Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 6
Haf namál Flutningastarfsemi verður að keppa á jöfnum forsendum Árni Þór Sigurðsson segir að flutningsgeta þjóðveganna sé að springa. Samfélagslegur ávinningur sé af auknum sjóflutningum en þeir verði að keppa við landflutningana á jöfnum forsendum. Ný hafnalög voru samþykkt á Alþingi á liðnu vori. Lögin eru meðal annars byggð á vinnu starfshóps sem samgönguráðherra kom á fót til þess að endurskoða laga- ramma hafnanna. Hafnasamband sveitar- félaga átti að nokkru leyti frumkvæði að þessari endurskoðun og átti fulltrúa í starfshópi ráðherra. Hafnalögin voru kynnt forsvarsmönnum hafna og sveitarstjórnar- mönnum á liðnu sumri en þau fela í sér ýmsar nýjungar. Sveitarstjórnarmál fengu Árna Þór Sigurðsson, formann Hafnasam- bands sveitarfélaga og formann stjórnar Reykjavíkurhafnar, til þess að ræða starfs- umhverfi hafna í Ijósi laganna og að- stæðna í flutningamálum hér á landi. Tilfærsla í sjávarútvegi skapar erfiðleika - Voru eldri hafnalög orðin útrelt? „Ég held að full þörf hafi verið á því að endurskoða starfsumhverfi hafnanna vegna þess að rekstur margra þeirra hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Breytingar í sjávarútvegi hafa kallað á breyttan starfsramma þar sem eignarhald á fiskveiðiheimildum flysttil í mun ríkari mæli en áður var. Fiskveiðarnar eru ekki jafn bundnar við heimahafnir og þær voru en kröfur á hendur höfnunum um að vera tilbúnar að veita nauðsynlega þjónustu fara stöðugt vaxandi. Hafnir hafa lent í þeirri stöðu að ráðast f ákveðnar fram- kvæmdir og umbætur til þess að mæta þörfum útvegsins en þessi sami útvegur síðan verið horfinn á braut þegar endur- bæturnar eru tilbúnar. Því varð ekki kom- ist undan að taka með einhverjum hætti á þessu máli og nýju hafnalögin eru hluti af því." Árni Þór segir að hafnalögin leysi þó ekki all- an vanda hafnanna og að staða þeirra sé mjög mismun- andi. Rekstur sumra hafna hafi gengið þokkalega á meðan aðrar hafi átt í erfiðleikum. Þessi vandi tengist þó ekki endilega stærð þeirra því margar minni hafnanna hafa spjarað sig þokkalega á Arni Þór Sigurðsson, formaður Hafnasambands sveitarfélaga. meðan erfiðara hafi reynst að reka ýmsar stærri hafnir. Lífæðar atvinnulífs - Hver er meginhugsunin í nýju hafnalög- unum? „Hugsunin í nýju hafnalögunum er einkum sú að þær hafnir sem eru burðugri standi meira á eigin fótum en þær hafa „Vöruflutningar á landi eru alls ekki að greiða þann kostnað vegna endurbótaþarfar á vegakerf- inu sem þeir valda." gert og fjármunir til reksturs þeirra og við- halds komi frá notendum þeirra á meðan fremur verði stutt við litlar hafnir, einkum þar sem viðkomandi byggðarlög eru mjög háð hafnarstarfsemi. Hafnir eru víða eins- konar lífæðar byggðanna og þeirrar starf- semi sem þar fer fram. Þær verða að geta tekið á móti bátum sem leita þangað með afla og það þarf að vera hægt að vinna hann á viðkomandi stöðum þegar hann kemur á land. Á sumum stöðum er engin aðstaða til atvinnulífs án hafnaraðstöðu en hafnarstarfsemin aftur á móti ekki nægi- lega mikil eða arðgefandi til þess að standa undir nauðsynlegu starfi og endur- bótum á hafnarmannvirkjum. Að mínu mati er alls ekki óeðlilegt, nema síður sé, að ríkið komi að rekstri hafna í slíkum tiI- vikum." Árni Þór segir talsverðan mun á aðstöðu hafna eftir því hvort um hreinar fiskihafnir sé að ræða eða hvort þær þjóni vöruflutningum. Hann segir vöruhöfnum hafa fækkað og vöruflutningar hafi færst yfir á þjóðvegina. Rekstrarumhverfið hafi því ekkert síður breyst af þeim sökum en með auknum tilflutningi aflaheimilda og vinnslustöðva í sjávarútvegi. Óhagkvæmur kostur - Er þjóðvegavæðingin í flutningastarfsem- inni eins jákvæð og stundum er haldið fram? „Ég er þeirrar skoðunar að þessi þróun sé ekki að öllu leyti jákvæð. Ef við horfum á samgöngumálin í heild sinni þá held ég að ekki sé jákvætt að færa alla þunga- flutningana yfir á vegakerfið. Það krefst mikils viðhalds á vegunum, eykur slysa- hættu og veldur mengun. Samfélagslega séð getur því ekki verið um jákvæða þró- un að ræða og menn eiga að reyna að spyrna við fótum eftir því sem það er unnt. Við getum hins vegar ekki horft framhjá því að við búum á eyju sem þýðir að lengri tíma tekur að koma vör- ________ um á áfangastað með því að flytja þær sjóleiðina og það þarf einnig að horfa á þann þátt málsins. Á hinn bóginn má líta svo á að margar vörutegundir eru þess eðlis að þær eru ekki háðar ákveðnum tíma. Ég get nefnt 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.