Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Það sem af er þessu fyrsta starfsári Hörpu hafa verið haldnar tæplega tíu erlendar ráðstefnur í húsinu, heldur færri en ætlað var. Á hinn bóginn hef- ur verið meira um tónleika og kostn- aður hefur verið lægri en ætlað var. Nú er gert ráð fyrir að tap á rekstri Hörpu verði um eða undir 160 millj- ónum en gert hafði verið ráð fyrir 249 milljóna tapi. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrar- og fasteigna- félaga Hörpu, bendir á að á þessu ári sé allur undirbúningskostnaður vegna rekstursins færður til gjalda. Á hinn bóginn hafi engar tekjur komið í kassann fyrr en í maí þegar húsið var opnað. Því hafi verið ljóst að töluvert tap yrði á rekstrinum en nú stefni í að það verði minna en áætlað var. Á næsta ári sé gert ráð fyrir hagnaði, þ.e. fyrir afskriftir, skatta og fjár- magnsliði, en um 7 milljóna króna tapi að teknu tilliti til þessara liða. Ár- ið 2013 verði um 20 milljóna hagn- aður. Þessi hóflegi hagnaður verður þó fljótur að fjúka út um gluggann ef Harpa tapar kærumáli gegn Þjóð- skrá vegna fasteignamats á húsinu. Í áætlunum Hörpu var gert ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu 160 milljónir á ári en miðað við úrskurð Þjóðskrár yrðu gjöldin 290 milljónir. Kæra Hörpu byggist á því að miða eigi við notk- unarverðmæti en ekki byggingaverð- mæti. Höskuldur segir að sterk rök séu fyrir kærunni og ef Harpa beri sigur úr býtum, þá lækki þessi skatt- ur. Sá skattur yrði greiddur af fast- eignafélagi Hörpu. Greinilegur áhugi erlendis Karitas Kjartansdóttir, ráðstefnu- stjóri Hörpu, segir að sökum efna- hagsástandsins í heiminum hafi verið minna um ráðstefnur almennt og Harpa hafi liðið fyrir það. Einnig verði að hafa í huga að það taki að jafnaði 3-5 ár að markaðssetja hús sem þetta. Þótt vinna hafi hafist fyrir allnokkru hafi ýmislegt sett strik í reikninginn, m.a. eldgos sem hafi orðið til þess að tveimur ráð- stefnum var frestað og þá hafi ýmsir aðilar í þessum geira verið vantrúaðir á að húsið yrði opnað á tilsettum tíma. Hún segir að starfsfólk Hörpu finni fyrir greinilegum áhuga erlendis og fram til 2015 sé búið að bóka ríflega 30 erlendar ráðstefnur í húsinu, flest- ar á árinu 2012 og 2013. „Við munum sjá, strax á næsta ári, gífurlegan mun,“ segir hún. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, sem var gerð þegar 24 ráðstefnur höfðu verið bók- aðar, var áætlað að ráðstefnurnar myndu draga 3.600 hingað erlenda ráðstefnugesti og þeir myndu skila 630-1.000 milljónum í gjaldeyris- tekjur, að teknu tilliti til ruðningsá- hrifa. Kæmu 12.000 ráðstefnugestir í Hörpu gætu tekjur numið 2,1-3 millj- örðum á ári. Færri fundir en fleiri tónleikar  Mun betri niðurstaða en í áætlun  Kreppa og vantrú skemmdu fyrir Einkafyrirtæki og dótturfélög umHörpu og nágrenni Samkvæmt svarimenntamálaráðherra áAlþingi í mars á þessu ári fá stjórnarmenn íAusturhöfnTR greiddar 57 þúsund krónur ámánuði en stjórnarformaðurinn,Stefán P.Eggertsson, starfar hjá fyrirtækinu og eru stjórnarlaun hans hluti af starfslaununum. StjórnarformennPortus ogAgo starfa hjá fyrirtækjunumog stjórnarlaun þeirra eru hluti af starfslaunum.Aðrir stjórnarmenn í Portusi, Situs,Totus ogAgo sitja í stjórnum tveggja þessara félaga eða fleiri og fá þeir allir greiddar 100 þúsund krónur ámánuði fyrir setu í stjórnum fyrirtækjanna. Framað hruni var gert ráð fyrir aðHarpa yrði í eigu einkaaðila semeinnigmyndi sjá um reksturinn. Skuldir Portusar við gamla