Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 9
Rifshöfn. Hafnir eru víöa einskonar Iffæöar byggöanna og þeirrar starfsemi Starfsemi hafna getur veriö mjög fjölbreytt. Skipakomur eins og sú sem sést á sem þar fer fram. þessari mynd frá sumrinu 2002 á Akureyri hafa oröiö tíöari hin síðari ár. Mynd: Áskell Þórisson. þess að það valdi umtalsverðu sliti á þjóð- vegunum, aukinni slysahættu og vaxandi mengun. Að mínu mati eru aðrir samfé- lagslegir hagsmunir en vöruverðsþátturinn mjög ríkir í þessu sambandi og því nauð- synlegt að huga að öðrum leiðum en nið- urgreiddum landflutningum til þess að jafna vöruverð." Gjaldtökuákvæðin of þröng - Hvernig koma nýju hafnalögin út að þessu leyti? „Ég fæ ekki séð að nýju hafnalögin taki á þessu og það er viss galli á þeim sem við hjá Hafnasambandinu höfum gagn- rýnt. Þótt við höfum átt þátt í að vinna þetta lagafrumvarp þá tók það ýmsum breytingum bæði í samgönguráðuneytinu og á Alþingi. Ákvæði laganna um gjald- töku hafna eru mjög þröng og þær hafa lítið svigrúm til að keppa við landflutning- ana að því leyti." Samvinna hafnanna á höfuðborgarsvæðinu - Hvernig er staða Reykjavíkurhafnar og hver er sérstaða hennar á meðal annarra hafna? „Reykjavíkurhöfn hefur mikla sérstöðu. Hún hefur ver- ið rekin fyrir sjálfsaflafé allt frá því hún tók fyrst til starfa árið 1917. Það er ekki óeðlilegt þar sem stærstur hluti inn- og útflutnings landsmanna hefur farið um höfnina frá fyrstu tíð. Þetta mynstur er þó aðeins að breytast vegna þess að vöruflutningarnir fara í auknu mæli um fleiri hafnir. En við meg- um ekki gleyma því að á svæðinu um- hverfis höfuðborgina búa um 60% þjóðar- innar og ef við teygjum okkur í Borgar- fjörð og austur á Árborgarsvæðið þá erum við komin með allt að 75% þjóðarinnar á þjónustusvæði sem er í um 30 til 50 kíló- metra aksturleið frá Reykjavíkurhöfn. Því er ekki óeðlilegt að vörur berist þangað og sé dreift þaðan á þetta fjölmenna svæði." Árni Þór segir að þrátt fyrir þessar aðstæð- ur geti Reykjavíkurhöfn tekið breytingum. „Á síðasta ári var staðfest skipulag fyrir allt höfuðborgarsvæðið þar sem meðal annars er fjallað um hafnamálin og hvatt til þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi nánari samvinnu með sér á sviði hafnamála og að reynt verði að koma upp ríkari verkaskiptingu en verið hefur. Ég tel að í því liggi ákveðin sóknarfæri fyrir hafnirnar til þess að dafna. Þrátt fyrir gjaldskrármálin, sem ég nefndi áðan, þá er vissulega verið að innleiða ákveðin samkeppnissjónarmið með nýju hafnalög- unum. En í því sambandi megum við ekki gleyma því að á íslandi er lítið samfélag og því er oft hætt við að aukin samkeppni verði að fákeppni." Árni Þór kveðst telja að samstarf og samvinna hafnanna á höfuðborgarsvæð- inu geti orðið árangursríkara en óheft og blind samkeppni hvort sem það verði á af- mörkuðum sviðum eða í stærra samhengi. „Þetta svæði er að þróast hratt til þess að verða eitt búsetusvæði, eitt atvinnusvæði og eitt þjónustusvæði. Margir skynja mörk sveitarfélaga óljóst eða gera sér ekki grein hvar þau liggja. Sveitarfélögin eru líka far- in að vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum. Má þar nefna rekstur slökkvi- liðs, almenningssamgangna og Sorpu svo dæmi séu tekin. Því má spyrja af hverju þessi samvinna getur ekki einnig náð til hafnamálanna. Ég álít að þarna séu mögu- leikar til sóknar án þess að ég vilji fullyrða um það á þessu stigi hvar þeir muni helst liggja." Tækifæri til þróunar og uppbyggingar - En er Hafnarsvæðið í Reykjavík ekki að taka miklum breytingum þar sem annarri starfsemi en hefðbundinni hafnarstarfsemi er ætlaður staður? „Reykjavíkurhöfn mun, ef að líkum læt- ur, taka miklum breytingum á næstu árum. Á sínum tíma var öll flutningastarf- semi flutt úr gömlu höfninni inn í Sunda- höfn. Nú eru að verða breytingar í gömlu höfninni þannig að miðborgarstarfsemi mun koma þar inn í auknu mæli, einkum í Austurhöfninni og á slippasvæðinu. Sjáv- arútvegsstarfsemin mun hins vegar byggj- ast upp í Vesturhöfninni. Breytingar af þessum toga eru að eiga sér stað víðs vegar um heiminn og Reykjavík mun ekki fara var- hluta af þeim. Höfnin á ekki að óttast slíkar breytingar heldur frekar að líta á þær sem tæki- færi til þróunar og uppbygging- ar. Höfnin hefur ávallt verið líf- æð borgarinnar og hún verður það áfram, þrátt fyrir breytt umhverfi." Hafnir hafa lent í þeirri stöðu að ráðast í ákveðnar framkvæmdir og umbætur til þess að mæta þörf- um útvegsins en þessi sami útvegur síðan verið horfinn á braut þegar endurbæturnar eru tilbúnar. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.