Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 11
Ljóð Eitt af ástarljóðunum úr bókinni góðu sem Óskar samdi lag við.
um við lögin í mismunandi stíl. Eitt
lagið er til dæmis blúslag, annað í
þjóðlagastíl, kántrí, reagge og ball-
öður.“
Ljóðin eru
uppspretta laganna
Óskar hefur tengsl
við ljóðskáldið Kristínu
að því leyti að hann er
fæddur og uppalinn á
Höfn í Hornafirði og var
í sveit hjá frænku sinni á
Hvalsnesi en hún er gift
frænda Kristínar. Hann
vissi því vel hver hún
var. Og þar sem text-
arnir hennar eru upp-
sprettan að diskinum,
þá létum við plötu-
umslagið tóna við
ljóðabókina, hvort
tveggja er rautt með
gulum ramma. Mér fannst
eðlilegast að sýna bókinni þá virð-
ingu að láta þetta líkjast.“
Á diskinum sjá þau Arnar
Jónsson og Unnur Birna Björns-
dóttir um sönginn og Unnur spilar
á fiðlu í einu lagi. „Röddin hennar
Unnar Birnu passar svo vel við
þessi lög. Hún lærði í djassdeild
FÍH. Hún hefur spilað á fiðluna
með Fjallabræðrum og einnig séð
um fiðluleik í leikriti í Þjóðleikhús-
inu sem heitir Ballið á Bessastöð-
um.“
Langafi kom
með fiðlur frá
Kanada
Tónlistin er Ósk-
ari í blóð borin, langt
aftur í ættir. „Langafi
minn Eymundur Jóns
flutti til Kanada um
aldamótin 1900 og bjó
þar í fjögur ár og hann
var með fiðlur og harm-
onikkur í farteskinu
þegar hann kom aftur
heim til Íslands. Fyrir
vikið lærði Sigurður
sonur hans og afi minn, á fiðlu og
spilaði í veislum fyrirmanna á Hótel
Heklu. Nokkrir frændur mínir
spiluðu á harmonikkur í kirkjukjall-
aranum og það voru allir í minni
ætt eitthvað að vesenast í tónlist.
Mamma var til dæmis mjög góð í
því að radda,“ segir Óskar og bætir
við að sá sem hafi fyrst kveikt al-
vöru tónlistaráhuga hjá honum, hafi
verið sjálfur Elvis
Presley. „Þegar ég var
undir tíu ára aldri var
ég oft í pössun hjá afa
og ömmu en þar var
til plötuspilari. Ég
stalst gjarnan í þessa
græju og spilaði vín-
ilplötur frænda
minna, Birgis og
Knúts, en þeir voru miklir
Presley-aðdáendur og töffarar. Þeir
óku um á átta gata kagga og
spyrntu um allar sveitir og ærðu
stelpurnar. Mér fannst þessi tónlist
mögnuð. Þetta tók mig alveg.“
Fimmtán ára
í ballhljómsveit
Þegar Óskar var tólf ára brast
Bítlaæðið á og þá fékk hann gefins
gítar. „Frændur mínir áttu einhver
hljóðfæri líka og ég stofnaði með
þeim fyrstu hljómsveitina mína.
Þegar ég var fimmtán ára var ég
munstraður í hljómsveitina Pan
kvintettinn á Höfn því þá vantaði
gítarleikara. Þeir spiluðu gamla
rokkið, gítarbúggí og annað
skemmtilegt. Við spiluðum á böllum
og ég þurfti að vera á undanþágu
vegna ungs aldurs. Þetta var síð-
asta síldarárið og við spiluðum á
Herðubreið á hverju kvöldi.Ég var í
nokkrum hljómsveitum eftir það á
Höfn.“
Óskar er kenn-
aramenntaður og seg-
ist hafa lagt tónlistar-
iðkun meira og minna á
hilluna þegar hann fór
að kenna um 1975. „En
ég greip þó eitthvað í
þetta, spilaði til dæmis
með Örvari Kristjáns-
syni í Færeyjum 1983-1984, þar
sem ég bjó um tíma. Ég fór líka í
FÍH og lærði á gítar hjá Bjössa
Thoroddsen. En það var ekki fyrr
en 1991 sem ég byrjaði aftur í tón-
listinni og þá gerði ég kassettuna
Gamall draumur, þar sem Bubbi
Morthens syngur titillagið. Ég gaf
líka út diskinn Bossanova hotspring
árið 2001, með frændum mínum
Ómari og Óskari Guðjónssonum.
