Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 frænda míns, ólíkur drunganum í sálinni við sárar andlátsfregnir og ótímabærar. Í seinni tíð hittumst við Eirík- ur helst þegar líða tók að ætt- armótum í fjölskyldunni, en Hansína móðir hans og Haraldur afi minn voru tvö átján systkina af Snæfellsnesi. Í gegnum þá vinnu kynntist ég Eiríki nokkuð og fann í honum ljúfan samhljóm. Einhvern veginn fannst mér hann meiri og betri en aðrir menn, algjörlega gegnheill. Há- vaðalaust og af yfirlætisleysi ávann hann sér virðingu sam- ferðamanna sinna, ekki vegna starfsins sem hann hafði með höndum, heldur vegna þess hve hann var vönduð manneskja. Hann sinnti sínu af heilindum og hastarleg starfslok Eiríks í Seðlabanka Íslands veittu honum svöðusár sem enn vætlar úr. Það er mikill missir að Eiríki Guðnasyni og hans verður sárt saknað. Fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar óska ég Gerðu og fjölskyldunni styrks og blessunar í þeirra miklu sorg. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Kæri frændi. Það snertir mann mikið þegar maður fréttir af andláti fólks og þá sérstaklega góðs frænda og vinar. Eiríkur var búinn að berj- ast við veikindi undanfarna mán- uði en hafði lítið látið bera á þeim þar sem hann var afar hógvær maður. Hann var einn af þeim sem vinna sig upp í starfi og þótti frábær starfsmaður. Eiríkur þótti alltaf nákvæmur og sam- viskusamur í öllum þeim störfum sem hann tók að sér. Hann var tónelskur maður, lagvís, gerði mörg góð stef og var vel virkur í Árnesingakórnum. Eiríkur var afar frændrækinn og starfaði mikið að því að haldin yrðu ætt- armót Rauðkolsstaðaættar og var hann þar oft hrókur alls fagn- aðar. Það er mikill missir að slík- um manni ekki aðeins fyrir ætt- ingja og vini, en mestur fyrir fjölskyldu hans sem hann reynd- ist stoð og stytta. Ég vil votta eiginkonu, börn- um og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í Guðs friði. Guðmundur Haraldsson og fjölskylda. Frændi er kvaddur. Frænd- semi prýðir minningu Eiríks Guðnasonar – styrkur, hlýja og vandvirkni voru rík einkenni í fari hans. Lífið hafði hagað því svo til að ég kynntist þessum frænda mínum ekki fyrr en síðla á lífsleiðinni. Móðir hans og afa- systir mín Hansína Kristjáns- dóttir, sem bjó í Keflavík, hafði staðið fyrir því með dyggri aðstoð barna sinna að haldið var ættar- mót í Ólafsvík, þar sem saman komu afkomendur foreldra henn- ar, Kristjáns Þórðarsonar og El- ínar Jónsdóttur. Síðan hafa verið haldin þrjú ættarmót og nú stendur yfir undirbúningur þess fimmta. Raunar var farið að dragast nokkuð að þessu fimmta ættarmóti væri hrint í fram- kvæmd, en Eiríkur var iðinn við að ýta við okkur og að koma und- irbúningi í gang. Nú er stefnt að ættarmóti Rauðkollsstaðaættar næsta sumar, í Miklaholtshreppi þar sem Kristján og Elín ólust upp og hófu búskap undir lok 19. aldar. Við höfum því notið krafta og áhuga Eiríks við þennan und- irbúning, í notalegum hópi frændfólks síðastliðinn vetur og nú fram á haust. Hann hafði útbúið söngbók okkar af ein- stakri smekkvísi, þar sem eru m.a. nokkrir smellnir textar hans sjálfs við vinsæl dægurlög, enda var hann prýðis-hagyrðingur auk þess að vera söngvinn, bók- mennta- og bókaunnandi. Hann hafði einstakt lag á að ná fólkinu saman og fá það til að syngja og skemmta sér með sinni fáguðu en glaðværu framkomu. Og yfirleitt var stutt í glaðlegt og glettnislegt