- beiningar um orkunotkun í umferðinni og leiðir til að spara orku með tiltölulega einföldum hætti. Útgáfa hans er í samræmi við stefnumótun í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri og hluti af því verk- efni. Guðmundur Sigvaldason er verkefnastjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri. Stutt enda bæjarins á milli Margt forvitnilegra og fróðlegra mola er að finna í bæklingnum sem ættu að geta gagnast jafnt íbúum á Akureyri sem og öðrum sveitarfélögum og íbúum þeirra. Auk fjölmargra ábendinga um það hvernig spara má orku og aka betur en maður er vanur er at- hygli vakin á kostum hjólreiða - sem í senn draga úr notkun bíla (og þar með mengun og orkunotkun) en eru jafnframt heilsubæt- andi. í því sambandi er á það bent að langflestar ökuferðir hér á landi eru mjög stuttar og til tæmis talið að um helmingur öku- ferða á höfuðborgarsvæðinu sé styttri en fimm kílómetrar. Hlutfall stuttra ferða á Akureyri er jafnvel enn hærra því eins og sýnt er á skýringarmynd í bæklingunum er meirihluti bæjarins innan tveggja kflómetra radíuss frá miðbænum og lengsti radíus milli miðbæjar og úthverfis er um þrír kílómetrar. Þetta kann jafnvel að koma Akureyringum sjálfum á óvart en líklega er óhætt að full- yrða að við notum bílinn mjög mikið að óþörfu. „Það er ekki nokkur vafi," segir Guðmundur. „Einmitt í svona litlu samfélagi þar sem stutt er á milli staða - og það kom mér sjálfum á óvart hve stuttar þessar vegalengdir eru - þá er bíllinn notaður miklu meira en nokkur glóra er í, það er engin spurning. Við vitum að bíllinn mengar mjög mikið meðan hann er að hitna. Þegar þú keyrir innan við fimm kílómetra í einni ferð þá er hann ekki orðinn heitur." Ályktunin er því sú að Akureyringar eru meira og minna f öllum sínum ökuferðum innanbæjar að menga mjög mikið og eyða mjög mikilli orku. „Það er engin spurning. Hvarfakútarnir virka ekki á þessum vegalengdum. Bílferðir sem eru bara hálfur kílómetri, til dæmis út í sjoppu eða vinnu, eru al- gengar. Ég hef slegið á það mjög óvísindalega að um helmingur af bílanotkun í svona bæ sé óþarfur, en ég hef svosem ekkert fyrir mér í því." Auk þess að aka minna og ganga eða hjóla þess í stað eru leiðir til orkusparnaðar margar eins og fram kemur í bæklingnum, allt frá því hvernig bíl maður velur sér yfir í það að skipuleggja akstursleiðir fyrirfram. Bílasamlag í Bremen Meðal þess sem vakin er athygli á í bæklingnum er að í Bremen í Cuömundur Sigvaldason, verkefnastjóri hjá Akureyrarkaupstað, þekkir aðstöðu til hjólreiða af eigin raun. „Ég hjóla mikið í vinnuna og maður finnur mun að þessu leyti að það eru fleiri á ferðinni á reiðhjólum." Þýskalandi er eitt þróaðasta bílasamlag í Evrópu sem sagt er spara um 5,6 milljón kílómetra á ári eða 5.150 MWh af orku. í bílasamlaginu nota um 2.200 þátttakendur 100 bíla, sem eru á 46 stöðum í borginni. Hver bíll í samlaginu kemur í stað 5-10 einkabíla og greiðir hver þátttakandi lágt mánaðargjald ásamt gjaldi fyrir hvern ekinn kílómetra, sem væntanlega virkar sem beinn hvati gegn því að bílarnir séu notaðir að óþörfu. „Ég tel nú ólíklegt að hér á landi verði rekin bílasamlög með því sniði sem þekkist víða í Evrópu, vegna fámennisins. Ef til vill verður ein- hvern tíma grundvöllur fyrir einhverri annarri útfærslu, til dæmis ef verð á hefðbundnu eldsneyti hækkar hraðar en spáð er núna. Nauðsynlegt er að fylgjast með þróun í þessu, eins og öðru í þessum dúr," segir Guðmundur. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Aftast í bæklingnum er farið örfáum orðum umviðleitni til orkusparnaðar í umferðinni með því að nýta orkugjafa sem ekki hafa verið notaðir áður. Þar eru nefndir til sögunnar vetnisbílar, tvinnbílar og metan- bílar en allar þessar leiðir til að spara hefðbundna orkugjafa á farartæki hafa verið að ryðja sér til rúms. Víða er unnið að því að gera vetni að orkubera bíla og er reiknað með byltingu f þeim efnum á næstu 20-40 árum. Má í því sambandi nefna nýja stræt- isvagna á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í vöxt að fram- „Það sem við viljum ná fram er einfaldlega að upplýsa um þessa hluti. Maður breytir frekar við- horfi sínu og hegðun þegar maður veit hvaða áhrif maður hefur með daglegum venjum sínum." 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.