Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 18
Evrópsk samvinna í byggðamálum Verkefninu lokið en starfið heldur áfram Ferðamálaþátturinn var að sögn Guðrúnar ekki settur upp eða hugsaður eingöngu fyrir fólk sem ætlaði sér að stofna og reka fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fremur hafi verið haft að leiðarljósi hvað þátttakendur gætu lært af ferðaþjónustunni, hvernig mögu- legt væri að skoða samfélagið með augum gestsins og hvernig væri hægt að gera samfélagið betra og skemmtilegra fyrir fólkið sjálft sem íbúa á svæðinu með því að nota hugmyndir úr ferðaþjónustunni. „Ég held að það hafi tekist," segir Guðrún. „í ferðamálaþættinum tókum við fyrir ýmsa þætti sem horfa til heilla, bæði fyrir fólkið sjálft sem íbúa og fyrir ferðaþjónust- una." Sem dæmi um beinan ávinning eða áhrif af verkefninu er Jónsmessuhátíð sem hópurinn vildi styðja við og styrkja til þess að tryggja að hún legðist ekki af. Ferða- þjónustan á Vatni hafði staðið fyrir jóns- messuhátíð, sem var framtak þess fyrirtæk- is en það gat ekki staðið undir til fram- búðar. Hátíðin hafði hins vegar vakið mikla ánægju meðal íbúa og eitt af því sem fólkið vildi gera, og notaði til þess tækifærið sem það fékk í náminu, var skipulagning og undirbúningur að því að halda þessari hátíð við. „Það kom upp sú stemmning að fólk ætlaði sér virkilega að gera eitthvað úr þessu."Til marks um þetta nefnir Guðrún að þátttakendur hafi, nú að náminu loknu, ákveðið að halda starfinu áfram, halda hópinn og nýta kraftinn sem í hópnum býr. „Fólk fór síðasta veturinn að hugsa um framhald, bæði persónulega og líka hvernig það sem hópur gæti haldið áfram að vinna saman. Mér finnst það vera eitt af því mest spennandi við þetta verkefni að fólk notaði það markvisst til að fara að gera eitthvað í málunum." Góð samfélagsleg áhrif „Ég held að það sem við getum lært af þessu verkefni er að svona vinnubrögð eða svona átak eins og þarna kom fram hafa góð samfélagsleg áhrif, auka fólki kjark og jafnframt hæfni þess í atvinnulíf- inu. Til dæmis held ég að fólk hafi tví- mælalaust haft mjög gott af tölvuþættin- um. Ég held að það væri þess virði fyrir sveitarfélög að leggja svona verkefnum lið og að leggja farskólum og símenntunar- miðstöðvum lið í því að byggja upp verk- efni eins og þetta, sem var til nokkuð langs tíma," segir Guðrún. Við útskriftina spurði hún nemendur sína að því hvað hún ætti að segja í erindi sínu á fundinum daginn eftir þar sem verkefnisstjórarnir og fleiri ætluðu að bera saman bækur sínar og hlutverk Guðrúnar var að lýsa áhrifum verkefnisins á samfélagið á Hofsósi. „Þá sagði ein og það er mér minnisstætt: Við urðum betri. Og þá sagði sú sem sat við hliðina á henni: Já, og við eignuðumst betri nágranna." Endurgreitt ef í Austurríki náði verkefnið til Lungau- héraðs, þar sem búa um 11 þúsund manns, og miðaði að eflingu ferðaþjón- ustu á svæðinu og þjálfun þeirra sem hana stunda. Monika Mobarak var annar fulltrúa austurríska hluta verkefnisins á fundin- Monika Mobarak, verkefnisstjóri LearnCom verkefnisins í Lungau-héraði í Austurríki. um á Sauðárkróki. Hún segir sveitarfélög eða svæðisbundin yfirvöld ekki hafa tek- ið beinan þátt í verkefninu þar og í raun hafi ekki verið sóst eftir því sérstaklega en verkefnið var unnið í samstarfi við ferðamálaráð svæðisins, sem aftur teng- ist sveitarstjórnunum. Guðrún er ekki í vafa um gagnsemi verkefnisins og telur það til eftirbreytni fyrir aðra. „Svona verkefni eykur mönnum þor og kjark og fær þá til að uppgötva hver hjá öðrum ákveðna styrkleika sem menn voru hættir að taka eftir í dagsins önn þannig að það má segja að þetta kveiki ekki bara í einstaklingunum heldur í samfélaginu. Þetta er mjög gott verkefni fyrir ímynd staða og til þess að gera íbú- ana virkari sem þjóðfélagsþegna og ábyrg- ari gagnvart samfélaginu og sjálfum sér. Ég held að það sé það sem við lærum helst af þessu." sólin klikkar! Fram kom í máli Moniku að árangur af verkefninu hafi verið mjög góður og nú þegar séu komin af stað verkefni í ferðaþjónustu samkvæmt hugmyndum sem urðu til innan hópsins. Ein af nýju hugmyndunum gengur út á að nýta það hve sólríkt er á svæðinu. Gistihús á svæðinu auglýsir nú að það ábyrgist sól- skin í ákveðinn lágmarkstíma á hverjum degi og endurgreiði gistinguna ef það klikkar! „Þetta hefur reynst mjög vel og auðvitað er alltaf hægt að halda því fram að sólin hafi skinið eldsnemma á morgnana áður en fólk vaknar. Hvaða ferðamaður nennir að vakna klukkan sex til þess að athuga það?" Monika kveðst almennt mjög ánægð með árangurinn í Lungau-héraði. „Eitt af markmiðum verkefnisins hjá okkur var að tengja betur saman hina smáu innan ferðaþjónustunnar þannig að samstarf þeirra í milli geti eflt starfsemina á svæð- inu og auðveldað þeim samskipti við stærri fyrirtæki í greininni. Það tókst mjög vel," segir Monika. Að hennar sögn hefur hópurinn haldið áfram að hittast og fólk vill gjarnan læra meira. Samvinna smárra fyrirtækja og einstak- linga við að selja gestum þjónustu hefur aukist og það hefur skilað árangri. „Við erum mjög stolt af verkefninu," segir Monika Mobarak. 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.