bros – ekki síst þegar hann var kominn með hattinn og gítarinn. Hann var einnig búinn að taka saman vísi að ættartali með ýms- um fróðleik þar sem hann hafði skrifað um afa sinn og ömmu auk foreldra sinna, síðan var meining hans að við myndum bæta við hvert sína grein af ættartrénu. Það voru því váleg tíðindi þeg- ar fréttist af veikindum Eiríks, en allir voru vongóðir og engan bilbug lét hann á sér finna. Hann var mjög áhugasamur um það í byrjun október sl. þegar við fór- um saman í rútu til Ólafsvíkur að vitja leiðis Kristjáns, Elínar og ýmissa skyldmenna, ásamt því að hitta ættingja og sjá þá staði og þau hús sem enn standa og ætt- fólk okkar og sveitungar þeirra hafa búið í. Á leiðinni til baka var komið við í Miklaholtskirkjugarði því þar hvíla einnig margir ætt- ingjar. Það voru Eiríki vonbrigði að heilsan leyfði honum ekki að vera með okkur í þessari ferð, en hann var svo sannarlega með okkur í huganum. Hann vildi fá myndir af fólkinu og lýsingu á ferðinni, því hann vildi ekki missa af neinu. Nokkrum dögum eftir ferðina töluðum við saman í síma og hann sagði mér meðal annars frá líðan sinni. Hann sagði þá, af því æðru- leysi sem einkenndi hann: „Ég hélt að þetta mundi rjátlast af mér.“ Þetta virkaði á mig eins og fín nálarstunga, við héldum sam- talinu áfram og kvöddumst að lokum með góðum óskum. Það sveið því meir undan þess- ari staðreynd sem dögunum fjölgaði, – við héldum þó í vonina. En það verður ekki undan því komist sem okkur er ætlað. Við biðjum að ljós hans sem öllu ræð- ur vísi þér veg, hann vaki yfir og styðji fjölskyldu þína um ókomna tíð. Egill Þórðarson. Ungur skólastrákur sem dvelst í Keflavík sumarið 1962 fer eitt kvöldið að hitta Eirík Guðna- son, skólafélaga sinn og vin. Eftir nokkrar umræður um hvað eigi að gera er ákveðið að fara í bíó. Þannig var það oft þetta sumar og stundaði hvorugur þessara pilta kvikmyndahús jafngrimmt síðan. En stundum létu þeir nægja að spjalla, ráða krossgát- ur, bögglast við að yrkja vísur eða spila kasínu eða kannski vist ef spilafélagar fengust á heim- ilinu. Vinátta okkar Eika hófst vet- urinn áður í Menntaskólanum að Laugarvatni, fyrir réttum fimm- tíu árum, en hún var innsigluð þetta sumar í Keflavík. Hún hélst síðan óslitin til mánudagsins 31. október klukkan hálffjögur síð- degis þegar við hlutum að skilj- ast. Eiríkur hafði ekki verið bekkj- arbróðir minn nema tæpa tvo mánuði þegar hann var rekinn úr KAMEL (Karlréttindafélagi Menntaskólans að Laugarvatni) fyrir að „hafa látið fúlast af stelpu“. Hann var sem sagt far- inn að vera með henni Gerðu. Það samband reyndist svo traust að það hélt um ókomna tíð enda hæfðu þau hvort öðru, einstak- lega vönduð bæði tvö, máttu ekki vamm sitt vita, fjölskyldufólk með góða kímnigáfu, skemmtin og söngvin, vinholl og vinmörg. Ekki truflaði það vinskap okk- ar Eika þótt hann hefði náð sér í lífsförunaut og þegar þau Gerða höfðu stofnað heimili varð ég tíð- ur gestur hjá þeim. Þau urðu svo fyrstu vinirnir sem ég kynnti fyr- ir Lilju, verðandi konu minni, þegar við komum frá Patreksfirði til Reykjavíkur að kaupa okkur hringa. Og alla tíð síðan höfum við oftsinnis verið líkari einni fjöl- skyldu en tveimur. Guðfinnur, sem þau Eiki eignuðust síðasta árið í menntaskóla, var nokkrum árum eldri en hin börnin í vina- hópnum nána. En svo eignuð- umst við strák og þau annan, svo komu þrjár nokkuð jafnaldra stelpur og loks