Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 25
Litið um öxl Hugarfarið þarf að breytast Sigurður J. Sigurðsson, deildarstjóri fjármáladeildar Norðurorku, sat í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar um 28 ára skeið, frá árinu 1974 til ársins 2002, þegar hann kaus að láta af sveitarstjórnarstörfum. Sigurður rifjaði upp þetta tímabil í lífi sínu og sögu bæjarins með tíðindamanni eitt síðdegi í sumar. í upphafi barst talið að tildrögum þess að hann að fór að hafa afskipti af sveitar- stjórnarmálum og gaf kost á þér til setu í bæjarstjórn. „Ég fékk snemma áhuga á stjórnmálum, var aðeins 18 ára gamall þegar ég fór að móta mér skoðanir og starfa með ungum Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Ég fór að mæta á fundi og vinna að ýmsum verkefnum á borð við undir- búning kosninga. Á þeim tíma hafði ég ekki tekið stefnu á setu í bæjarstjórn held- ur fyrst og fremst að vera með í félagslíf- inu og taka þátt í hinni pólitísku umræðu. Við undirbúning bæjarstjórnarkosning- anna á Akureyri vorið 1974 töldu sjálf- stæðismenn nauðsynlegt að fulltrúi yngri kynslóðarinnar yrði á framboðslistanum ásamt þeim sem þá voru með reynslu í bæjarmálunum. Það æxlaðist þannig að ég tók þetta hlutverk að mér og settist í þriðja sæti framboðslistans á eftir tveimur valinkunnum mönnum, þeim Gísla Jóns- syni, menntaskólakennara og fræðimanni, og Sigurði Hannessyni byggingameistara en Jón G. Sólnes, sem leitt hafði framboð sjálfstæðismanna, ákvað að fara niður í fjórða sætið til þess að vinna það upp." Gefandi tími Sigurður kveðst eiga góðar minningar frá þessum árum. Þarna hafi heiðursfólk verið að störfum frá öllum flokkum og þetta hafi verið mjög gefandi tími fyrir sig, lang- yngstan þeirra sem störfuðu að bæjarmál- unum. „Ég lærði mikið af samstarfsmönn- um mínum og þá ekkert síður þeim sem störfuðu fyrir aðra stjórnmálaflokka en af sam- herjunum. Meirihlutar í sveit- arstjórnum myndast í allar áttir og ekki eftir neinum lögmál- um. Menn eru því stundum samherjar og stundum and- stæðingar eftir því hvernig kaupin gerist að loknum kosningum hverju sinni. Því er mikilvægt að fólk læri að vinna saman og treysta hvert öðru, burtséð frá því fyrir Sigurður ]. Sigurösson, fyrrverandi forseti bæjar- stjórnar Akureyrarkaupstaðar. hvaða stjórnmálaflokka það starfar þegar um störf að sveitarstjórnarmálum er að ræða. Þótt skoðanir geti verið skiptar þá er hreinskiptni mikilvægust íþessum málum sem og öllum öðrum." Tæknilegri umræða Sigurður segir að hin pólitíska umræða um sveitarstjórnarmál hafi verið með öðr- um hætti á þessum árum en hún er í dag. „Verkefni sveitarfélaganna eru orðin mun „Þau sjónarmið höfðu verið ríkjandi á Akureyri að engan jarðhita væri að finna á Eyjafjarðarsvæðinu og að bærinn yrði hitaður upp með rafmagni til framtíðar." víðtækari en þau voru og margvísleg mál hafa verið færð úr höndum sveitarstjórnar- manna til embættismanna og starfsmanna sveitarfélaganna. Aðferðir við afgreiðslu mála hafa einnig breyst. Áður fyrir voru ekki alltaf fyrirfram tilbúnar leikreglur til að fara eftir heldur reyndu sveitarstjórnar- menn að mynda sér skoðanir á málum og afgreiða þau eftir þeim. Sem dæmi um það má nefna að í dag á fólk rétt til ákveðinnar þjónustu ef efnahagur þess og aðstæður eru með þeim hætti að hennar er þörf. Um slík mál giltu ekki eins ná- kvæmar reglur áður og því þurfti oft að vega og meta aðstæður þess fólks sem leitaði til sveitarfélagsins og fá tilfinningu fyrir nauðsyn viðkomandi fremur en að hver og einn væri látinn leggja fram upp- lýsingar um tekjur og gjöld. Þessar breyt- ingar eru þó mjög jákvæðar því höfuð- atriðið er að mismuna ekki fólki þegar um persónulega aðstoð er að ræða." Allt önnur Akureyri Sigurður segir margt fleira en stjórnsýsluna hafa tekið breytingum á nær þremur ára- tugum og ekki fjarri lagi að allt önnur Akureyri blasi við en þegar hann hafi sest í stól bæjarfulltrúa. „Verslunarhættir voru mjög sérstakir. Kaupfélag Eyfirðinga réði markaðnum í nánast öllum greinum versl- unarinnar og frjálsræði í viðskiptum var mjög takmarkað. Nokkuð sjálfgefið var að þegar lóðum var úthlutað fyrir verslunar- starfsemi fengi kaupfélagið þær til þess að setja niður útibú fyrir matvöruverslanir. Skömmu eftir að ég kom að bæjarmálun- um tóku ungir athafnamenn sig saman og fengu úthlutað lóð er fékk nafnið Kaup- angur og þar var síðan hafin fjölþætt verslunar- og þjón- ustustarfsemi. Talsverður styr stóð um þessa lóðarúthlutun á sínum tíma en með henni má segja að þau umskipti hefjist sem orðið hafa í versluninni í bænum. Á þessum árum var afgreiðslutími verslana einnig takmarkaður og þær vörur, sem voru seldar utan hefð- bundins verslunartíma, voru háðar mikl- um takmörkunum um úrval og einnig af- ----- 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.