Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  263. tölublað  99. árgangur  NÆRANDI AÐ FÁ KRAFT FRÁ ÁHORFENDUM FYLGI FLOKKANNA NÚ SVIPAÐ OG FYRIR HRUN ÍSLAND HEFUR DREGIST AFTUR ÚR Í HANDBOLTANUM FRÉTTASKÝRING 18 UNGMENNALANDSLIÐIÐ ÍÞRÓTTIRPOLLAPÖNK FYRIR ALLA 40 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég er kannski ekki að tala um útsölu en eigum við ekki að segja að þau verði seld á niðursettu verði?“ segir Frank Michelsen úrsmiður, sem endurheimt hefur úrin verðmætu sem stolið var úr verslun hans í vopnuðu ráni 17. október sl. Lögreglan hef- ur lokið rannsókn á úrunum, sem Frank hyggst selja á lægra verði vegna útlitsgalla eftir meðferð ræningjanna. Alls voru 49 úr tekin en að auki skemmdust 12 verðmæt úr í ráninu. Upprunalegt tjón Franks nemur ríflega 60 milljónum kr., þ.e. á úrum og innanstokksmunum, en óvíst er hvað trygging og sala úranna dekka þar á móti. Þrír ræningjanna komust úr landi og hafa verið eftirlýstir af Interpol. Tveir þeirra voru hand- teknir í Póllandi í síðustu viku en var sleppt þar sem framsalssamningur milli Íslands og Póllands er ekki í gildi. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra hyggst breyta þessu með því að leggja fram frumvarp á næstunni. Einnig verður óskað eftir því við pólsku lögregluna að mennirnir verði handteknir og framseldir, verði það ekki gert verði farið fram á að réttað verði yfir þeim í Pól- landi. Fjórði Pólverjinn, sem átti að flytja ránsfenginn úr landi, hefur verið í varðhaldi og rennur það út á morgun. Að sögn Jóns H.B. Snorrasonar aðstoð- arlögreglustjóra verður óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. Frank Michelsen er afar sáttur við störf íslensku lögreglunnar en jafnsvekktur yfir því að tveimur ræningjanna hafi verið sleppt í Póllandi. »4 Endurheimti ránsfenginn Morgunblaðið/Júlíus Ránsfengurinn Frank Michelsen úrsmiður með úrin sem tekin voru úr versluninni í vopnuðu ráni. Nú stefnir í að tap á þessu fyrsta rekstrarári tón- listar- og ráð- stefnuhússins Hörpu verði tölu- vert minna en gert var ráð fyrir. Jákvæð rekstrar- niðurstaða veltur þó á að úrskurður í kærumáli vegna fasteignamats á húsinu falli Hörpu í vil. Gert var ráð fyrir að 249 milljóna króna tap yrði á rekstri Hörpu á þessu ári. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri rekstrar- og fast- eignafélaga Hörpu, bendir á að á þessu ári sé allur undirbúningskostn- aður vegna rekstursins færður til gjalda, en ekki til eignar eins og sums staðar hafi tíðkast. Á hinn bóginn hafi engar tekjur komið í kassann fyrr en í maí þegar húsið var opnað. Því hafi verið ljóst að töluvert tap yrði á rekstrinum en nú stefni í að það verði minna en áætlað var eða um 160 millj- ónir, jafnvel minna. Á næsta ári sé gert ráð fyrir hagnaði, þ.e. fyrir af- skriftir, skatta og fjármagnsliði, en um 7 milljóna króna tapi að teknu til- liti til þessara liða. Árið 2013 verði síðan um 20 milljóna hagnaður. Út um glerhjúpinn Þessi hóflegi hagnaður verður þó fljótur að fjúka út um gluggann ef Harpa tapar kærumáli gegn Þjóð- skrá vegna fasteignamats á húsinu. Í áætlunum Hörpu var gert ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu 160 milljónir á ári en miðað við úrskurð Þjóðskrár, sem metur húsið á 27,7 milljarða í samræmi við byggingarkostnað, yrðu gjöldin 290 milljónir. Kæra Hörpu byggist á því að miða eigi við notk- unarverðmæti. Höskuldur segir að sterk rök séu fyrir kærunni og ef Harpa beri sigur úr býtum, þá lækki þessi skattur. Sá skattur yrði greidd- ur af fasteignafélagi Hörpu. »14 Kærir fasteigna- matið  Rekstur Hörpu betri en