litlurnar, ein á hvoru heimili. Þessi börn bund- ust vináttuböndum jafnskjótt og þau komust til nokkurs þroska, svo að þar hefur aldrei borið skugga á. Fjölskyldurnar hafa ferðast saman, bæði innanlands og utan, og frá árinu 1970 höfum við æv- inlega verið saman á áramótum. Seinni árin hefur sá mannfagn- aður verið býsna fjölmennur því að börn, tengdabörn, barnabörn og ýmis viðhengi hafa bæst við eftir því sem á hefur liðið. Í ein- hverri áramótaveislunni, líkast til 1980, álpaðist ég til að flytja frumsaminn brag sem endaði á hendingunni: Eika ber um ára- mót / að ári mér að svara. Og hann svaraði; með frumsömdum texta, söng og gítarspili, vel vit- andi að ég er allt frekar en söngv- inn. En þarna var tónninn sleg- inn. Upp frá þessu varð það að hefð að heimafólk sæi um veit- ingar en gestir um skemmtidag- skrá með söngvum, verðlaunaaf- hendingu fyrir afrek ársins og öðru menningarefni. Það er mikill harmur að okkur kveðinn að þurfa að sjá á bak heilsteyptum, góðum og traust- um besta vini, hreinlyndasta og heiðarlegasta manni sem við höf- um nokkru sinni kynnst. En ljúf- ar minningar munu vísast lina sársaukann þegar frá líður. Við biðjum Guð að styrkja Gerðu og fjölskyldu, aðra ættingja og vini. Guðni Kolbeinsson og Lilja Bergsteinsdóttir. Genginn er Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri. Leiðir okkar Eiríks lágu fyrst saman snemma á æskuárunum í Keflavík. Við urðum miklir vinir og óaðskiljanlegir. Sessunautar í skóla, leikfélagar í frístundum og fermingarbræður. Leiðir skildi í bili eftir landspróf, er við fórum hvor í sinn menntaskóla, hann að Laugarvatni og ég í Menntaskól- ann í Reykjavík. Síðan lágu leiðir aftur saman, þegar við vorum fluttir til Reykjavíkur og höfðum stofnað heimili. Vinátta okkar hélst æ síðan. Sterk vináttubönd urðu einnig milli fjölskyldna okkar, en Eirík- ur hafði á Laugarvatni kynnst Þorgerði Guðfinnsdóttur, mikilli mannkostakonu, sem hann kvæntist síðar. Þorgerður eða Gerða, eins og hún jafnan er nefnd, var Eiríki afar traustur lífsförunautur og okkur fjöl- skyldunni mjög kær vinur. Eitt og annað vitjar hugans við fráfall Eiríks. Við komum okkur t.d. snemma upp ákveðnum tví- tóna blísturshljóðum, sem við notuðum sem kall- og svarmerki okkar á milli, þegar við þurftum að vita af staðsetningu hvor ann- ars og kallast á. Aðrir krakkar þekktu ekki þessi hljóðmerki og vissu því ekki hvað þau þýddu. Þau voru leyndarmál okkar Ei- ríks. Ég prófaði þetta hljóðmerki óvænt á Eiríki fyrir nokkrum ár- um. Hann svaraði samstundis nær ósjálfrátt með viðeigandi hætti. Hugur minn reikar einnig til þess ævintýris, þegar við eftir ferminguna fórum í tveggja daga hjólreiðaferð til Krýsuvíkur og Grindavíkur á DBS-hjólunum okkar með tjald og annan við- legubúnað. Þá voru allir vegir ómalbikaðir og algerar vegleysur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Við tjölduðum í Krýsuvík og lás- um uppáhaldsbókmenntirnar, Basil fursta. Svo skall myrkrið á og það var ekki alveg laust við að við værum draughræddir þar sem við kúrðum aleinir í svefn- pokum í náttmyrkrinu. En nýr dagur rann upp án þess að óvætt- ir næturinnar hefðu látið á sér kræla. Ferðin yfir til Grindavíkur reyndist torsótt, en allt þetta komumst við þó á sliguðu hjól- unum okkar. Báðum fannst okk- ur þetta talsvert afrek. Þá fórum við árið 1978 eftir- minnilega hringferð um landið ásamt fjölskyldum okkar. Við