Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 8
Haf namál vörur á borð við olíu, timbur og annað efni til mannvirkjagerðar sem dæmi. Öðru máli gegnir um matvörur þar sem fólk vill hafa ferskar vörur í dagvöruverslunum hvar sem það býr á landinu. Slíkum vör- um þarf því að koma með skjótum hætti á milli staða og verður vart gert nema eftir þjóðvegakerfinu." Árni Þór telur að skýrari stefnu skorti og ef til vill aðra sýn en nú er uppi. Hann segir slíka stefnumörkun verða að koma frá stjórnsýslunni vegna þess að aðrir hafi ekki tök á þeim aðgerðum er til þurfi. Flutningagetan að springa - Er hafnalögunum beitt að einhverju leyti í þessa veru? „Það er erfitt að stýra þessu með lög- gjöf einni saman. Það verður að nota aðrar stýriaðferðir til að ná hagkvæmni í að flytja ákveðnar vörur á sjó fremur en eftir vegakerfinu. Þá á ég við að stýra samgöngum með að- ferðum á borð við þungaskatt vegna veg- flutninga á landi og gjöld sem lögð eru á vegna sjóflutninga." Árni Þór segir að mjög ítarleg umræða hafi farið fram innan Evrópusambandsins um þessi mál á und- anförnum árum. Þar hafi verið mótuð ein- örð stefna um að draga úr þungaflutning- um á þjóðvegum og færa þá yfir á sjóleið- irnar. „Undirrót þessarar stefnu er að flutn- ingageta þjóðveganna er á þrotum en einnig sú staðreynd að sjóflutningar eru mikið hagkvæmari út frá umhverfissjónar- miðum. Samfélagslegur ábati sjóflutning- anna er meiri og þess vegna hefur verið farið út í að stýra þessu í meiri mæli en áður. Ég tel að við eigum að horfa í þessa átt með auknum þunga í framtíðinni. Lög- gjöfin þarf að skapa ákveðinn ramma utan um flutningastarfsemina og gefa henni möguleika til þess að búa í haginn, til dæmis með því að gefa höfnunum kost á að takast á við samkeppnina við þjóðveg- ina á sanngjörnum forsendum." Keppni á jöfnum forsendum - Er von til að sátt náist um þær breytingar sem þú ert að ræða um? „Ég veit að þetta eru mjög viðkvæm mál vegna þess að þá komum við að þeirri spurningu hvort vilji sé til þess að flutningsaðilarnir greiði raunvirði fyrir þann kostnað sem þeir eru að valda sam- félaginu. Ef farið yrði út í breytingu af því tagi myndi kostnaður við flutninga á landi hækka verulega vegna þess að það þyrfti að hækka þungaskatt af flutningsfarartækj- um til að flutningamiðlunin greiddi fyrir not sín af þjóðvegakerfinu í samræmi við þann viðhaldskostnað sem hún skapar. Vöruflutningar á landi eru alls ekki að greiða þann kostnað vegna endurbótaþarf- ar á vegakerfinu sem þeir valda. Með þessu er ég að segja að landflutningarnir eru niðurgreiddir af almannafé. Þess vegna eiga sjóflutningarnir í erfiðleikum með að keppa við landflutningana. Við hjá Hafnasambandinu höfum oft bent á þessa staðreynd og reynt að skilgreina betur í hverju hin skakka samkeppnisstaða liggur. Ég geri mér fulla grein fyrir að skoðanir eru skiptar um þetta mál og deil- ur geta komið upp því auðvitað vilja menn stuðla að því að vöruverð sé sem jafnast og að fólk sem býr fjær höfuðborg- arsvæðinu þurfi ekki að bera sérstakan kostnað til þess að viðhalda þjóðvega- kerfinu." Geta togast á - Er hætta á togstreitu á milli byggðasjón- armiða og samkeppnissjónarmiða í þessu efni? „Sú hætta er vissulega fyrir hendi. Ef menn gefa sér það sem pólitískt markmið að viðhalda jöfnu vöruverði burtséð frá fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu er spurn- ing um hvort aðrar leiðir eru tiltækar en að jafna það í gegnum samgöngukerfið. Þá vakna spurningar um hvort hægt sé að stýra vöruverðinu með álagningu virðisauka- skatts eða einhverjum öðrum aðferðum. Mér finnst að menn verði að setjast yfir þetta dæmi og reikna það til enda. Að finna leiðir til þess að ná fram sem jöfnustu vöruverði um allt land án Úr Reykjavíkurhöfn. Árni Þór Sigurösson, formaður stjórnar Reykjavíkurhafnar, kveðst telja aö samstarf og samvinna hafnanna á höfuöborgarsvæöinu geti orðiö árangursríkara en óheft og blind samkeppni hvort sem það verði á afmörkuöum sviöum eöa f stærra samhengi. „Þrátt fyrir gjaldskrármálin er vissulega verið að innleiða ákveðin samkeppnissjónarmið með nýju hafnalögunum." 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.