Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 38
Aðalfundir landshlutasamtaka sveitarfélaga Nám í stjórnsýslu sveitarfélaga og tæknigreinum Gestir og fulltrúar á aðalfundi Eyþings, talið frá vinstri: Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri Ólafsfjarðarbæjar, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Skarphéðinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Siglufjarðarkaupstað. Myndina tók Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps. Eyþing leggur til að Háskólinn á Akureyri taki upp nám í stjórnsýslu sveitarfélaga og efli nám í tæknigreinum. í ályktun aÖalfundar Eyþings kemur fram áhugi á að stjórnsýslu sveitarfélaga verði gerð sérstök skil í námi við félagsvís- inda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og þannig verði stutt við stjórnsýslunám fyrir starfandi sveitarstjórnarmenn. Þegar sé fengin góð reynsla fyrir slíku stjórnun- arnámi í samstarfi við símenntun Rann- sóknastofnunar háskólans. Fundurinn lýsti ánægju með hversu vel hefur tekist til með það og hvetur til frekara starfs á þvf sviði. Aðalfundurinn beindi einnig þeirri áskorun til stjórnenda Háskólans á Akur- eyri að efla kennslu í tæknigreinum. í ályktun fundarins segir að sú reynsla, sem komin er af starfi Háskólans á Akureyri sýni að nemendur er lokið hafi námi það- an séu að öðru jöfnu líklegri til að setjast að á landsbyggðinni. Á þann hátt hafi starf skólans orðið dreifðum byggðum til fram- dráttar. Með eflingu tæknimenntunar við skólann væri enn frekari stoðum rennt undir farsæla byggðaþróun og aukið á fjölbreytni í hópi háskólamenntaðs fólks í dreifbýli. Matvælastofnun íslands verði á Akureyri Aðalfundur Eyþings telur góða aðstöðu fyrir höfuðstöðvar Matvælastofnunar (slands á Akureyri og að velja höfuðstöðvunum stað við Eyjafjörð. Aðalfundur Eyþings lýsti í ályktun ein- dregnum stuðningi við stjórnarfrumvarp um Matvælastofnun íslands, sem lagt var fram á Alþingi síðast á síðastliðnu vori. Eyþing styður þá ráðstöfun að sameina eftirlit ríkisins í eina stofnun en tekur jafn- framt undir þá gagnrýni sem áður hefur komið fram frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga og stjórn Eyþings á hugmyndir um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, þar með talið faglegt og fjárhags- legt óhagræði af aðgreiningu eftirlitsverk- efna heilbrigðisnefnda. I hróplegu ósamræmi við byggðastef nuna í ályktun aðalfundarins kemur fram að staðsetning aðalskrifstofu umræddrar stofnunar f Reykjavík sé í hróplegu ósam- ræmi við byggðastefnu ríkisstjórnarinnar og leggur fundurinn eindregið til að henni Hér rís rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri. verði valinn staður á Akureyri. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að Matvælastofnun hafi sex svæðisskrifstofur auk aðalskrif- stofu, sem valinn verði staður í Reykjavík. Aðalfundur Eyþings bendir á mikilvægi þeirrar starfsemi sem stofnunin á að hafa eftirlit með á Norður- og Austurlandi og nægi í því sambandi að nefna vaxandi fiskeldi, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki og nokkrar af stærstu afurðastöðvum land- búnaðarins. Þá er bent á það rannsókna- og þróun- arumhverfi sem þróast hefur í kringum Háskólann á Akureyri og væntanlegt rann- sóknahús. Þetta tvennt eigi sinn þátt f að skapa það faglega umhverfi sem slík stofn- un þurfi að búa við. Svæðisskrifstofa í Reykjavík geti síðan unnið þau verkefni sem bundin eru við eftirlit með innflutn- ingi, auk þess sem fjarvinnsla þekkingar- verkefna sé möguleg fyrir þá sérfræðinga sem ekki yrðu starfandi á Akureyri. 38

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.