Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
✝ Jóhanna Sig-urgeirsdóttir
var fædd á Kleifum
í Steingrímsfirði 7.
janúar 1926. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
1. nóvember 2011.
Hún var dóttir
hjónanna Sig-
urgeirs G. Áskels-
sonar, f. 22.5. 1901,
d. 26.5. 1975 og
Ólafar Gestsdóttur, f. 22.8. 1907,
d. 1.10. 1997. Þau Sigurgeir og
Ólöf eignuðust fimm börn og
var Jóhanna elst þeirra. Önnur
börn þeirra hjóna voru: Guð-
mundur Marz, f. 14.3. 1930, d.
30.4. 1960. Helena Hólm, f. 17.4.
1935, d. 9.2. 1997. Helena var
gift Bæringi Guð-
varðssyni og áttu
þau þrjár dætur,
Guðnýju, f. 12.6.
1963, Áslaugu, f.
8.6. 1964 og Ólöfu
Jóhönnu, f. 11.5.
1970. Garðar Hólm,
f. 24.4. 1940, d.
13.2. 1945 og Garð-
ar, f. 11.6. 1948.
Garðar er búsettur
í Noregi. Hann er
giftur Anne Marie Antonsen og
eiga þau tvö börn, Guðmund
Marz, f. 24.6. 1969 og Berit
Nönnu, f. 25.11. 1975.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fíladelfíukirkjunni í dag, 9. nóv-
ember 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
Þá hefur elskuleg systir mín og
mágkona kvatt þennan heim og
flutt inn í dýrðarhimin Guðs eftir
nærri 86 ár. Hún hafði lifað afar
góðu lífi þó hún, eins og fólk flest,
mætti erfiðleikum af ýmsu tagi
gegnum langt líf. Hennar lífi lauk
afar snögglega eftir, í raun vel-
heppnaða hjartaaðgerð, en hjart-
að var orðið svo uppgefið að henni
varð ekki bjargað.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar litið er yfir æviferil
hennar og okkar samveru. Hún
varð hálf „foj“ út í mömmu að
vera að eiga barn, konan komin á
gamals aldur. En, eftir að króginn
var kominn í heiminn var ég mið-
punktur heimsins og hef eiginlega
verið síðan. Lái mér hver sem vill
að hún skuli hafa verið í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ótalin eru
plöggin sem hún saumaði á okkur
Önnu og á börnin okkar, þangað
til við fluttum til Noregs, enda af-
bragðs saumakona. Hún vann
lengst af hjá Últíma og seinna hjá
Karnabæ og saumastofunni Sól.
Frá því við Anne fluttum til
Noregs 1983 komu þær mæðgur
mamma og Jóa á hverju ári í
heimsókn til okkar og voru þá
gjarna í einn og tvo mánuði. Það
voru ófáar ferðir sem farnar voru
með þær, bæði innanlands og til
Svíþjóðar og Danmerkur. Þær
höfðu einstaka ánægju af að
ferðast og eins bara að vera með
og hjá okkur og börnunum. Eftir
að mamma dó 1997, hélt Jóa upp-
teknum hætti og kom árlega í
heimsókn. Inn á milli komum við
svo í heimsókn til hennar. Var þá
jafnan farið í bíltúra í allar áttir.
Síðasti túrinn var uppí Heiðmörk
í endaðan október í ár og gladdi
það hana mjög að sjá landið sitt
vera að gróa upp og grænka. Allt
frá þeirri tíð þegar Birgir Ísleifur
fann upp orðasamsetninguna
„Græna byltingin“ einhverntíma
á fyrri öld, lifðu þessi orð í huga
hennar og vorum við oft minnt á
þessi fleygu orð hans.
Það er einkennileg tilfinning að
vera í íbúðinni hennar og hún er
ekki hér. Hún sem vildi allt fyrir
okkur gera og hafði alltaf góðan
mat á borðum. Við brugðum oft á
glens systkinin og var þá mikið
hlegið. Ekki áttaði hún sig þó allt-
af á glensi bróður hennar þegar
ég hringdi í hinum ýmsu gervum.