komum víða við. Auk ungra barna okkar var með í för heim- ilisköttur Eiríks og Gerðu, blind- ur og rófulaus, sem þau höfðu ekki fengið af sér að skilja eftir hjá ókunnugum. Í fyrstu leist mér ekkert á blikuna og sá fyrir mér eilíf vandræði með köttinn, sem myndi fá víðáttubrjálæði á hverjum áningarstað og við yrð- um stöðugt að eltast við hann og leita. En það var nú öðru nær. Hann reyndist hinn skemmtileg- asti ferðafélagi, sem aldrei strauk, en stundaði stöðugt flugnaveiðar með góðum árangri. Þarna mátti sjá hvernig þjálfuð heyrn getur leyst sjónina af hólmi. Eiríkur var mikill heiðursmað- ur og traustur vinur. Afar sam- viskusamur um allt, sem hann tók að sér og ósérhlífinn. Hvergi ber skugga á framgöngu Eiríks og trúmennsku hvort heldur er á æsku- og uppvaxtarárunum eða síðar. Það voru mikil forréttindi að fá að eiga Eirík Guðnason að vini. En nú er komið að leiðarlok- um. Eiríkur hefur kvatt þennan heim æðrulaus eftir mjög erfið veikindi. Góður vinur er genginn. Ég kveð hann með miklum trega og bið minningu hans og fjöl- skyldunni allrar blessunar. Björn Ólafur Hallgrímsson. Ég kynntist Eiríki Guðnasyni í tveimur áföngum. Fyrst sem for- sætisráðherra á reglubundnum fundum með bankastjórn Seðla- banka Íslands, en hann settist í bankastjórnina þremur árum eft- ir að ég tók við í Stjórnarráðinu. Þar kom hann mér fyrir sjónir sem alvörugefinn og vandaður embættismaður, töluglöggur og skýr og laus við að trana sér fram. Síðari áfanginn varð miklu skemmri en þeim mun drýgri fyr- ir okkar kynni. Þegar ég settist í bankastjórnina með þeim Eiríki og Jóni Sigurðssyni (hinum síðari í bankastjórninni) og síðar Ingi- mundi Friðrikssyni, í fyrstunni aðstoðarbankastjóra, breyttust hagir töluvert. Í rúma tvo áratugi samfellt hafði ég gegnt störfum sem kölluðu á mikla athygli og mátti segja að ég hefði í þeim get- að átt síðasta orðið í flestum ákvörðunum, a.m.k. að formi til. Í bankastjórninni voru bankastjór- arnir þrír með jafnt vægi valda, þótt formaðurinn færi fremstur meðal jafningja og talaði fyrir allra hönd út á við. En í því fólst, að eining varð að ríkja um þau sjónarmið sem hann sá um að kynna. Opinberar ræður for- manns bankastjórnar voru lesnar yfir af henni allri fyrir flutning þeirra, svo dæmi sé gefið. Þessi skipan fór iðulega framhjá mönn- um, viljandi eða óviljandi, þótt lagaramminn um bankastjórnina væri skýr og ljós. Nýi vinnustaðurinn var vissu- lega harla ólíkur hinum fyrri og utanaðkomandi áreiti allt annað og minna en ég hafði átt að venj- ast. En þar var margt góðra starfsmanna og samstarfið innan bankastjórnarinnar var til fyrir- myndar, en hún hélt fund á hverj- um einasta starfsdegi sínum. Í bankanum styrktist sú mynd sem ég hafði fengið af Eiríki Guðna- syni við fyrstu kynni. En nú komu fleiri hliðar á pesónu hans fram. Þótt hann væri prúður var hann fastur fyrir og fylginn sér. Hann var heill í öllu samstarfi enda í gerðinni heilsteyptur mað- ur. Hann var mjög starfsamur og gekk mjög skipulega að hverju verki. Og svo voru hinar hliðarn- ar. Eiríkur var einkar notalegur í samstarfi og átti sinn drjúga þátt í því að fundir bankastjórnar voru ekki aðeins vel fallnir til að taka ákvarðanir, heldur þess ut- an í hvert sinn ánægjuleg sam- verustund. Hann hafði léttan og græskulausan húmor og var, eins og Ingimundur félagi okkar, haf- sjór af fróðleik um bankann að fornu og nýju. Og svo kom þriðja