Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 24
Rangarþing eystra Hugarfarsbreyting með kornræktinni Þrátt fyrir vaxandi mjólkurframleiðslu þarf fleira að koma til að mati Ólafs. „Þegar Ijóst varð að unnt var að rækta korn með nokkuð góðum árangri, meðal annars fyrir tilstuðlan tilrauna Klemensar á Sámsstöð- um, varð smám saman ákveðin vakning um ræktunarmál á meðal bænda. Nokkrir bændur fóru að þreifa fyrir sér með korn- rækt strax eftir 1960. Þeirra á meðal var faðir minn sem fylgdist vel með störfum Klemensar. Hann lærði margt af honum og hér höfum við ræktað korn samfellt, á hverju ári frá 1960, og kornræktin farið vaxandi á síðustu árum." Ólafur segir að þroski kornsins hafi verið nokkuð breyti- legur á milli ára en ræktunin hafi aldrei mistekist í þau 43 ár sem korni hafi verið sáð á Þorvaldseyri. „Menn hafa öðlast mun meiri þekkingu á kornræktinni á þessu tímabili, bæði hvað varðar áburðar- notkun og sýrustig jarðar, sem víða er of hátt fyrir kornrækt en má bæta með kalk- dreifingu. Oft hefur komið mönnum á óvart þegar þeir endurrækta túnin fyrir kornrækt og fleira, hvað jarðvegurinn er góður." Framleiðsiustyrkir í Evrópu valda vanda Ólafur segir alla þekkingu og reynslu vera til staðar til þess að bændur geti stóraukið kornræktina. Ástæða þess að ekki er unnt að hefja kornrækt í stórum stíl er fyrst og fremst sú staðreynd að íslenskir korn- bændur eiga erfitt með að keppa við korn- bændur erlendis sem fá framleiðslustyrki. Því dugi kornbændum ekki sá árangur sem þeir hafa náð í ræktuninni hér til að þeir geti borið sig saman við bændur í ná- grannalöndunum, sem búa auk þess við betri ræktunarskilyrði. Þess vegna eigi bændur á íslandi í samkeppni við niður- greidda framleiðslu erlendis frá en fái að- eins 30 þúsund krónur í styrk á ári, nái sáningin tveimur hekturum lands. „Framleiðslustyrkirnir í Evrópu gera okkur kornbændum því ókleift að hefja framleiðslu á korni til sölu út fyrir okkar eigin býli. En miðað við notkun á eigin búum þá er kornræktin arðbær. Ég hef oft sagt að ef þetta styrkjakerfi væri ekki við lýði og við byggjum við sambærileg kjör og evrópskir bændur að þessu leyti þá gæti framleiðslan keppt við innflutta korn- ið, hvað varðar verð. Með því móti væri hægt að auka kornræktina verulega hér á landi. Það má segja að við íslendingar séum að skaffa bændum í nágrannalönd- unum atvinnutækifæri við að framleiða korn fyrir okkur og á meðan erum við með ónotað land." Próteinbætt bygg til lyfjagerðar „Það sem ég er að undirstrika með þess- um orðum er að við erum tilbúnir til þess að gera meira og fá fleira fólk til vinnu við kornræktina. Við höfum aflað okkur þekk- ingarinnar. Við höfum rannsóknir til þess að byggja á. Við eigum landið og mann- aflinn er fyrir hendi. Þess vegna er brýnt að finna ný verkefni og það tekst ef til vill með því að hefja ræktun á próteinbættu afbrigði af byggi sem unnt verður að nýta til lyfjagerðar. Rannsóknir á þessu lyfja- próteinbætta afbrigði eru komnar vel á veg hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins þar sem á annan tug manna vinnur stöðugt að verkefninu." Ólafur segir að ef þessi ræktun og framleiðsla verði að veru- leika geti skapast fjölmörg störf fyrir land- búnaðinn og skipt sköpum fyrir sveitarfé- lagið en ekki verði þó tekin nein stökk né allt byggt upp á einu ári. Fyrsta útiræktun- in á þessum nýju yrkjum fór fram í til- raunaskyni á liðnu sumri. Ákveðinn vandi er að fá nægjanlegt fjármagn til þessara rannsókna en allar áætlanir benda þó til þess að farið verði að rækta próteinbætta kornið í einhverjum mæli á næstu árum að sögn Ólafs. Enn muni þó líða nokkur ár þar til farið verður að framleiða þetta próteinbætta bygg í einhverjum mæli. Framtíöarsýn í bleikum ökrum Ólafur segir að með þessu móti muni gef- ast tækifæri til þess að framleiða korn sem gefi bændum mun hærra verð en hin hefðbundna fóðurkornframleiðsla gerir í dag. „Eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið mun vera það mikið svigrúm í þessu verkefni að það ætti að vera mjög áhugavert fyrir bændur að taka þátt í því. Þeir fylgist vel með þróunarstarfinu og ég hef þá trú að þeir verði tilbúnir til að hefj- ast handa þegar að kallið kemur. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bændur geti ræktað nægjanlegt korn fyrir verksmiðju sem myndi vinna lyf úr próteininu. Ef þessi starfsemi verður að veruleika, eins og flest bendir til, getur það þýtt grund- vallarbreytingu fyrir landbúnaðinn. Því getur framtíðarsýnin allt eins birst okkur íbúum í Rangarþingi eystra í bleikum ökrum eins og fortíðarsýnin birtist skáld- inu forðum." 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.