Landsbankans námuum 10milljörðumþegar ríki og borg tóku verkefnið yfir vorið 2009.Auk þess höfðu félögin sem stóðu að Portusi lagt til eigið fé. Þessar kröfur keyptu ríki og borg fyrir 1,6milljarða og var kaupverðið tekið að lánimeð veði í byggingareitumá lóðinni, öðrumen reit Hörpu. Framlög ríkis og borgar vegnaHörpu eru 960milljónir á ári til 35 ára (32 ár eru eftir). Framlögin fylgja vísitölu neysluverðs og greiðir ríkið 54%og borgin 46%. Einkafyrirtæki í eigu ríkis og borgar. Vorið 2009 eignaðist Austurhöfn-TR félögin Portus og Situs ásamt dótturfélögum.Austurhöfn tók við öllum réttindum og skyldum sem fylgja samningum um byggingu og rekstur Hörpu og annarra lóða og mannvirkja sem henni tengjast. Austurhöfn-TR ehf. Var áður í eigu Landsafls, fasteigna- félags Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka. Ríki og borg sömdu við Portus um að annast hönnun og byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Portus Stofnað til að hafa með höndum byggingarrétt á öðrum reitum,m.a. reit semætlaður er fyrir hótel. Var í eigu sömu aðila og áttu Portus. Engin starfsemi hefur verið í dótturfélögum Situsar. Situs Átti að eiga og reka bílastæði. Custos Var ætlað að vinna að upp- byggingu hótels og jafnvel reka það. Hospes Leigir Hörpu af Totus og annast starfsemina Ago Fasteignafélag og eigandi Hörpu. Totus 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐ Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Við eigum öll í ströggli. Enginn af þessum [vernduðu vinnustöðum] stendur undir sér,“ segir Ólöf Leifs- dóttir, forstöðumaður Plastsmiðjunar Bjargs á Akureyri. Bjarg er einn fjöl- margra verndaðra vinnustaða í land- inu sem eiga í rekstrarvanda, líkt og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meirihluti þessara vernduðu vinnustaða heyrir undir sveitar- félögin. Flestir greiða þeir laun sam- kvæmt kjarasamningum og hefur það óhjákvæmilega komið niður á rekstri þeirra að við síðustu kjarasamninga var sjónum sérstaklega beint að því að hækka lægstu launin, án þess að vegið hafi verið upp á móti auknum launakostnaði með hærri fjárveit- ingu. Ólöf segir að þetta sé jafna sem gangi ekki upp. „Við framleiðum vörur á almennan markað sem við getum ekki gefið afslátt af því við eig- um í harðri samkeppni, sérstaklega við innflutning frá Kína. Okkur ber að sérsníða aðstæður þannig að sem flestir geti unnið á sem flestan hátt og það kostar peninga. Margir staðirnir bjóða starfsþjálfun sem þýðir að hæf- ustu starfsmennirnir fara út á hinn almenna vinnumarkað. Svo okkur er eiginlega ætlað að gera hið ómögu- lega.“ Á Bjargi starfa 55 einstaklingar með skerta starfsgetu í starfsþjálfun. Unnið hefur verið að því að halda öll- um stöðugildum, en hins vegar hefur vinnustundum verið fækkað. „Við er- um hlekkur í keðju. Það skiptir máli að þetta fólk geti haldið sér virku og komist út á vinnumarkaðinn.“ Þrír verndaðir vinnustaðir, þ.e. Múlalundur, Blindravinnustofan og Vinnustaðir Öryrkjabandalags Ís- lands, heyra ekki undir sveitarfélögin heldur vinna nú að gerð nýs þjónustu- samning við Vinnumálastofnun. