Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bandaríska fyrirtækið Ekso Bio-
nics í Berkeley hefur að und-
anförnu kynnt nýjan búnað, sem
gerir lömuðum mögulegt að
ganga, en til stendur að hann fari
til valinna endurhæfingarstöðva
innan skamms. Búnaðurinn nefn-
ist exoskeleton eða Ekso robot,
hugsanlega gengill á íslensku.
Hann samanstendur af viðamikl-
um spelkum, sem rafhlöður og
fjórir mótorar knýja áfram, en að-
stoðarmaður stjórnar hreyfing-
unum með litlum tölvum. Eftir
nokkurra daga æfingu getur not-
andinn stjórnað genglinum sjálf-
ur. Búnaðurinn var fyrst kynntur
fyrir um ári en hefur verið end-
urbættur. Fyrsta tækið verður
tekið í notkun í næstu viku og síð-
an hefst dreifing til fleiri end-
urhæfingarstöðva í desember en
gert er ráð fyrir að búnaðurinn
verði fyrst seldur einstaklingum
um mitt næsta ár og verði þá öllu
meðfærilegri. Hann kostar nú 130
þúsund dollara eða um 15 millj-
ónir króna.
Eykur burðargetu
Eyþór Bender, forstjóri Ekso
Bionics, segir að þessi nýja tækni
sé bæði nýstárleg og spennandi.
Að undanförnu hafi hann farið
víða og kynnt búnaðinn, m.a. á
Ted-ráðstefnum, þar sem nýjar
hugmyndir og tækni séu kynnt,
spítölum og víðar, t.d. í London
og München. Fólk, sem ekki hafi
gengið um árabil vegna lömunar,
hafi notað búnaðinn á þessum
kynningum og þannig vakið at-
hygli á byltingunni.
Hugmyndin hefur verið útfærð
fyrir hermenn og starfsmenn í
þungaiðnaði. Eyþór segir að með
búnaðinum geti menn haldið á
tæplega 100 kg án vandræða en
hermenn eigi margir hverjir við
bakmeiðsl að stríða eftir að hafa
verið með um 50 kg reglulega á
bakinu. „Búnaðurinn getur aukið
framleiðni manna allt að fimm-
falt,“ segir Eyþór og bætir við að
hugsunin sé líka að koma í veg
fyrir bakmeiðsli. Um 40% banda-
rískra hermanna stríði við krónísk
bakmeiðsli vegna of mikils álags,
en búnaðurinn létti það.
Eyþór starfaði áður hjá Össuri
og var m.a. framkvæmdastjóri
Össur North America í fimm ár.
Þá kynntist hann núverandi sam-
starfsmönnum sínum í Berkeley
og segir að þegar hann hafi byrj-
að að vinna með þeim fyrir um
tveimur árum hafi þeir verið byrj-
aðir að þróa umræddan búnað.
Hann hafi sérstaklega verið
spenntur fyrir því sem sneri að
lömuðu fólki í ljósi þess að vinnan
hjá Össuri hafi m.a. hjálpað aflim-
uðum að ganga og hlaupa en samt
hafi vantað að fylgja því eftir til
fólks í hjólastólum. „Mér fannst
lausnin liggja í því sem þeir voru
að gera hérna í Berkeley og því
slóst ég í hópinn,“ segir hann.
Með honum í framkvæmdastjórn
fyrirtækisins eru m.a. tveir fyrr-
verandi íslenskir starfsmenn Öss-
urar, Karl Guðmundsson, sem er
yfir markaðsmálunum, og Kol-
beinn Björnsson, sem er yfir sölu-
málunum. Hjá fyrirtækinu starfa
60 manns og þar af sjö fyrrver-
andi starfsmenn Össurar.
Grensás í viðbragðsstöðu
Þrátt fyrir að búnaðurinn sé
tilbúinn í sölu til endurhæfing-
arstöðva segir Eyþór að ýmislegt
sé eftir. „Við erum í rauninni á
byrjunarreit,“ segir hann, en bæt-
ir við að fyrsti búnaðurinn verði
tekinn í gagnið á endurhæfing-
arstöð í Atlanta í Bandaríkjunum
eftir viku, miðvikudaginn 16. nóv-
ember. Síðan fari tækin á fleiri
endurhæfingarstöðvar í desem-
ber. Viðbrögðin hafi verið mjög
góð og búið sé að selja um 20 bún-
aði í fyrirframsölu, bæði í Banda-
ríkjunum og Evrópu. „Síðan
stefnum við að því að hefja sölu til
einstaklinga um mitt næsta ár,“
segir hann. Hann leggur áherslu
að aðeins verði tekið eitt skref í
einu, fá tæki afgreidd til að byrja
og fylgst vel með notkun þeirra
áður en farið verði út í fjöldafram-
leiðslu. „Öryggið er fyrir öllu,“
segir hann.