myndin. Utan hinna alvöru- þrungnu veggja bankans átti Ei- ríkur til að breytast í allt annan mann. Söngur og tónlist var ríkur hluti af áhugamálum hans og Þorgerðar, hans góðu konu, æskuástar og trygga lífsföru- nauts. Þau komu víða við í kór og tónlistarstarfi. En það var þó ekki þriðji maðurinn sem ég gat um. Það var Eiríkur, sem við sér- stök tækifæri breyttist í eins manns hljómsveit og kór, náði einstökum tökum á áheyrendum, hvort sem það voru þunglamaleg- ir erlendir bankajöfrar eða inn- anhússmenn á árshátíðum. Mér féll sífellt betur við alla þessa góðu menn sem Eiríkur hafði að geyma. En mest mat ég hann fyrir staðfestu, dugnað og útsjónar- semi og samstarfið í bankastjórn- inni, þegar mest gekk á og Seðla- bankinn skilaði sínu svo vel, sem er smám saman að verða mönn- um ljósara, þrátt fyrir stöðugan og ódrengilegan áróður um hið gagnstæða, ekki síst frá lágreist- um mönnum sem ekkert lögðu sjálfir af mörkum. Eiríkur var til hins síðasta stoltur af störfum sínum í bankanum, og ekki síst á örlagatímanum þegar hann stóð vaktina er ágjöfin var mest. Og hann mátti vera það. Við Ástríður eignuðumst góða og trausta vini þar sem Eiríkur og Þorgerður voru. Til hennar hugsum við með hlýju núna og fólksins þeirra sem sakna hans og trega. Davíð Oddsson. Eiríkur Guðnason lést langt um aldur fram. Við unnum saman í hálfan fjórða áratug og áttum mikil og góð samskipti bæði í og utan vinnu. Ég minnist hans sem einstaklega trausts og vandaðs samstarfsmanns. Hann var góður félagi, glaður á góðri stund, orð- heppinn, ritfær og hagmæltur. Eiríkur helgaði Seðlabanka Ís- lands starfskrafta sína og lagði mikið af mörkum við mótun fag- legs verklags og vinnubragða í bankanum. Honum var jafnan mjög annt um hag bankans og starfsmanna hans og var alla tíð metnaðarfullur fyrir hönd þeirra og bankans. Á starfsferli sínum tók Eiríkur virkan þátt í mótun íslensks fjármálamarkaðar, með setu í mikilvægum nefndum og stjórnum, svo sem Verðbréfa- þings Íslands á mótunarárum þess. Hann axlaði snemma ábyrgð sem jókst jafnt og þétt með árunum. Eiríkur var ekki gefinn fyrir að láta á sér bera eða að hreykja sér af verkum sínum. Fingraför hans eru hins vegar á mörgu því sem vel var gert í þró- un íslensks fjármálamarkaðar og í Seðlabankanum í 40 ár. Eiríkur var gæfumaður í einkalífi og var annt um sína nán- ustu. Þeirra sorg er sárust nú. Við Gréta vottum Gerðu og fjöl- skyldunni innilega samúð okkar. Með Eiríki er genginn mikill sómamaður sem söknuður verður að. Ingimundur Friðriksson. Þegar ég hóf störf í Seðla- banka Íslands 1991 kynntist ég úrvalsfólki sem þar starfaði. Þar á meðal var Eiríkur Guðnason, sem þá veitti forstöðu peninga- máladeild bankans og var einn af aðstoðarbankastjórum hans. Þar hófst mikið og gott samstarf sem varð enn nánara þegar Eiríkur var skipaður bankastjóri 1994 og tók sæti í þriggja manna banka- stjórn. Á þeim vettvangi störfuð- um við saman daglega í 11 ár. Betri og traustari samstarfs- mann var ekki hægt að hugsa sér. Mannkostir hans nýttust vel í því starfi. Hann var nákvæmur og hugmyndaríkur, heiðarlegur og drengilegur. Bankastjórnin fjallaði daglega um öll þau mál sem snertu rekst- ur og stefnu bankans. Þau mál voru því margvísleg sem komu til meðferðar. Alltaf var Eiríkur málefnalegur og lagði gott til allra mála og stuðlaði alltaf að sameiginlegri niðurstöðu. Það var sjaldan sem við vorum ekki