Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Íranar munu eftir aðeins sex mán-
uði ráða yfir nógu miklu af auðguðu
úrani til að geta smíða kjarnorku-
sprengju, að því
er fram kemur í
nýrri skýrslu Al-
þjóðakjarnorku-
málastofnunar-
innar í Vín,
IAEA. Sjálfir
segja Íranar að
um „falsanir“ sé
að ræða og þeir
þurfi engin ger-
eyðingarvopn.
„Ef Bandarík-
in vilja ráðast á írönsku þjóðina
munu þau vissulega iðrast þegar
viðbrögð hennar koma í ljós,“ sagði
Mahmoud Ahmadinejad Íransfor-
seti í gær. „Sagan hefur sýnt að
hver sá sem grípur til aðgerða gegn
írönsku þjóðinni sér eftir því.“
Hann hafnaði öllum ásökunum um
að Íranar væru að reyna að koma
sér upp kjarnorkuvopnum; þeir
þyrftu ekki á þeim að halda.
Þótt öflugar vísbendingar séu í
skýrslunni er ekki talið að þær
muni fá Rússa og Kínverja, sem
hafa neitunarvald í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna, til að sam-
þykkja harðari refsiaðgerðir gegn
Íran, hvað þá loftárásir á tilrauna-
stöðvarnar.
En spennan vex og talin er hætta
á að Ísraelar muni ef til vill grípa til
einhliða aðgerða til að stöðva hugs-
anlega vopnasmíði ráðamanna í
Teheran. Íranar eru grunaðir um
að fela margvísleg gögn og búnað
fyrir fulltrúum IAEA.
Hagsmunir Rússa og Kínverja
Rússar reistu kjarnorkustöðina
sem m.a. er notuð af írönsku vís-
indamönnunum er fullyrða að til-
raunirnar miði eingöngu að frið-
samlegri hagnýtingu kjarnorku.
Kínverjar eru mesta viðskiptaþjóð
Írana og kaupa af þeim mikið af ol-
íu. Utanríkisráðuneytið í Peking
sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar
sem Íranar voru hvattir til að sýna
„sveigjanleika og einlægni“ varð-
andi kjarnorkuáætlunina. En varað
var eindregið við því að beitt yrði
vopnavaldi til að stöðva tilraunirnar
og hvatt til samninga.
Sprengjan á
næsta leiti?
Íran gæti smíðað kjarnavopn 2012
Mahmoud Ahmad-
inejad
Stuðningur við
aðild Noregs að
Evrópusamband-
inu fer minnk-
andi og nú eru
félagar í Já-
hreyfingunni að-
eins um 4500, að
sögn Aftenpost-
en. Aðallega séu
þeir miðaldra
fólk og eldra sem vilji hefna harma
sinna eftir tap í þjóðaratkvæði 1972
og 1994. „ESB er gengið af göfl-
unum,“ segir formaðurinn, Paal
Frisvold og viðurkennir að það
hljómi fáránlega að mæla með aðild
eins og ástandið sé. kjon@mbl.is
Finnst Evrópusam-
bandið vera „gengið
af göflunum“
Paal Frisvold
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Alls hafa nú fjórar konur sakað
repúblikanann Herman Cain, sem
vill verða forsetaefni flokks síns, um
kynferðislega áreitni. Ein þeirra,
Sharon Bialek, lýsti á blaðamanna-
fundi í gær framkomu Cains við sig í
Washington fyrir 14 árum.
Cain stýrði þá Landssambandi
veitingastaða. Bialek hafði misst
vinnu sem hún hafði hjá sambandinu
í Chicago og ákvað að leita til Cains,
að sögn L.A. Times.
Þau snæddu saman í Washington
þar sem Cain hafði óvænt skráð
hana í glæsilega hótelsvítu og eftir
miðdegisverð bauðst hann til að
sýna henni skrifstofuna. En á leið-
inni stöðvaði hann bílinn. „Allt í einu
lagði hann höndina á lærið á mér,
undir pilsinu og þreifaði eftir kyn-
færum mínum,“ sagði Bialek. „Hann
greip líka um höfuðið á mér og
sveigði það niður að klofinu á sér.“
Þegar hún lét í ljós hneykslun sagði
Cain. „Þú vilt vinnu, er það ekki?“
Saka Cain um kynferðisbrot
Forsetaframbjóðandinn sagður hafa misnotað aðstöðu sína til að káfa á konu
þegar hann var framkvæmdastjóri Landssambands veitingastaða í Washington
Brotakennd þekking
» Cain, sem er blökkumaður,
hefur síðustu vikurnar verið
efstur í könnunum meðal repú-
blikana vegna forsetakjörs.
» En þekking hans þykir lítil.
Nýlega sagði hann Kínverja vera
að koma sér upp kjarnorku-
vopnum, búnaði sem þeir hafa
ráðið yfir í nær hálfa öld. Reuters
Halló! Herman Cain heillar marga.