Svo hef ég sent lög inn í söngva-
keppni sjónvarpsstöðva og tvö lög
komust í úrslit árið 2007,“ segir
Óskar sem hefur komið víða við um
dagana, m.a. búið í Ástralíu og Dan-
mörku. Útgáfutónleikar verða á Ró-
senberg 21. nóvember.
Ung og upprennandi Unnur Birna og Arnar sjá um sönginn á diskinum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS standa
fyrir lifandi bókasafni í dag á 1. hæð
Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15,
frá klukkan 16.00-18.00 í tilefni af al-
þjóðlegum degi gegn rasisma og fas-
isma. Gestir geta fengið að láni lif-
andi og talandi bók frá ýmsum
löndum, t.d. Póllandi, Ísrael, Aust-
urríki og Spáni og fræðst um mál-
efnið frá mismunandi hliðum.
Í tilkynningu segir að SEEDS séu
íslensk sjálfboðaliðasamtök sem
taka á móti hátt í 1000 sjálf-
boðaliðum á ári til að vinna að um-
hverfis- og menningartengdum verk-
efnum hér á landi og stuðla að
menningarlegum skilningi og friði.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Í tilefni dagsins verður einnig sett
upp skilaboðaspjald þar sem almenn-
ingi gefst kostur á að skrifa skilaboð
eða hugleiðingar sínar um kynþátta-
fordóma sem eru í samfélaginu í dag.
Gegn rasisma og fasisma
Fjölþjóðleg Við erum margskonar og
allir eiga skilið virðingu.
Lifandi bóka-
safn í dag
Sími 568 5170
Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI Í GLÆSIBÆ
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
30% kynningarafsláttur af Aquasource SKIN PERFECTION rakakreminu.
Kynningarverð nú: 5.180 kr.- Verð áður: 7.400 kr.
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 6.900 kr eða meira.
- Skin Ergetic næturkrem 15 ml
- Aquasource SOS rakamaski 75 ml
- Eau de Paradis sturtusápa 75 ml
- Eau de Paradis ilmur 15 ml
- Biocils augnfarðahreinsir 30 ml
- Andlitsvatn 30 ml
- Biotherm taska
Verðmæti kaupaukans allt að 15.300 krónur
G
ild
ir
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
en
ek
ki
m
eð
de
od
or
an
t
eð
a
an
na
rr
it
ilb
oð
sv
ör
u.
TILBOÐS OG GJAFADAGAR
BIOTHERM KYNNING
á svið en alls koma rétt tæplega 30
manns að sýningunni. Sá yngsti er
12 ára og sá elsti kominn á sjötugs-
aldurinn.
„Aðsóknin gerist ekki betri hjá
áhugamannafélögum og við erum í
skýjunum með viðtökurnar. Nú skor-
um við bara á alla íbúa höfuðborg-
arsvæðisns að tryggja sér miða,“
segir Bernharð sem steig fyrst á svið
fyrir 21 ári en er nú á sínu fjórða ári
sem formaður. Hann segir aldrei ves-
en að manna leikrit í Hörgárdalnum
og þau séu vel í sveit sett hvað varð-
ar hæfileikafólk bæði í tónlist, leik-
list og fleiru.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Ófeimnir Bændur í Hörgárdal hafa einnig gefið út dagatal í léttum dúr.