Morgunblaðið - 09.11.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Haukur Már Sigurðsson, eigandi
verslunarinnar Fjölvals á Patreks-
firði, er ánægður með alþjóðlega
samstarfsverkefnið sem hann og 34
aðrir eigendur verslana á lands-
byggðinni tóku þátt í um stöðu
verslana í dreifbýli. Helstu niður-
stöður verkefnisins voru kynntar á
ráðstefnu í Heiðarbæ í Reykja-
hverfi, eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær.
„Verkefnið hefur skilað árangri
og opnað manni nýja sýn,“ segir
Haukur sem telur helsta vanda
dreifbýlisverslana vera verðlagið,
hátt innkaupsverð hjá birgjum og
flutningskostnað. Orkukostnaður sé
einnig mikill, t.d. á Vestfjörðum.
Nauðsynlegt sé að koma á einhvers
konar flutningsjöfnun og fyrir því
hafi verslunareigendur barist í
mörg ár en fyrir daufum eyrum.
Verslanakeðja Samkaupa hefur
einnig verið meðal þátttakenda í
verkefninu. Ómar Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Samkaupa, segir
fyrirtækið eiga öðruvísi aðkomu en
flestir aðrar þær 34 verslanir sem
tóku þátt, þar sem um keðju versl-
ana sé að ræða. Hagsmunamálin séu
hins vegar mörg þau sömu, eins og
að bæta rekstrarumhverfi verslana í
dreifbýlinu og draga úr flutnings-
kostnaði. Samkaup hafi hins vegar
ekki ákveðið hvort þau taki þátt í
stofnun félags verslana í dreifbýli.
Samkaup reka 47 verslanir um
land allt, þar af um 40 á landsbyggð-
inni. Margar þeirra eru litlar og þær
einu í viðkomandi byggðarlagi. Að-
allega er um þrjár tegundir versl-
ana að ræða; Samkaup Úrval, Sam-
kaup Strax og Nettó, og segir Ómar
verðlag í hverri tegund verslana fyr-
ir sig alls staðar það sama á landinu,
óháð staðsetningu. Margar þessara
verslana voru áður reknar undir
merkjum kaupfélaganna, en Sam-
kaup er í eigu þeirra. „Við höfum
haldið því á lofti að Samkaup er í
raun eina verslunarfyrirtækið sem
er í eigu almennings,“ segir Ómar.
Um 80% af veltu fyrirtækisins eru
utan höfuðborgarsvæðisins og segir
Ómar ekki standa til að fækka versl-
unum á landsbyggðinni. Frekar
verði reynt að auka hlutdeildina á
höfuðborgarsvæðinu, en þar hafi
verið erfitt að keppa við stærstu
verslanakeðjurnar tengdar Bónus
og Krónunni. Með stuðningi fast-
eignafélaga í eigu sömu eigenda hafi
þessir aðilar náð að „valda reitina“ í
matvöruverslun á höfuðborgarsvæð-
inu.
Verðið helsti
vandi dreif-
býlisverslana
Ánægja með alþjóðlegt verkefni
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Dreifbýlið Samkaup reka um 40 verslanir víða á landsbyggðinni, m.a. á
Blönduósi, en ætla að reyna að auka hlutdeildina á höfuðborgarsvæðinu.
Verslanir í dreifbýli
» 35 verslanir hér á landi tóku
þátt í alþjóðlegu samstarfs-
verkefni um málefni verslana í
dreifbýli. Verkefnið náði til sjö
landa á norðurslóðum.
» Ráðstefnu um verkefnið lýk-
ur í dag í Heiðarbæ í Reykja-
hverfi þar sem um 100 manns
taka þátt.
» Verslanir í dreifbýli kanna
þann möguleika að stofna með
sér félag sem myndi vinna að
sameiginlegum hagsmuna-
málum.
Ómar
Valdimarsson
Haukur Már
Sigurðsson
Reiknaðu
Komdu í Brimborg í dag
Hugleiddu hvað rúmast í þínu lífi. Frelsi, fjölskylda, félagar,
frítími, ferðalög, friður, þægindi, lúxus, traust, fjárhagslegt
svigrúm. Öryggi! Veldu bíl sem er leiðandi í öryggi. Veldu bíl
sem er hagkvæmur í heild sinni. Veldu sparnað. Reiknaðu
dæmið.. Reiknaðu með Volvo í þínu lífi. Hafðu ráð á að lifa
lífinu. Lifðu í öryggi. Veldu Volvo. Komdu í Brimborg.
VOLVO S40 DÍSIL VOLVO V50 DÍSIL VOLVO S60 DÍSIL VOLVO V60 DÍSIL
Notar aðeins 3,9 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Volvo S60 sannar
vitsmunalega tilvist okkar.
Volvo S60 er skilgreining
okkar á heiminum eins og
við þekkjum hann.
Endurreiknaðu líf þitt.
Verð frá 5.690.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Veldu Volvo V50 fyrir
notagildið. Valið er
auðveldara ef þú þarft að
finna rétta jafnvægið milli
hagkvæmni og
áhugamála. Volvo V50 er
notadrjúgur bíll, hentugur
fyrir fjölskylduna. Náðu
jafnvægi.
Verð frá 4.690.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Hagkvæmur og glæsi-
legur kostur þar sem
öryggi, ending og lífsgildi
nútímans liggja til
grundvallar. Kjóstu
hagkvæmni Volvo S40.
Verð frá 4.490.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Eigðu sviðið með svölum
Volvo C30. Veldu aðra
leið en þá hefðbundnu.
Fetaðu þína eigin leið
með hinum sportlega
Volvo C30.
Verð frá 4.290.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
VOLVO C30 DÍSIL
milli kl. 9 og 17
Öryggi er lúxus. Lifðu í lúxus.
Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu
Brimborgar.
Volvo S60 er sigurvegarinn
í flokki stærri fólksbíla
í vali á Bíl ársins 2012
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo á Íslandi.
Volvo. Bara fyrir skynsamt fólk.
VOLVO S80 DÍSIL
Notar aðeins 4,0 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Öryggi, munaður og
þægindi ná nýjum hæðum
í Volvo S80. Endurskil-
greindu gæði í þínum
huga með nýjum
Volvo S80.
Verð frá 5.990.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 4,1 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Volvo V60 stendur vörð
um líf þitt. Mættu
grunnþörfum fjölskyld-
unnar með öryggi Volvo
V60. Mættu ítrustu
kröfum þínum um lúxus
með hátækni og munaði.
Verð frá 5.990.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.