áætlað var Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bandaríska fyrirtækið Ekso Bionics í Berke- ley afhendir fyrsta tæki sitt, Exoskeleton, hugsanlega „gengil“ á íslensku, í endurhæf- ingarstöð í Atlanta í Bandaríkjunum í næstu viku. Dreifing til fleiri endurhæfingarstöðva hefst síðan í desember og gert er ráð fyrir að byrjað verði að selja búnaðinn til ein- staklinga, sem eru í endurhæfingu undir handleiðslu sérfræðinga, um mitt næsta ár. Eyþór Bender, forstjóri Ekso Bionics, hef- ur kynnt búnaðinn víða í Bandaríkjunum að undanförnu auk þess sem hann hefur meðal annars staðið fyrir kynningum í London og München. Hann segir að tækinu hafi verið sérlega vel tekið enda ekki á hverjum degi sem fólk, sem vegna lömunar hefur verið bundið við hjólastól jafnvel í áratugi, geti allt í einu gengið. Búnaðurinn var fyrst kynntur fyrir um ári en hefur mikið verið endurbættur. Hann samanstendur af viðamiklum spelkum sem rafhlöður og fjórir mótorar knýja áfram, en hreyfingunum er stjórnað með litlum tölvum. Kristján Tómas Ragnarsson, yfirlæknir á Mount Sinai-spítalanum í New York, hefur fylgst vel með framgangi mála, en í gær var hann í Hvíta húsinu í þeim tilgangi að leggja fyrir bandarísk stjórnvöld 10 ára áætlun fyrir rannsóknir á sviði endurhæfingar eftir mænu- skemmdir. Hann bendir á að fólk sem sé lamað frá mitti eða ofar hafi ekki næga orku í griplimum og öxlum til þess að komast áfram í göngu- grind eða á hækjum að einhverju gagni. Með nýja búnaðinum flytjist orkuvinnslan að mestu leyti frá sjúklingum yfir í tækið. »6 Lamað fólk getur gengið á ný  Íslendingar í forsvari fyrir nýjum búnaði sem verður tekinn í notkun í Bandaríkjunum í næstu viku  Mikill áhugi á svokölluðum gengli Kynning Eyþór Bender á Ted-ráðstefnu. Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, til- kynnti í gærkvöldi að hann hygðist segja af sér eftir að þing landsins samþykkti efnahagslegar umbætur síðar í mán- uðinum. „Þingið er lamað og ríkisstjórnin hefur misst meirihluta sinn,“ sagði forsætisráðherrann eftir fund með Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu. Berlusconi kvaðst vilja að efnt yrði til þingkosninga sem fyrst en bætti við að það væri hlutverk forsetans að ákveða fram- haldið. Kosningar eða ný stjórn? Napolitano forseti hefur fjóra kosti í stöð- unni. Hann getur rofið þing og boðað til kosninga innan 70 daga, myndað bráða- birgðastjórn skipaða sérfræðingum, falið flokksbróður eða bandamanni Berlusconis að mynda nýja meirihlutastjórn eða beitt sér fyrir myndun þjóðstjórnar til að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum. »17 Berlusconi ætlar að segja af sér Silvio Berlusconi Staða A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur verið neikvæð síðustu tvö ár eða um 47 milljarða í lok seinasta árs. Fjár- málaeftirlitið telur að stjórn LSR hafi ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að bregð- ast við þessu. Fjármálaráðherra lagði í gær- kvöldi fram á Alþingi frumvarp um breyt- ingu á lögum um LSR sem veitir sjóðnum heimild til að hafa allt að 15% neikvæðan mun á milli eignarliða og framtíðarskuld- bindinga lífeyris líkt og gilt hefur til bráða- birgða hjá almennu lífeyrissjóðunum frá 2008. Í umsögn fjárlagaskrifstofu er þó bent á að þessi rýmri vikmörk tryggingafræðilegr- ar stöðu gildi einungis til bráðabirgða og að treysta þurfi stöðu A-deildar LSR að óbreyttu verði bráðabirgðaákvæðið um 15% mörkin ekki framlengt en það fellur úr gildi í lok þessa árs. omfr@mbl.is LSR fái svig- rúm vegna nei- kvæðrar stöðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.