Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 36
Aðalfundir landshlutasamtaka sveitarfélaga Reglugerðadrög og lagafrumvörp verði kostnaðarmetin Tekjustofnar sveitarfélaga, félagsleg jöfnun til framhaldsnáms og jöfnun lífskjara í gegnum skattakerf- ið var á meðal þess sem fulltrúar á ársþingi SSNV ræddu og ályktuðu um. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ítreka að tryggja verði sveitarfélögum tekjur til þess að standa straum af kostnaði við þau auknu verkefni sem löggjafinn leggur þeim á herðar. Þetta kemur fram í ályktun ársþings samtakanna, sem haldið var á Skagaströnd 29. og 30. ágúst síðastliðinn. Samræmi á milli tekjuöflunar og útgjalda Þingið skoraði á þingmenn og stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga að beita sér fyrir leiðréttingu á misræmi á milli tekjuöflun- ar og útgjalda vegna aukinna verkefna sveitarfélaganna á undan- förnum árum. Þingið lagði til að öll drög að reglugerðum og lagafrumvörp verði kostnaðarmetin á undirbúningsstigi til þess að Fulltrúar og gestir á aöalfundi Samtaka sveitaríélaga á Noröurlandi vestra. ná fram upplýsingum um hvað af þeim muni hljótast fyrir rekstur sveitarfélaganna. Ársþingið lýsti ánægju með þá breytingu að gera fasteignamat að álagningarstofni fasteignaskatts þar sem um mikilsverða byggðaaðgerð sé að ræða og væntir þess að fleira fylgi á eftir. Þingið átaldi hins vegar þær undanþágur sem orku- veitur njóta frá fasteignagjöldum. í ályktun þingsins er að finna harða gagnrýni á breytingar er veitt hafi nánast öllum raf- og hita- veitum í landinu undanþágu frá greiðslu fasteignagjalda. Sú nið- urstaða sé í algjöru ósamræmi við tilgang frumvarps til laga um breytinu á orkulögum, sem var að gera starfandi raf- og hitaveit- um mögulegt að breyta um rekstrarform án áhrifa á skattalega stöðu þeirra. Ríkið annist tónlistarkennslu á framhaldsskólastigi Af öðrum málefnum sem ársþing SSNV ályktaði um má nefna tónlistarkennslu á framhaldsskólastigi. Þingið hvatti til að náð yrði samkomulagi hið fyrsta um að rfkið annist þessa kennslu. Óeðlilegt sé að sveitarfélögin standi undir kostnaði af henni vegna þess að framhaldsskólamenntun í landinu sé undir forsjá ríkisvaldsins en ekki sveitarfélaganna þótt þau hafi greitt kennslu- kostnað við tónlistarskóla óháð aldri og búsetu nemenda til þessa. Fjarnámið mikilvægt Ársþing SSNV skoraði einnig á menntamálaráðherra og ríkisstjórn að efla möguleika fólks til aðgangs að fjarskipta- og upplýsinga- tækni í þágu framhalds- og háskólamenntunar með markvissri þátttöku í uppbyggingu og rekstri fjar- kennslustöðva á landsbyggðinni. I ályktun fundarins segir að fjarnám sé mikilvægur valkostur á sviði framhalds- og háskóla- menntunar og einnig á sviði endur- og sí- menntunar og kostnaður við það því eðli- legur hluti reksturs þessara skólastiga. Bent er á að fjarnámið sé sérstaklega mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar og geri þeim kleift að Ijúka námi óháð námsframboði í heimabyggð eða félagslegri stöðu þeirra. Einnig er bent á að þótt ekki sé um lög- skyld verkefni sveitarfélaga að ræða hafi þau engu að síður haft forgöngu um fjar- nám og fjármagnað verkefnið að stærstum hluta og þannig skapað möguleika á hinu mikilvæga fjarnámi. Aðalfundur SSNV benti á mikilvægi þess að ríkið taki með mark- vissum hætti þátt í uppbyggingu og rekstri fjarkennslustöðva svo að tryggja megi eflingu fjarnáms í heima- byggð auk þess sem þingið lagði áherslu á að stjórnvöld kviki ekki frá þeirri stefnu að auka fjármuni til jöfnunar námskostnaðar á framhaldsskólastigi. Skattamál til jöfnunar lífskjara Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa barist fyrir því að skattamál verði notuð til jöfnunar lífskjara. Ársþingið á Skaga- strönd ítrekaði fyrri ályktanir samtakanna í því efni og tók einnig undir aðgerðaáætlun Byggðaáætlunar stjórnvalda 2002 til 2005 í því efni þar sem segir að ríkissjórnirt láti fara fram heildarathugun á mismunandi búsetuskilyröum fólks í landinu og að jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra opinberu aðgerða sem hafa það að markmiði að jafna búsetuskilyrði og lagðar verði fram tillögur um breytingar ef þurfa þykir. 36

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.