Stjórnendur endurhæfing-
arstöðva á Íslandi hafa fylgst með
gangi mála og sjúkraþjálfarar
Grensásdeildar Landspítalans
ætla að kynna sér búnaðinn í
byrjun næsta árs, að sögn Ey-
þórs.
Lamaðir ganga með gengli
Nýr búnaður kynntur víða og fyrsta tækið tekið í notkun í næstu viku
Íslendingar í sviðsljósinu og mikill áhugi á tækinu víða um heiminn
Ljósmynd/Vivian Woo
Kynning Eyþór Bender forstjóri, Robert Woo arkitekt og Kristján Tóm-
as Ragnarsson yfirlæknir á Mount-Sinai spítalanum fyrir helgi.
Gengill Búnaðurinn passar öllum.
Gengill
» Um 68 milljónir manna eru
bundnir við hjólastól og lítill
hluti þeirra er lamaður vegna
mænuskaða.
» Gengillinn er fyrst og
fremst hugsaður fyrir lamaða
en getur líka hentað fólki sem
þarf að „læra“ að ganga á ný.
» Gengillinn vegur um 25 kg
en notandinn finnur ekki fyrir
þyngdinni því búnaðurinn
heldur tækinu uppi.
» Bandaríska matvæla- og
lyfjastofnunin þarf að sam-
þykkja búnaðinn.
Kristján Tómas Ragnarsson, yfirlæknir á
Mount Sinai-spítalanum í New York í meira
en aldarfjórðung, hefur fylgst með fram-
gangi mála og vonast til þess að fá búnað
frá Ekso Bionics á endurhæfingarstöð spít-
alans um leið og yfirvöld gefa grænt ljós á
hann.
Kristján áréttar að nokkur ámóta tæki
séu í þróun og nefnir m.a. búnaðinn Re-
Walks frá Ísrael, búnað sem sé í mótun í
Vanderbilt-háskólanum í Nashville í Ten-
nessee og búnað japanska fyrirtækisins Cy-
perdyne, en stjórnun búnaðar sé mismun-
andi og göngulagið öðruvísi. „Tæknin í
heild lofar góðu á ýmsan hátt þó ekki sé
hægt að segja útkomuna fyrir,“ segir hann.
Mount Sinai-spítalinn er einn sá stærsti í
Bandaríkjunum. Kristján segir að búið sé að
tryggja um 25% fjármagns til þess að kaupa
búnaðinn. Enn vanti um 75 þúsund dollara
en ekki ætti að vera vandamál að afla
þeirra. „Mér líst vel á þetta,“ segir Kristján.
Hann segir að þegar fólk lamist af mænu-
skemmdum spyrji allir fyrst hvort það sé
möguleiki að þeir gangi aftur. Sé lömunin
algjör, frá mitti eða ofar, hafi gengið illa að
koma fólki á fætur, jafnvel með spelkum,
göngugrindum eða hækjum, því fólk hafi
hreinlega ekki næga orku í griplimum og
öxlum til þess að komast áfram að einhverju
gagni. Með þessum nýja búnaði, sem sé
rafknúinn og stjórnað af tölvu, flytjist orku-
vinnslan að mestu leyti frá sjúklingnum yfir
í tækið. Því standi vonir til þess að fólk hafi
meira úthald og geti farið víðar um. Áfram
þurfi fólk að hafa göngugrind eða hækjur
til þess að halda jafnvægi og hafa beri í
huga að tækið lækni ekki lömunina heldur
geri fólki mögulegt að ganga.
Nýtt líf
Búnaðurinn var kynntur á spítalanum
fyrir helgi. Kristján segir að margir við-
staddra hafi verið lamaður frá brjósti og
niður, aldrei séð annað eins og ekki getað
gengið árum saman. „Þetta var algjörlega
nýtt fyrir þá en allir tóku þessu mjög vel og
leist mjög vel á,“ segir Kristján.
