Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 10
Nýtt sveitarfélag á Austurland Frekari sameining fyrirhuguð Ný sveitarstjórn hefur verið kjörin fyrir sameinað sveitarfélag Búðahrepps og Stöðvarhrepps, Austur- byggð. Stefnt er að frekari sameiningu sveitarfélaga eystra. Kosið var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Búðahrepps og Stöðvarhrepps laugardaginn 20. september. Samhliða kosningunni fór fram kosning um nafn á nýja sveitarfélagið. Framsóknarflokkurinn sigraði Tveir listar voru í framboði, B-listi Fram- sóknarfélaga Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar- fjarðar, sem hlaut 288 atkvæði (69,4%) og fimm menn kjörna, og S-listi Samfylking- arinnar og óháðra, sem hlaut 127 atkvæði (30,6%) og tvo menn kjörna. Kjörsókn var 73,82% en alls greiddu 437 atkvæði af þeim 592 sem voru á kjörskrá. Nýja sveitarstjórn skipa, af B-lista: Guðmundur Þorgrímsson bifreiðarstjóri, Ævar Ármannsson húsasmíðameistari, Líneik Anna Sævarsdóttir líffræðingur, Jón- ína Guðrún Óskarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Margeir Margeirsson baadermað- ur, og af S-lista: Björgvin Valur Guð- mundsson leiðbeinandi og Óðinn Magna- son verkstjóri. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar var haldinn 2. október og var Guðmundur Þorgrímsson kjörinn oddviti sveitarstjórnar og Jónína Óskarsdóttir varaoddviti. Þá var samþykkt á fundinum að ganga til samn- inga við Stenþór Pétursson, fráfarandi sveitarstjóra Búðahrepps, um starf sveitarstjóra nýs sveitarfé- lags, að því er fram kemur á vefnum www.faskrudsfjord- ur.is. Guðmundur Þorgrímsson oddviti Austurbyggðar: „Það er alveg full samstaða um það innan sveitar- stjórnar að okkur ber að taka þátt í að búa til þetta Fjarðasvæði sem við teljum að verði að gerast." varð hlutskarpast, fékk 166 atkvæði. Næst kom nafnið BúÖa- og Stöövarhreppur, sem hlaut 147 atkvæði, þá Suðurfjaröabyggö, sem 52 völdu, en 40 manns völdu nafnið SjávarbyggÖ. Auðir og ógildir seðlar voru 24. Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða að sveitarfélagið skuli fá nafnið Austurbyggð og hefur fé- lagsmálaráðuneytið staðfest að svo skuli vera. um framhaldið. En er þessi sameining þá aðins eitt lítið skref á lengri braut þannig að mjög fljótlega verði frekari sameining á svæðinu? „Ég skal ekki segja hvort það er raun- hæft að tala um „mjög fljótlega" en það er alveg full samstaða um það innan sveitar- stjórnar að okkur ber að taka þátt í að búa til þetta Fjarðasvæði sem við teljum að verði að gerast. Þá er ég að tala um svæð- ið sem nær yfir núverandi Austurbyggð og Fjarðabyggð. Ég tel þessa sameiningu sem við náðum núna fram stórt skref í þessu ferli, ekki lítið skref, vegna þess að það markar þá stefnu að þetta svæði getur orð- ið ein heild," segir Guðmundur. Ekki stendur til, að sögn Guðmundar, að leita í suðurátt eftir frekari sameiningu að svo stöddu. „Það var farið í viðræður fyrir fjórum árum. Þá voru Fáskrúðsfjarð- arhreppur og Breiðdalshreppur með í þeim viðræðum en þá slitnaði á Breið- dalshreppi." Hann segir það ekki hafa verið spurningu um samgöngur, heldur sé þetta spurning um það hverjir eru við stjórnvölinn í viðræðunum og hvaða til- finningar þeir hafa til sameiningar. „En svo er það líka þannig, fyrir þá sem ekki þekkja, að Fjarðabyggð og Austurbyggð samanstanda nær einvörðungu af þorpum. Um leið og komið er yfir í Breiðdal er komin stór sveit með og það skýrir þetta líka." Dreifbýlið sunnanvert við Reyðar- fjörð tilheyrir Fáskrúðsfjarðarhreppi en f því sveitarfélagi búa innan við 60 manns. Guðmundur segir líklegt að Fáskrúðsfjarð- arhreppur komi inn í þá sameiningu sem horft er til nú, enda sé aðeins tímaspurs- mál um hvenær Jöfnunarsjóður ákveður að hætta að halda uppi þetta litlum sveitar félögum. „Ég tel þessa sameiningu sem við náðum núna fram stórt skref í þessu ferli, ekki lítið skref, vegna þess að það markar þá stefnu að þetta svæði get- Á vef Búðahrepps, www.faskrudsfjordur.is, er meðal annars að finna þessa mynd, sem sýnir stöðu fram- kvæmda við Fáskrúðsfjarðargöng eins og hún var 30. september. Mynd: Vegagerðin. ur orðið ein heild. Austurbyggð skal það heita Samhliða kosningu til nýrrar sveitarstjórn- ar fór fram kosning um nafn á nýja sveit- arfélagið. íbúum gafst kostur á að velja á milli fjögurra nafna. Nafnið Austurbyggð Ekki látið þar við sitja________ Guðmundur Þorgrímsson oddviti segir gott hljóð í mönnum eftir sameininguna og fulla samstöðu innan nýrrar sveitarstjórnar Þjónustukjarni á Reyðarfirði í pistli sem Guðmundur ritaði á vef Búða- hrepps, www.faskrudsfjordur.is. fyrir kosn- ingar til nýrrar sveitarstjórnar segir hann að til þess að samfélagið á svæðinu eigi sem raunhæfasta framtíð verði það að 10

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.