Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 32
Fjarðabyggð Sjóbúð við Eskifjörð. Að baki sést yfir til Hóimaness handan fjarðarins. Hugmyndir eru um að flytja Cömlu Búð á lóð sjóbúðarinnar. Við það myndi verða til sérstakt sjóminjasvæði á Eskifirði. Frá byssukjöftum til friðsæls fuglalífs Eitt af sérkennum Fjarðabyggðar eru söfnin sem starfrækt eru í sveitarfélaginu. Þar ríkir fjölbreytni. Allt frá byssukjöftum til friðsæls fuglalífs. Mörg sveitarfélög standa fyrir eða styðja við menningarlíf af ýmsum toga. Upp- bygging og starfsemi safna er þar ekki undan skilin. Oft er reynt að tengja starf- semi slíkra menningarsetra viðkomandi byggðum og sögu þeirra þótt frásagnir sýninga sem settar eru upp spanni oft víð- tækari svið. Starfsemi safnanna miðast bæði við að varðveita ákveðinn fróðleik en ekki síður að miðla honum og veita íbúum og gestum viðkomandi svæða þjónustu sína. Fimm eftirtektarverð söfn eru starfrækt f Fjarðabyggð, hvert á sínu sviði, og eru þau í öllum þremur þéttbýlis- kjörnum sveitarfélagsins. Bílar, braggar og byssukjaftar Á myndarlegu sýningarsvæði skammt ofan byggðarinnar í Reyðarfirði hefur Stríðsminjasafni íslands verið komið fyrir. Safnið býr að margvíslegum hlutum sem látnir eru segja sögu hernámsáranna hér á landi. í safninu má líta herbíla eins og hermennirnir óku um á en einnig hluti á borð við byssur og annað er til her- mennsku heyrir. Komið hefur verið upp vistarverum eins og þeim sem hýstu her- menn á þessum tíma og innréttingar her- mannaskála notaðar til að sýna aðbúnað þeirra. Einnig er leitast við að segja sögu María Hraunfjörð, starfsmaður Stríðsminjasafnsins, hefur hér stillt sér upp með myndarlegum „dáta". samskipta hermanna við landsmenn og rekja þá menningarstrauma sem hersetan bar til afskekkts eylands og þá athygli sem íslenskar konur nutu af hálfu hermann- anna og varð stundum tilefni afbýðisemi og deilna. Uppsetning sýningarsvæða safnsins er vönduð og tekur mið af því að segja sögur þessarar fortíðar ekkert síður en veita upplýsingar um þær minjar sem hernámið skildi eftir. Safnið er langt frá því að vera einskorðað við Reyðarfjörð eða Austurland. Mikið fremur er leitast við að gefa heildarmynd af hernáminu og þeim áhrifum sem það hafði á mannlíf hér á landi eins og raunar nafn þess bendir til. Lifandi lýsing Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði er eft- irtektarvert fyrir margra hluta sakir. Vart er hægt að hugsa sér ákjósanlegri umgjörð fyrir safn er varðveitir sögu sjóferða og sjómennsku frá íslandsströndum en bæjar- mynd Eskifjarðar. í raun og sannleika má segja að hin gróna byggð í Eskifirði feli sjálf í sér þessa sögu svo samofin sem hún er sjósókninni. Eskifirðingar hafa valið 32 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.