Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 16
Evrópsk samvinna í byggðamálum Við erum betri en áður - og eigum betri nágranna! Mennt er máttur! Undir það geta að minnsta kosti allmargir íbúar Hofsóss tekið. Nærri lætur að um fimmtungur þeirra hafi tekið þátt í verkefninu Breytum byggö, sem er hluti af fimm landa verkefninu LearnCom. Verkefnisstjórar frá hverju landi komu saman á Sauðárkróki nýlega og hnýttu þar enda- hnútinn - en þó ekki... Verkefnið Breytum byggð - sem er hluti af LearnCom verkefninu - hefur staðið yfir á Hofsósi undanfarin þrjú ár og lauk með útskrift þann 25. september og lokafundi umsjónarmanna frá löndunum fimm og fleiri á Sauðárkróki daginn eftir. Aðstand- endur eru mjög ánægðir með flesta þætti verkefnisins en ef til vill er þó ánægjuleg- ast að þótt verkefninu sem slíku sé að Ijúka mun sá neisti sem kveiktur hefur verið verða að stærra báli, hvort tveggja meðal nemendahópanna hvers fyrir sig og í samstarfi milli verkefnisstjóranna - jafn- vel í samstarfi milli einstakra nemenda- hópa. Verkefnið hlaut styrk upp á 530 þús- und evrur úr Leonardo starfsmenntaáætl- uninni árið 2000, þann hæsta sem komið hefur til íslands frá starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og vakti það nokkra athygli á sínum tíma. Upprisa heimamanna Kveikjan að Breytum byggð er upprisa heimamanna gegn hnignandi byggð og fækkandi atvinnumöguleikum í hefð- bundnum greinum. Upphafið má rekja til þess að Anna Kristín Gunnarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvest- urkjördæmi en á þeim tíma framkvæmda- stjóri Farskóla Norðurlands vestra, hitti áhugasama kollega frá Svíþjóð og Austur- ríki og út frá samtölum þeirra í milli og vangaveltum Önnu Kristínar þróaðist hugmyndin að verkefninu, sem náði að lokum til fimm landa; Svíþjóð- ar, Austurríkis, Spánar og Grikklands, auk íslands. Hug- myndin var að gefa litlum byggðarlögum sem áttu undir högg að sækja í atvinnulífi og búsetuþróun tækifæri til að lagast að breyttum aðstæðum með endurmenntun íbúanna og gera þá þannig hæfari í að Anna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Learn- Com verkefnisins „Breytum byggð" á Hofsósi. takast á við breytta atvinnuhætti, stuðla að breytingum á samfélaginu með samefli til náms og fjölga tækifærum fólksins til þess að bjarga sér sjálft. Námið skiptist í fjóra grunnþætti; lífsvefinn (sjálfsefli), ensku, tölvu- og upplýsingatækni og ferðaþjón- ustu, í þessari röð. Lærdómsríkt fyrir alla Sem samstarfsverkefni milli skipuleggj- enda í fimm löndum hlaut LearnCom verkefnið styrk úr Leonardo starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. En skiptir þetta samstarf landa á milli máli fyrir verk- efnið að öðru leyti en fjárhagslega? Anna Kristín Gunnarsdóttir verkefnisstjóri kveðst viss um að svo sé. „Já, mér finnst það. Það er í fyrsta lagi mjög lærdómsríkt fyrir stjórnendur og kennara að vera í samstarfi við aðila er- lendis sem búa við ólíkar aðstæður. Mað- ur kynnist ýmsu óvæntu, bæði á þann veg að hlutirnir eru öðruvísi á jákvæðan og neikvæðan hátt. Mér finnst það líka hafa gefið verkefninu ákveðna vigt gagnvart þátttakendunum hér heima að vera hluti af alþjóðlegu verkefni. Það vekur áhuga fólks hér á aðstæðum fólks annars staðar að vera í samstarfi við fólk erlendis," segir Anna Kristín. „Ég held að það skipti máli bæði þannig að fólk skilur það og skynjar að það er verið að berjast við svipuð vandamál annars staðar í heiminum og ég held að það fylgi því ákveðið stolt að vera að vinna með fólki annars staðar í heimin- um að svipuðu verkefni." Verðlaunaverkefni Aðspurð segist Anna Kristín ekki í vafa um ávinninginn af verkefninu en eftir því sem kostur er mun Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands mæla hann og meta. Anna Krstín segir hins vegar margs konar ávinning af verkefninu sem ekki sé hægt að mæla en fólk sjái þó og finni á sjálfu sér og öðrum. Þótt verkefninu LearnCom sé nú lokið formlega að öðru leyti en því að nú á eftir að ganga frá lokaskýrslu og skila henni inn til Leonardo skrifstofunnar þykir þeim „Ég held að mörg sveitarfélög séu að gera sér grein fyrir því að það er góð fjárfesting að koma til móts við íbúana og gera með þeim hluti sem er vitað að eru jákvæðir, vekja ánægju og eru upp- byggilegir," segir Anna Kristín Gunnarsdóttir. 16 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.