Kom þá fyrir oftar en einu sinni
að hún legði á tólið þegar ekkert
dugði og viðmælandinn gat ekki
skilið að hann hafði hringt í vit-
laust númer. Svo þegar ég hringdi
aftur hálfri mínútu síðar kom
„Æi, varst þetta þú, skömmin
þín“ og svo hlógum við bæði.
Nú situr hún í veislu í himna-
ríki sem haldin er til heiðurs þess-
ari yngismey sem hefur fengið
sinn dýrðarlíkama. Til borðs sitja,
ásamt henni, foreldrar okkar og
þrjú systkini sem fóru á undan.
Meðan fagnaðarlætin halda áfram
á himnum kveðjum við Jóu með
sárum söknuði.
Garðar Sigurgeirsson og
Anne Marie Antonsen.
Jóhanna Guðrún
Sigurgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku vinkona, takk fyr-
ir samfylgdina.
Guð geymi þig.
Karlotta, Ásgeir og dætur.
Jóhanna Andrésdóttir tók mér
opnum hlýjum örmum frá fyrsta
degi. Dóttur Vigfúsar Sigurjóns-
sonar tilvonandi eiginmanns
Hönnu sem átti eftir að standa við
hlið hennar í blíðu og stríðu þar til
hann féll frá árið 1983. Hanna og
pabbi eignuðust fjögur börn.
Andrés, Sigurjón, Hinrik og
Rannveigu. Yndisleg hálfsystkini
mín.
Hanna og pabbi sköpuðu sér
og sínum hlýtt og gott heimili þar
sem ég var alltaf velkomin. Ein.
Með Magga mínum heitnum. Með
börnunum mínum. Við áttum öll
alltaf vísan stað í glaðværðinni
hjá Jóhönnu Andrésdóttur.
Við Hanna höfum átt saman
margar dýrmætar stundir gegn-
um tíðina. Ekki hvað síst undan-
farin ár eftir að Hanna fluttist að
Hrafnistu í Hafnarfirði og við
hittumst reglulega. Hrafnistu
sem var framtíðarsýn afa míns
Sigurjóns Einarssonar skip-
stjóra, sem einatt var kenndur við
togarann Garðar, og ömmu minn-
ar Rannveigar Vigfúsdóttur.
Tengdaforeldra Jóhönnu Andrés-
dóttur sem nú er fallin frá eftir
langa og farsæla ævi.
Ég minnist Jóhönnu Andrés-
dóttur með hlýju og söknuði.
Fyrir mína hönd, barnanna
minna og barnabarna sem ávallt
áttu á vísan að róa í brosið og kon-
fektið hennar Hönnu ömmu
þakka ég fyrir áratugina sem við
áttum saman.
Kveðja,
Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir.
Þú varst ekki bara amma mín,
þú varst vinkona mín. Merkilegt
hvernig einhver sem fæddist 67
árum á undan mér gat skilið mig
svona vel, það var alltaf eins og þú
vissir hvað ég var að ganga í
Sigríður Jóhanna
Andrésdóttir
✝ Sigríður Jó-hanna Andr-
ésdóttir, Hanna
Andrésar, fæddist
á Siglufirði 15. des-
ember 1923. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 26.
október 2011.
Útför Hönnu fór
fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 3.
nóvember 2011.
gegnum, það var
eins og þú læsir
bæði hug minn og
hjarta. Ég þurfti
aldrei að segja þér
frá neinu, þú vissir
alltaf hvað var.
Við fórum oft í
strætó þegar ég var
lítil, bara til þess að
fara í strætó, þú
leyfðir mér að vera
með skartgripina
þína og nota varalitina, það þótti
mér endalaust vænt um, ég ætlaði
sko að vera svona falleg eins og
amma þegar ég yrði stór.
