Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 15
erfiðast uppdráttar. Nú sýnist mér vera póli- tísk djörfung til þess að snúa af þeirri leið og einbeita sér að því að sækja fram á þeim stöðum sem eiga mesta möguleika á því að mynda mótvægi og vera sterkur valkostur við höfuðborgarsvæðið." Byggðamynstrið má ekki verða einsleitt „Ég tel mjög nauðsynlegt að þessi byggða- öxull, sem ég nefndi áðan, verði til. Það er mikilvægt að íslendingar, sem sækja sér menntun eða senda börnin sín til mennta, hafi úr einhverju að velja en'þurfi ekki að horfa f eina átt. Einnig að fólk þurfi ekki að horfa í eina átt ef það ætlar að ferðast til áhugaverðra menningar- og afþreyingarstaða. Mjög mikilvægt er að ísland verði ekki einsleitt í byggðamálum, annars vegar verði eitt þéttbýli og síðan dreifbýli allt þar fyrir utan." Sigmundur Ernir segir ferðamennsku koma til með að aukast verulega á næstu árum og það sé hreinlega ekki hægt að ferðast um landið nema þar sé kröftugt atvinnulíf og frumkvæði til staðar sem þjónusti ferðamenn eins og best verður á kosið. Við verðum að geta boðið fullkomna þjónustu á sviði ferðamála." „Leiöarstefið sem við höfum haft f starfi okkar er að vera ekki að reisa skýjaborgir heldur að byggja á þeim styrkleikum svæðisins sem eru fyrir hendi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. HUSAFRIÐUNARNEFND RÍKISINS auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, vegna endurbóta á friðuðum eða varðaveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnað- ar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlana- gerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til byggingar- sögulegra rannsókna, útgáfu þeirra og húsakannana. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. des- ember 2003 til Húsafriðunarnefndar ríkis- ins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða þóstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálgast eyðu- blöðin á heimasíðu Húsafriðunarnefndar, www.husafridun.is. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins eins og í Kaliforníu, að koma fólki hratt og vel til og úr vinnu. Þetta hefur skort í um- ræðuna hér á landi og óskir um samgöngu- bætur hafa oft verið afgreiddar sem eitthvert tuð og betl um brú og bryggju. Af þessum sökum heldur ríkisvaldið um einn lykilþátt- inn í þeirri uppbyggingu sem þarf að fara fram. Við verðum að losna við nöldurtóninn og leita þess í stað að því sem við getum gert af eigin rammleik en með nauðsynleg- um stuðningi ríkisvaldsins sem augljóslega heldur um ákaflega veigamikla þræði." Veigamiklir þræðir í höndum ríkisvaldsins Sigmundur Ernir ieggur áherslu á að þótt að menn horfi með hnykluðum brúnum á byggðaumræðuna eins og hún hefur verið hér á landi þá sé hún sjálfsagður þáttur í pólitík í nágrannalönd- um okkar. „í öðrum löndum Skandinavíu, í Mið-Evrópu og jafn- vel í Bandaríkjunum er horft á byggðmálin sem eitt helsta úr- lausnarefni stjórnmála og hagstjórnar á hverjum tíma vegna þess að allur efnahagsvöxtur byggist í auknum mæli á því að samfélög séu gagnvirk og allt komist hratt til skila. Þá skipta samgöngurnar miklu máli og því er það eitt helsta úrlausnarefni stórra hagkerfa, Hvoð eigo Foo Fighters & Leikskólinn Borónsborg someiginlegt? . nú ouðvitoð viðskipti viðExton hljóð 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.