Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Blaðsíða 35
Myndir af fyrirhuguðum byggingum í Skuggahverfi voru til sýnis í Bankastræti 5. svæði með byggingu um 250 glæsilegra íbúða á vegum 101 Skuggahverfis. Hið nýja hverfi miðast við byggingareit sem af- markast af Skúlagötu í norðri, Lindargötu í suðri og Frakkastíg í austri. Nýtt deiliskipulag opnar marga möguleika Byggingarnar í Skuggahverfinu eru þó að- eins eitt af því sem vinna á til uppbygg- ingar í miðborg Reykjavíkur. Nýtt deiliskipulag fyrir miðborgina, sem nú hefur verið samþykkt, leiðir af sér marg- víslega möguleika. Segja má að skortur á samþykktu deiliskipulagi hafi verið farinn að vaida hömlum í uppbyggingarstarfsemi og orðinn dragbítur á þróun miðborgar- innar. Á sýningu Aflvaka í Bankastræti 5 var stefnumótun um uppbyggingu kynnt sérstaklega og margvíslegir möguleikar sem nýja deiliskipulagið skapar á mörgum reitum miðborgarinnar. Sýnt var yfirlit um helstu framkvæmdasvæði og ýmsar hug- myndir um uppbyggingu á einstökum reit- um kynntar. Framkvæmdaaðilar kynntu þau verkefni sem ýmist eru hafin eða unn- ið að því að koma á framkvæmdastig og kynningarfundir voru haldnir í Bankastræti 5 síðdegis alla daga vikunnar sem kynn- ingin stóð yfir. Á einum þeirra funda fjall- aði Hjörleifur Stefánsson atkitekt um verndun, minjavörslu og uppbyggingu auk þess sem borgarfulltrúar og aðrir komu að kynningu mála. Stjörnubíó stóð og íbúðabyggingu þar sem gamla Austurbæjarbíó stendur nú. Andlit landsins og miðstöð menningar í kynningu frá Aflvaka segir meðal annars að sterk og lífvænleg höfuðborg sé íslandi nauðsynleg í heimi örra breytinga. Reykja- vík sé andlit landsins gangvart umheimin- um og miðstöð menningar, viðskipta, at- vinnulffs og stjórnsýslu auk þjónustu við alla landsmenn. Því þurfi hún að vera samkeppnisfær um fólk, fjármagn, þekk- ingu, fyrirtæki og menningu án þess að glata sérkennum sínum og sérstöðu. Fram kemur að nýjustu kannanir sýna og stað- festa að Reykjavík sé hagkvæmur valkost- ur á fjölmörgum sviðum atvinnuuppbygg- ingar, ekki sfst þar sem krafist er menntun- ar og sérþekkingar svo sem í upplýsiga- tækni og lyfjaiðnaði. Með kynningarstarfi Aflvaka og Hverfisráðs miðborgarinnar og sýningu í Bankastræti 5 í september hefur borgarbúum og öðrum verið kynntar margvíslegar hugmyndir um uppbyggingu miðborgar Reykjavíkur. Aðalfundir landshlutasamtakanna Turn og miðaldahótel Af ýmsum hugmyndum sem nú er unnið að varðandi uppbyggingu á miðborgar- svæðinu, auk íbúðanna í Skuggahverfinu, má nefna nýtt torg með 16 hæða turni á milli skrifstofubygginga við Borgartún, verkefni sem hefur fengið heitið Höfðatún. Einnig Landnámsskála og miðaldahótel við Aðalstræti þar sem talið er að fyrsti landnámsmaðurinn hafi reist sér ból. Þá má nefna miðborgaríbúðir, hótel og versl- unarhúsnæði við Laugaveg, stórhýsi við Austurstræti þar sem Hressingarskálinn stendur en gömlum húsum snúið og þau varðveitt, bílakjallara á lóðinni þar sem SSNV og Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra í eina sæng Ákveðið hefur verið að sameina Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra. Tillaga þessa efnis var samþykkt á ársþingi SSNV á Skagaströnd 29. og 30. ágúst sl. Ákveðið var að skipa fjögurra manna starfs- hóp, skipuðum einum fulltrúa frá hverju starfssvæði samtakanna, er vinni tillögur um framkvæmd sameiningarinnar að höfðu samráði við stjórnir SSNV og Atvinnuþróun- arfélagsins. Leggja á tillögur starfshópsins fyrir aukaþing SSNV er boðað verður til fyrir árslok 2003. Starfshópnum er einnig ætlað að vinna tillögu að skipuriti og skil- greina verkefni samtakanna eftir að af sameiningu hefur orðið, auk þess að endur- skoða lög og samþykktir SSNV í Ijósi þeirra breytinga sem verða á hlutverki þeirra að henni lokinni. ----- 35

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.