Við horfðum saman á sápu-
óperur og svart-hvítar bíómyndir
og töluðum um hvað leikararnir
væru sætir. Þú gerðir Swiss Miss
og ég mátti alveg borða smákakó-
duft, það verður aldrei jafn gott
og það var hjá þér.
Þegar ég byrjaði í menntaskóla
spurðir þú mig hvort það væri
ekki nóg af sætum strákum, það
gat ég alveg viðurkennt. Þú varst
alveg á sama máli, „já þeir eru svo
sætir á þessum aldri, en þú skalt
bara horfa með augunum, ekkert
meira“, held það sé eina dæmið
um að ég óhlýðnaðist þér.
Þú kvaddir mig alltaf með því
að segja „guð og allt gott veri með
þér“, stundum bættir þú ein-
hverju við þegar þér fannst ég
þurfa á því að halda, en svona
kvaddir þú mig alltaf.
Þú ert og hefur alltaf verið fyr-
irmyndin mín elsku amma, ég á
eftir að sakna þín endalaust og ég
er svo þakklát fyrir að hafa fengið
að hafa þig í lífinu, allt það sem þú
hefur kennt mér og gefið af þér,
það er ómetanlegt. – Inga María.
Elsku amma, þú varst alltaf
besti vinur minn þegar ég var lít-
ill, ég gat alltaf komið í heimsókn
til þín og gengið að því vísu að þú
ættir pönnukökur og kakó til
handa mér og tíma til þess að
segja mér sögu eða taka eitt spil.
Oft sátum við að spili saman og
þú reyndir að kenna mér mikil-
vægi þess að spila heiðarlega,
lexía sem þú gafst aldrei upp á að
kenna mér sama hversu oft þú
stóðst mig að því að fela eitt eða
tvö spil í erminni. Þú varst líka
minn helsti bandamaður, þú
stóðst alltaf með mér í öllu og
aldrei gat ég gert rangt í þínum
augum. Þegar ég hafði enga trú á
sjálfum mér trúðir þú á mig tvö-
falt og studdir mig alltaf heils
hugar í öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur. – Vigfús.
Þín dótturbörn,
Inga María og Vigfús
Almar Eyjólfsbörn.
Elsku Hanna mín, nú ert þú
farin á fund ættingja og vina á
himnum og ég veit að Bóbó beið
þín og tók opnum örmun.
Ég vil fá að þakka þér þinn þátt
í æsku minni og minningum, ég
held að það hafi ekki liðið dagur
að ég kom ekki í heimsókn annað
hvort í fylgd mömmu, sem var að
fara í vinnuna, eða bara til að
koma við og finna ykkar yndis-
lega viðmót gagnvart mér. Bóbó
var mér sem pabbi og sýndi mér
mikinn skilning og kenndi mér
margt, ég elskaði Bóbó af öllu
hjarta. Þegar ég kom til ykkar
hjóna var alltaf kaffi á könnunni
og eitthvað gómsætt, td. kanil-
kaka eða jafnvel smákökur þó
ekki væru komin jól. Þú, Hanna
mín, tókst alltaf á móti mér með
þitt fallega bros og innilegheit,
það var ekkert falskt við þig, það
fann ég snemma sem barn og gat
ég treyst þér fyrir tilfinningum
mínum, það var ekki svo sjaldan
að ég leitaði í skjól hjá ykkur. Þú
varst mikill fagurkeri á bók-
menntir og last sögur og kvæði af
einskærri snilld enda varstu feng-
in til að lesa jólasögurnar á jóla-
fundum Slysavarnafélagsins svo
langt sem minni mitt nær og oft
skemmtilegar sögur á styrktar-
kvöldum í Bæjarbíói fyrir Hraun-
prýði. Og ekki var leiðinlegt á 10.
maí þegar allt var fullt af tertu-
botnum, ávöxtum og rjóma og þið
mamma á fullu með ömmu sem
skrautfjöður og við krakkarnir að
selja merki eða hlaupa í sendi-
ferðir milli Sjálfstæðishúss og Al-
þýðuhússins, þú varst alltaf glöð
og brostir til mín þegar ég kom,
ég man ekki eftir einu einasta
styggðaryrði frá þér alla mína tíð,
en Bóbó gat verið stríðinn.
