Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 22
Rangarþing eystra Við eigum að líta niður í jörðina Ólafur Eggertsson, bóndi og oddviti á Þorvaldseyri, segir að heppnist ræktun próteinbætts byggs til lyfjagerðar geti það skipt sköpum fyrir bændur og sveitarfélög í Rangárþingi og víðar á Suður- landi. Ólafur viö sáningarstörf 6. mars á þessu ári. Vegna einstaklega góðrar tfðar var unnt að sá korni í ófrosna jörð á þessum tíma sem er trúiega einsdæmi hér á landi. Austurhluti Rangárþings hefur löngum ver- ið talinn eitt af bestu landbúnaðarhéruð- um landsins frá náttúrunnar hendi. í forn- sögunum er greint frá blómlegri byggð og búskap á söguöld og tæpast er á íslenskri tungu að finna kröftugri lýsingu á um- hverfi og landsháttum en í Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar. Þótt kvæði lista- skáldsins sé mótað af Ijóma fjarlægrar for- tíðar og einnig rómantískri þjóðernis- hyggju bregður þar fyrir mörgum minnum um gnægð og gjöfulleika þessara byggða þar sem landbúnaður hefur verið aðalat- vinnuvegur íbúa frá upphafi og er enn. Á undanförnum árum hefur blikur borið á loft yfir landbúnaðinn. Breytingar hafa átt sér stað og breytinga er enn að vænta sem óvíst er hvaða áhrif munu hafa. Bleikum ökrum ber fyrir í sögualdarlýsingum Jónas- ar í Gunnarshólma og kornrækt hefur nú verið stunduð samfellt um meira en hálfr- ar aldar skeið í Rangárþingi eystra. Hún hófst með tilraunastarfi Klemensar Krist- jánssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð nokkru fyrir miðja síðustu öld og kornrækt hefur verið stunduð á hverju ári á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum frá því 1960. Tíðindamaður heimsótti Ólaf Eggertsson, bónda á Þorvaldseyri og oddvita Rangár- þings eystra, á dögunum og ræddi meðal annars við hann um þá möguleika sem felast kunna í kornræktinni fyrir bændur og byggðir. Verðum að nýta landkostina Ólafur segir að í Rangárþingi eystra sé að finna mörg landssvæði sem henti vel til ræktunar. Vorkom- an sé allt að mánuði fyrr á ferð en í flestum öðrum byggðum sem auki mjög alla ræktunar- möguleika. Hann segir að framtíð byggðarinnar muni standa og falla með nýtingu þeirra góðu landkosta sem fyrir hendi eru. „Á Austurlandi er nú hafin mikil upp- bygging atvinnulífs í tengslum við stóriðju. Þar nýta menn þá kosti sem landsvæðið hefur upp á að bjóða, þar má nefna auk stóriðjunnar, skógrækt og fiskeldi í fjörð- unum. Á sama hátt verðum við Sunnlend- ingar að líta á hvaða kosti við höfum í okkar landshluta. Við höfum ekki aðstæð- ur til þess að byggja hafnir sem takmarkar alla möguleika á atvinnustarfsemi sem tengist siglingum og sjávarútvegi. Við höf- um á hinn bóginn þessar víðáttumiklu sléttur og því segi ég að við eigum að líta ofan í jörðina og athuga hvaða möguleika hún getur gefið okkur. Ég veit að þeir sem hafa kannað það hafa komist að því að hún býr yfir ýmsu." Stundum þarf vart meira en að „snúa henni við" til þess að sjá möguleikana að sögn Ólafs. „Jarðvegur er víða með þeim hætti að tæpast er stein að finna. Því er hægt að plægja heilu víðlendurnar án nokkurrar fyrirstöðu. Þetta er stórkostlegt ræktunarsvæði og við verðum að koma að minnsta kosti hluta af þessu landi í not og fá af því einhver verðmæti sem sveitarfé- lögin á Suðurlandi og íbúar þeirra geta byggt framtíð sína á. Hér er fyrir talsvert öflugur kúabúskapur en sauðfjárbúskapur hefur allta tíð verið öflugri í öðrum lands- hlutum." Ólafur segir kúabúskapinn fara vaxandi. „Það er stöðugt að flytjast meiri framleiðsluréttur inn á þetta svæði og það er ekki óeðlilegt í Ijósi þeirra landkosta sem héraðið býður upp á. Það ætti að vera ódýr- ara að stunda framleiðslu hér þar sem landrýmið er yfirleitt nóg. Við búum á sléttu landi að mestu þar sem mikið auðveldara er að fást við alla ræktun. Vegna landkostanna verða atvinnuvegir sem byggja á ræktun hagkvæmari en annars." „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bændur geti ræktað nægjanlegt korn fyrir verksmiðju sem myndi vinna lyf úr próteininu." 22 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.