Yfir tvær milljónir pílagríma alls staðar að úr heim-
inum eru nú í Mekka í Sádi-Arabíu í árlegri píla-
grímsför, haj, til þessarar helgustu borgar íslams. Þar í
borg er steinninn helgi, Kaaba, sem hulinn er svörtu
klæði en hann á að hafa fallið af himnum ofan. Á meðal
þess sem pílagrímarnir eiga að gera er að grýta stein-
súluna miklu á myndinni en hún táknar sjálfan djöf-
ulinn. Sádi-Arabar líta á sig sem verndara íslams og
þeir bera ábyrgð á því að ekki komi til átaka milli liðs-
manna ólíkra greina trúarinnar meðan haj stendur yf-
ir, friðurinn á að ríkja. „Allah ætlaðist ekki til þess að
deilur og átök einkenndu haj,“ segir einn helsti trúar-
leiðtogi landsins, Sheikh Abdulaziz Al al-Shaikh stór-
múfti.
Milljónir pílagríma í hinni helgu borg Mekka
Reuters
Djöfullinn grýttur af kappi á haj
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Frumvarp um opinber útgjöld var
naumlega staðfest á ítalska þinginu í
gær með 308 atkvæðum en ljóst er
að Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra hefur ekki lengur meirihluta á
bak við samsteypustjórn sína. Hon-
um tókst ekki að fá samþykki allra
þingmanna í stjórnarflokkunum en
þeir eru 316. Kröfurnar um afsögn
ráðherrans verða æ háværari.
Er sömu aðgerðir voru bornar
undir atkvæði fyrir nokkrum vikum
féllu þær á einu atkvæði, nokkrir
stjórnarandstæðingar sátu hjá að
þessu sinni og tryggðu þannig fram-
gang tillagnanna. En á fjármála-
mörkuðum hafa menn ekki trú á því
að Berlusconi muni takast að fá í
gegn ýmsar umbótatillögur sem
myndu auka traust á því að efnahag-
ur Ítala rétti úr kútnum. Og eins og í
Grikklandi og fleiri ríkjum er erfitt
að fá stjórnmálaleiðtoga til að styðja
nauðsynlegar aðhaldstillögur sem
þeir vita að eru afar óvinsælar meðal
kjósenda, segir í grein fréttamanns
The New York Times.
„Þetta er algert vandræða-
ástand,“ er haft eftir Roberto D’Ali-
monte, stjórnmálafræðiprófessor við
Luiss Guido-háskóla í Róm. „Ég
held að þetta sé ekki vegna þess að
markaðirnir séu of sterkir heldur er
það lýðræðið sem er veikt.“
Finnar gagnrýna Ítali
Skuldatryggingarálag á lántökur
ítalska ríkisins nálgast óðfluga
hættumörk og Umberto Bossi, for-
maður Norðurbandalagsins, sem er
með Frelsisflokki Berlusconis í
stjórn, tekur nú undir kröfuna um
afsögn. „Við höfum beðið forsætis-
ráðherrann um að stíga til hliðar,“
sagði Bossi áður en atkvæðagreiðsl-
an hófst í gær á þinginu. Lagði hann
til að Angelino Alfano, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, tæki við.
Sjálfur vísaði Berlusconi á bug öll-
um hugmyndum um afsögn en þrýst-
ingur á Ítali eykst dag frá degi. „Það
er erfitt að sjá hvernig við í Evrópu
eigum að ráða við að bera uppi allar
þjóðarskuldir Ítalíu,“ sagði Jyrki
Katainen, forsætisráðherra Finn-
lands. Allt evrusvæðið liði fyrir að
Ítalir og fleiri hefðu eyðilagt traust
fjárfesta sem vissu ekki lengur hvort
þeir fengju lán sín endurgreidd.
Heimta afsögn Berlusconis
Skuldastaða Ítala nálgast óðfluga hættumörkin sem gætu valdið greiðslufalli
Finnar segja að útilokað sé að önnur evruríki geti tekið á sig allar skuldir ítalska ríkisins
Reuters
Kát? Belginn Didier Reynders, Maria Fekter frá Austurríki, George Osborne
frá Bretlandi og Svíinn Anders Borg á fundi fjármálaráðherra ESB í gær.
Umberto Bossi
Grikkir gleymdir?
» Athygli annarra evruríkja
beinist ekki lengur að Grikk-
landi þótt enn hafi ekki tekist
að ná einingu um arftaka
Georgs Papandreous.
» Skuldamál Grikkja eru því
enn í algerri óvissu. En ríkis-
skuldir Ítala eru fimm sinnum
meiri en Grikkja.
» Fari allt á versta veg munu
sjóðir evrusvæðisins ekki duga
til að bjarga ríkinu frá greiðslu-
falli. Afleiðingar þess gætu
orðið heimskreppa.
Silvio Berlusconi