Þegar ég flutti svo á Austur-
götuna á meðan við hjónin vorum
að byggja gat ég alltaf treyst á
þig, hversu þreytt sem ég var þá
bara einhvernveginn rann af mér
þreytan og pirringurinn við að
koma við hjá þér, elsku Hanna
mín. Þér á ég margt að þakka.
Það er fjársjóður frá Guði að skynja
gleðina, sem skilningur elur af sér,
hverjum og einum útdeilir hann sínum
hlut í þeim mæli, sem honum sýnist vel
hæfa þeim manni, sem Drottinn hefir
velþóknun á.
Með bestu kveðju þar til við
hittumst öll að nýju.
Kveðja,
Rannveig Pálsdótttir.
Það var æðislegt að fá að gista
hjá afa Bóbó og Hönnu ömmu á
Austurgötu 40 í Hafnarfirði.
Reyndar algert ævintýri. Langafi
Sigurjón og langamma Rannveig
á jarðhæðinni í fyrstu minningum
– og síðan bara langamma Rann-
veig eftir að langafi dó 1969.
Langamma löngu síðar.
Hrjúfi en elskulegi afi Bóbó á
efri hæðinni – og í kjallaranum
innanum öll verkfærin, gráslepp-
unetin og allt það forvitnilega sem
þar var að finna. Og hlýja bros-
milda Hanna amma sem alltaf sá
það broslega og skemmtilega í til-
verunni.
Amma Hanna sem að kvöldinu
leiddi litla drenginn hennar
Hrefnu hans Bóbó sem var að
gista hjá afa og ömmu í Hafnar-
firði að spennandi bókahillunni. Á
mildilegan hátt hjálpaði Hanna
amma stráknum að velja góða
bók til að taka með í rúmið eftir
skemmtilegt kvöld – þar sem kúrt
var á gamla þurrkloftinu fyrir
framan sjónvarpið – með fulla
sælgætisskálina fyrir framan
okkur.
Sælgætisskálin tóm. Strák-
urinn alsæll og ánægður. Afi
Bóbó stundum á vakt í hliðinu hjá
Ísal. En Hanna amma með afa-
strákinn hans Bóbó að skoða allar
spennandi bækurnar. Með mild-
um róm og kímni talað með virð-
ingu um hverja bók fyrir sig.
Stundum lesið ljóð. Enda alin upp
í bókabúð á Sigló. Þar sem afi
Bóbó sigldi inn með síldina, fann
Hönnu ömmu og tók hana með
sér til Hafnarfjarðar. Rómantískt
upphaf í huga lítils drengs sem
fær að gista hjá afa og ömmu á
Austurgötunni.
Núna hefur Hanna amma yf-
irgefið þennan heim. Farin að
gantast við afa Bóbó á Austur-
götu 40 hinum megin við móðuna
miklu. Eða kannske á Jófríðar-
staðarveginum þar sem þau
bjuggu fyrri hluta búskapartíðar
sinnar – fyrir mitt minni.
Sé fyrir mér kímnina í augun-
um hennar Hönnu ömmu og hlýtt
brosið. Sé hvernig hrjúfi afi Bóbó
bráðnar allur og ljómar eins og
sólin yfir því að fá Hönnu sína aft-
ur, rauðbirkinn, rauðhærður og
ótrúlega myndarlegur.
Ég er svo ríkur að hafa átt afa
Bóbó og Hönnu ömmu sem var að
yfirgefa þennan heim.
Hallur Magnússon.
hlakkað til, en það var þegar þú
náðir í gítarinn og við sungum
með þér alla fallegu textana þína
og Guðna. Oft voru lögin einnig
eftir þig. Oft var liðið langt á
nóttina þegar síðust tónarnir dóu
út. Þakka þér fyrir öll þessi
skemmtilegu kvöld, bæði í veiði-
ferðum og einnig á árlegum vetr-
arfagnaði Skarfagengisins og á
árshátíðum gengisins.
