Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 27
Hlustað á öll sjónarmið - litið yfir öxl en ekki um öxl! Sigurður Ijær hér eyra Jakobi Björnssyni, sem þarna var í minnihluta bæjarstjórnar sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en er nú orðinn formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar. Fjær er Ásta Sigurðardóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, en nær er Kristján Þór júlíusson bæjarstjóri. árunum 1992 til 1994. Þetta leiddi eðli- lega til neikvæðrar umræðu heima fyrir og hafði að mínum dómi mjög slæm áhrif vegna þess að menn töluðu kjarkinn hver úr öðrum." Sigurður nefnir fleiri erfiðleika og áföll sem steðjuðu að atvinulífinu á þessum árum. Bruni síldarverksmiðjunnar í Krossanesi hafi verið einn þeirra og fleira hafi orðið til þess að skapa umtalsverðan vanda. Guðsteinn og bæjarábyrgðin „En þrátt fyrir mikla erfiðleika í atvinnu- málum á þessum tíma þá áttu jákvæðir hlutir sér stað. Einn þeirra var þegar þrír ungir menn ákváðu að kaupa Guðstein, gamlan togara, koma með hann til Akur- eyrar og breyta honum í frystiskip. Til þess að hægt væri að framkvæma nauðsynleg- ar breytingar á togaranum í Slippstöðinni á Akureyri var veitt bæjarábyrgð fyrir verk- efninu. Þótt bæjarábyrgðir hafi alla tíð verið umdeilanlegar og séu nú lagðar af með lögum þá held ég að eitt af ánægju- legustu verkefnunum sem ég tók þátt í á ferli mínum í bæjarstjórn hafi verið að samþykkja þá ákvörðun vegna þess að hún hefur sannarlega skilað sér með vöxt- um og vaxtavöxtum. En þótt endurbæturn- ar á Guðsteini og uppbygging Samherja hafi heppnast vel þá get ég tekið undir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun að af- nema þessar ábyrgðir vegna þess að þær voru að knésetja mörg sveitarfélög." Þrefaldast að stærð „Frá því ég hóf störf að bæjar- málum í Akureyrarkaupstað hefur það verið eins konar ei- lífðarmál að efla bæjarfélagið sem mótvægi við höfuðborgar- svæðið. Hluti þeirrar vinnu var mótun og uppbygging Háskól- ans á Akureyri og einnig Verk- menntaskólans, sem var reistur á grunni gamla Iðnskólans á Akureyri og viðskiptabrautar sem Sverrir Pálsson, fyrrum skólastjóri, hafði komið á fót við gamla Gagnfræðaskólann. Mörgum fannst að í báðum þessum tilvikum væri farið af stað með mjög stórar hugmyndir. En reynslan hefur sýnt að þær voru ekki of stórar. Báðar þessar stofnanir hafa vaxið og dafnað og styrkt menntunarmöguleika til muna og þá ekki bara á Akureyri held- ur á öllu Norðurlandi." Sigurður segir að með tilkomu þessara menntastofnana hafi raunverulega skapast ný stóriðja á Akureyri í stað þeirrar sem hafi horfið. Þessi stóriðja skili af sér fólki með góða menntun, sem atvinnulífið kalli í auknum mæli eftir. „Mín skoðun er að stöfnun Háskólans á Akureyri sé eitt merkasta framlagið til byggðamála hér á landi á undanförnum árum. Það er kannski of mikið sagt að fullyrða að þetta sé það eina gagnlega sem gert hefur verið en það er alveg Ijóst að ekkert átak hefur skilað þessu svæði eins miklu og háskól- inn." Sigurður segir að þó sé ekki rétt að gleyma öðrum hlutum sem þokist áfram en fari hægar. Hann nefnir Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri sem um dæmi um uppbyggingu af þeirri gerð. „FSA er mjög merk stofnun þar sem er unnið metnaðar- fullt starf þótt mönnum finnst stundum að meira hefði mátt gera og uppbyggingin þurft að vera hraðari. Vöxtur Fjórðungs- sjúkrahússins hefur verið jákvæður og jafn þótt utanaðkomandi aðilar hafi ekki alltaf orðið varir við það. FSA er mjög fjöl- mennur vinnustaður á mælikvarða at- vinnulífsins á Akureyri með hátt í fimm hundruð stöðuheimildir og veitir mjög fjölþætta og góða heilbrigðisþjónustu." Sigurður segir að þótt íbúafjölgunin hefði vissulega mátt vera meiri þá hafi bærinn vaxið mikið á þessum tíma. „Ef við mið- um við það flatarmál sem hann stendur á og rúmmetrafjölda húsnæðis þá hefur Ak- ureyrarkaupstaður nær tvöfaldast að stærð á undanförnum þremur áratugum." Hugarfarið þarf að breytast Þótt Sigurður sé hættur störfum í bæjar- stjórn fylgist hann vel með bæjarmálunum og ber metnað í brjósti fyrir framförum Akureyrar. „í mínum huga er alveg Ijóst mikilvægi þess fyrir íslenskt þjóðfélag að til sé öflug þéttbýlismyndun annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu. Ak- ureyri og Eyjafjarðarsvæðið skera sig nokkuð úr með þá aðstöðu og möguleika sem þar eru til staðar. En til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf íbúaþróunin að verða umfram landsmeðaltal. Eg tel að í raun og veru séu til miklu öflugri tæki og tól til að gera þetta að veru- leika en menn hafa treyst sér til þess að beita fram til þessa. Erfitt er að ná fram þeirri hug- arfarsbreytingu sem þarf. Þau sjónarmið að ekki megi gera neitt fyrir einn landshluta án þess að gera eitthvað fyrir alla eru enn of ríkjandi. Á meðan menn eru fastir í þessu hugar- fari eru ekki miklar líkur til þess að árang- ur náist." „Hér voru um fimm hundruð manns atvinnulaus á árunum 1992 til 1994. Þetta leiddi eðlilega til neikvæðrar umræðu heima fyrir og hafði að mín- um dómi mjög slæm áhrif vegna þess að menn töluðu kjarkinn hver úr öðrum." 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.