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur sú samvinna gengið vel en strandar hins vegar á því að vinnustaðirnir telja sig ekki í stakk búna að taka á sig þá kröfu sem gerð er um niðurskurð í fjárveitingum, vegna aukins launa- kostnaðar. Hartmann Guðmundsson, for- stöðumaður Örtækni, sem er deild innan Vinnustaða ÖBÍ, segir að sér reiknist svo til að frá árinu 2007 hafi framlag frá ríkinu minnkað um 30- 35% á framreiknuðu gengi. Örtækni neyddist til að fækka starfsfólki og í ár var jafnframt ákveðið að hætta rekstri Saumastofu ÖBÍ. Ávinningur meiri en kostnaður Vinnustaðirnir eiga í vikunni fund með fjárlaganefnd. Jón M. Benedikts- son, framkvæmdastjóri á Múlalundi, segist vongóður um að fallist verði á röksemdir þeirra. „Það gera sér ekki allir grein fyrir því hvað í þessu felast mikil lífsgæði fyrir þá sem þarna vinna og hvað samfélagslegur ávinningur er mikill.“ Ávinningur ríkisins af rekstri verndaðra vinnustaða sé meiri en til- kostnaður, því greiddir skattar og gjöld nemi mun hærri upphæð en framlög ríkisins til vinnustaðanna. Þá sé ljóst að nyti vinnustaðanna ekki við yrði kostnaður vegna þeirra sem þar vinna mun hærri í formi at- vinnuleysisbóta. „Ég hef fulla trú á því að fólk skilji alvöruna í því að framtíð þessara vinnustaða sé tryggð.“ Ætlað að gera hið ómögulega  Rekstur verndaðra vinnustaða jafna sem gengur ekki upp  Launakostnaður hækkað án mót- framlags  Í ofanálag eiga verndaðir vinnustaðir í erfiðri samkeppni við innfluttar vörur frá Kína Morgunblaðið/Golli Örtækni Verndaðir vinnustaðir veita fötluðum og öryrkjum möguleika á atvinnu og/eða starfsþjálfun. „Við sem erum fötluð erum ekkert öðruvísi en aðrir, við viljum hafa eitthvað að gera og fá tilgang í lífinu og ég vil meina að það sé jafnvel enn nauðsynlegra fyrir fatl- aðan mann að hafa eitthvað fyrir stafni og halda sér virkum,“ segir Kristinn Guð- jónsson, sem hefur starfað í 16 ár hjá Örtækni, hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Kristinn er með vöðvasjúkdóm sem hefur farið versnandi og er nú orðið bundinn hjólastól, en hefur getað lagað vinnuna að breyttri getu. „Ég vann 8 tíma á dag þegar ég var á fæti, en þrekið hefur verið að minnka og ég er kominn niður í 4 tíma núna,“ segir Kristinn, en vinna hans felst mest í fínhreyf- ingum, s.s. við að lóða kapla, prentplötur o.fl. Hann segir það gefandi að skila af sér dagsverki. „Við sjáum það með fólk sem hefur tapað vinnunni í kreppunni að því fer að líða mjög illa. Þú þarft að finna að þú sért til einhvers og þess vegna finnst mér það mjög mikilvægt að geta sótt þessa vinnu.“ Gefur lífinu tilgang að skila góðu dagsverki Í HJÓLASTÓL EN VINNUR HÁLFAN VINNUDAG Kristinn Guðjónsson Þegar ríkið tók yfir félögin sem stóðu að tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu og tengdum verk- efnum vorið 2009, var ákveðið að hrófla ekki við skipulagi sem búið var að koma upp. Í svari Svandísar Svavarsdóttur, sem þá leysti af sem menntamála- ráðherra, á Alþingi 17. október sl. kemur fram að eftir á að hyggja hafi það verið heilladrjúg ákvörðun enda um að ræða flókið samspil samninga og skuldbindinga við verktaka af ýmsu tagi. Á hinn bóginn væri áhugi á að einfalda þetta fyr- irkomulag og verið væri að leggja lokahönd á drög að nýrri eigendastefnu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- málaráðherra, á jafnvel von á að eigendastefnan verði kynnt í þessum mánuði. Bæði Katrín og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, eru hlynnt því að ríkið veiti eig- endalán til Hörpu í félagi við Reykjavíkurborg, samtals að fjárhæð 730 milljónir. Með því séu eigendur að verja hagsmuni sína. Lánið hafi ekkert með samn- ing um framlag ríkis og borgar til hússins að gera, eingöngu sé um brúarlán að ræða. Hrófluðu ekki við skipulagi NÝ EIGENDASTEFNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.