sammála, en þegar svo bar við létu báðir það gott heita og aldrei urðu nein eftirmál vegna þess. Það var skemmtilegt að vinna með Eiríki Guðnasyni og hann var drengur góður. Starfið kallaði á margvísleg samskipti utan bankans, m.a. ferðalög bæði innanlands og utan. Allt var það mjög ánægjulegt. Ei- ríkur átti það til að breyta drungalegum samkvæmum í gleðisamkomur með því að taka upp gítarinn, dreifa söngtextum sem hann hafði jafnvel sjálfur samið og stjórna fjöldasöng og leika sjálfur undir. Slíkir atburðir eru margir í ljúfum endurminn- ingum og Eiríkur var mikill gleði- gjafi. Eiríkur helgaði Seðlabanka Ís- lands alla sína starfsævi. Hann hóf störf þar sem ungur maður og óx af verkum sínum til æðstu metorða. Það var mikil gæfa fyrir Seðlabankann að fá að njóta starfskrafta hans á miklum um- brotatímum. Það var því með ólíkindum þegar það spurðist út að íslensk stjórnvöld með meiri- hluta Alþingis að baki sér teldu það nauðsynlegt fyrir framgang íslenskra efnahagsmála að losna við Eirík úr starfi og félaga hans í bankastjórninni. Það varð niður- staðan, en röksemdir fyrir þeirri ákvörðun hafa allar reynst fals- rök. Svona er hægt að fara með fólk með illum vilja. Eiríkur varð fyrir miklum von- brigðum með þessa ákvörðun. Hann bar höfuðið hátt og mætti í bankanum við öll tækifæri sem gáfust. En fráhvarf hans frá bankanum tók mjög á tilfinningar hans og ekki er ólíklegt að öll sú atburðarás hafi flýtt fyrir ótíma- bærum dauða hans. Við Sonja eignuðumst góða vini í Þorgerði og Eiríki og nutum margra ánægjustunda með þeim- .Við sendum Þorgerði og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að blessa minningu þessa góða drengs. Birgir Ísl. Gunnarsson. Eiríkur Guðnason lagði mikinn skerf til Seðlabanka Íslands og til uppbyggingar fjármálakerfisins á Íslandi. Hann átti allan sinn starfsferil í bankanum. Hann byrjaði eins og flestir sem venju- legur hagfræðingur en hófst með tímanum til æðstu metorða og varð aðalhagfræðingur, aðstoðar- bankastjóri og bankastjóri. Þar réðu verðleikarnir en ekki tengsl út fyrir bankann. Hann var fram- arlega í þeirri sveit sem sneri við bruna fjársparnaðar í landinu vegna hárrar verðbólgu og hand- stýrðra vaxta. Þar varð lausnin verðtrygging og markaðsákvarð- aðir vextir. Hann átti einnig mik- inn þátt í þróun fjármálamark- aða, líka sem formaður stjórnar Verðbréfaþings Íslands um ára- bil. En Eiríkur beitti sér ekki að- eins út á við. Hann ruddi braut nútímalegum vinnubrögðum og starfsháttum, þróaði upplýsinga- tækni og mótaði hagskýrslugerð bankans. Öll þessi saga er of rík til að hægt sé að gera henni skil hér en vonandi gefst til þess betra tækifæri síðar. Ég átti samstarf við Eirík í Seðlabanka Íslands sem spannaði rúma tvo áratugi. Ég minnist þess með miklum hlýhug. Hann var sjálfur vinnusamur og af- kastamikill. Hann var nákvæmur og sterkur á sínu faglega sviði. Hann hafði ákveðnar skoðanir á peningamálunum og færði fyrir þeim skýr og góð rök. En hann var enginn tréhestur. Hann var þægilegur viðræðu, hlustaði á rök annarra og meðtók nýjungar þeg- ar honum þótti þær vel grundað- ar. Og ég minnist þess að Eiríkur setti sig ekki á háan hest. Hann tók okkur nýliðunum vel og lét okkur finna að við værum sam- starfsmenn og félagar. En það var ekki síst hans létta lund og leiftrandi kímnigáfa sem gerði Eirík svo einstakan. SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.