Kynningin í New York vakti töluverða at-
hygli fjölmiðla og var m.a. fjallað um hana í
New York Times og Daily News auk þess
sem AP fréttaveitan greindi frá málinu. Í
samtali við Kanadamanninn og arkitektinn
Robert Woo kom m.a. fram að hann hefði
verið viss um að hann myndi aldrei ganga
framar eftir að hafa hryggbrotnað og lam-
ast 2007 í vinnuslysi við nýbyggingu Gold-
man Sachs á svæðinu þar sem tvíbura-
turnarnir voru. „Þetta var ótrúlegt,“ sagði
hann eftir að hafa gengið 300 skref á spít-
alanum. „Það var magnað að geta gengið á
eigin fótum, gengið eðlilega.“
Tæknin
lofar góðu
Gunnar Björnsson
Porto Carres, Grikklandi
Mjög góður sigur vannst á Make-
dóníu, 2,5-1,5, í sjöttu umferð EM
landsliða sem fram fór í gær. Ís-
lendingar voru stigalægri á öllum
borðum. Henrik Danielsen og
Hjörvar Steinn Grétarsson unnu
sínar skákir. Björn Þorfinnsson
gerði jafntefli en bróðir hans
Bragi tapaði. Helgi Ólafsson liðs-
stjóri hvíldi. Íslenska liðið hefur 6
stig og er í 24. sæti af 38 liðum.
Sveitin er efst norrænna sveita.
Andstæðingur Henriks tefldi til
vinnings, fórnaði peði og virtist
hafa vænlega stöðu. Henrik varð-
ist vel og innbyrti góðan og mjög
mikilvægan sigur, eftir 3 töp í 3
skákum. Hjörvar Steinn Grét-
arsson hélt áfram frábæru gengi á
mótinu og vann nú stórmeistarann
Trajko Nedov. Hjörvari var boðið
jafntefli en eftir samráð við Helga
Ólafsson liðsstjóra ákvað hann að
tefla áfram og það borgaði sig.
Hjörvar hefur fengið 3,5 vinn-
inga í skákunum sex og hefur teflt
í þeim við fimm stórmeistara og
mætir þeim sjötta í dag. Þess má
geta að Hjörvar er fimmti stiga-
lægsti annars borðs maðurinn af
38.
Björn Þorfinnsson gerði jafn-
tefli í skemmtilegri skák á fjórða
borði. Bragi Þorfinnsson ákvað í
stöðunni 2,5-0,5 að tefla áfram í
stað þess að semja jafntefli. Bragi
var kominn með mjög vænlegt tafl
en lék af sér í tímahraki og tapaði.
Rúmenar efstir
- öllum að óvörum
Í dag mætir íslenska sveitin
Serbíu, fjórða landinu frá fyrrver-
andi Júgóslavíu á mótinu. Serbar
eru með átjánda sterkasta liðið og
með stigaháa stórmeistara á öllum
borðum. Þeir eru jafnsterkir á
pappírnum og Rúmenar sem eru
efstir öllum að óvörum.
Rúmenar, Aserar og Búlgarar
hafa 9 stig. Rúmenar hafa 15,5
vinninga en Aserar og Búlgarar
hafa 15 vinninga. Aserar unnu
Rússa sem hefur gengið mjög illa
á mótinu.
Efstir Norðurlandaþjóða á EM í skák
Góður sigur á Makedóníu Mætir
enn einu fyrrverandi Júgóslavíuríkinu
Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Sigurvegarar Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn Grétarsson unnu báðir.
Umhverfisráðherra hefur lagt
fram frumvarp um breytingar á
náttúruverndarlögum sem hafa
að markmiði að hamla gegn utan-
vegaakstri og efla vernd nátt-
úrufyrirbæra. Er meðal annars
gert ráð fyrir að Landmælingar
geri kortagrunn þar sem merkja
á vegi og vegslóða þar sem heim-
ilt er að aka vélknúnum ökutækj-
um.
Í frumvarpinu er einnig lagt til
að Umhverfisstofnun verði heim-
iluð gjaldtaka á móti kostnaði
fyrir leyfi sem stofnunin gefur út
samkvæmt lögunum.
Í umsögn fjárlagaskrifstof-
unnar segir að um sé að ræða
tekjur fyrir undanþágur frá
banni við akstri utan vega, tekjur
fyrir leyfi til tínslu í atvinnu-
skyni, tekjur fyrir leyfi til fram-
kvæmda þar sem hætta er á að
spillt verði friðlýstum náttúru-
minjum og tekjur fyrir leyfi til
töku ákveðinna tegunda steinda
úr föstum jarðlögum.
Umhverfisstofnun
verði heimiluð gjald-
taka á móti kostnaði