Í janúar á þessu ári buðuð þið
Þorgerður veiðihópnum að koma
til ykkar í Borgarholt þar sem
þið voruð yfirlýstir ráðsmenn.
Það var ekki í kot vísað. Þar var
það trjáræktin sem fangað hafði
áhuga ykkar og gaf þar á að líta,
m.a. marga berjarunna, fyrir ut-
an allan venjulegar trjátegundir.
Við enduðum heimsóknina
með því að fara í kirkjuna í
Bræðratungu sem sonur ykkar
hafði málað fallega. Þið höfðuð
víða skotið rótum og hefðuð get-
að átt langt og gott ævikvöld
saman. En kallið kom og nú lifir
þú sem falleg minning.
Fagra, dýra móðir mín!
minnar vöggu griðastaður,
þegar lífsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín!
búðu um mig við brjóstin þín;
bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður!
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.)
Við kveðjum þig með söknuði
og biðjum Guð um að styrkja
Þorgerði, börn, tengdabörn og
barnabörnin þín.
Brynjar, Bryndís og
Sigurður Jónsson
frá Arnarvatni.
Þegar samferðamaður og vin-
ur deyr leitar hugurinn ósjálfrátt
til liðinna stunda. Stunda sem nú
verða enn mikilvægari í minning-
unni. Eiríkur Guðnason var mik-
ill vinur Árnesingakórsins í
Reykjavík um árabil. Upphaf
þeirra tengsla hófust þegar Þor-
gerður kona hans gekk til liðs við
kórinn og síðar gengu börn
þeirra hvert af öðru einnig til liðs
við hann.
Eiríkur var upphafsmaður
Klappliðsins, sem er stuðnings-
hópur maka kórfélaga. Árum
saman hefur sá hópur, undir
stjórn Eiríks, skemmt á árshá-
tíðum og hinum ýmsu skemmt-
unum kórsins, víðs vegar um
landið.
Eiríkur var mjög tónvís og átti
auðvelt með að semja lög og
texta. Ófáar eru tækifærisvís-
urnar sem hann samdi og flutti
svo skemmtilega við hin ýmsu
tækifæri. Hann gat auðveldlega
séð spaugilegar hliðar á ýmsum
atvikum sem áttu sér stað innan
kórsins og komið í bundið mál.
Gítarleikari var hann góður og
ávallt tilbúinn að spila hvenær
sem tækifæri gafst. Nánast allt
efni sem Klappliðið hefur flutt er
frumsamið eftir hann og einnig
hefur hann samið lög við texta
sína.
Á ferðum kórsins hérlendis og
erlendis var hann alltaf liðtækur
til hinna ýmsu verkefna, allt frá
miðasölu til fararstjórnar.
Ógleymanlegur er hann sem far-
arstjóri, ávallt mjög vel undirbú-
inn og hafði kynnt sér sögu og
staðhætti hverju sinni.
Síðustu árin gekk hann til liðs
við kórinn og léði bassanum rödd
sína, enda söngmaður góður.
Félagar Árnesingakórsins í
Reykjavík þakka Eiríki áralanga
tryggð og vináttu.
Elsku Þorgerður og fjöl-
skylda, við vottum ykkur inni-
lega samúð.
Fyrir hönd Árnesingakórsins í
Reykjavík
Herdís P. Pálsdóttir,
Ingibjörg Valdimarsdóttir
og Áshildur Emilsdóttir.
Upp rennur sólin og sýnir mér enn
hve sælt er að eiga þann vin
sem forsjónin er jörðu fyrir og menn.
Færir oss hlýju og skin.
Það er með sárum söknuði að
við kveðjum vin okkar Eirík
Guðnason. Hann var mikill gleði-
gjafi og nutum við þess ríkulega
félagar í Klappliði Árnesinga-
kórsins í Reykjavík.
Hann samdi fjöldann allan af
frábærum textum og lögum með-
al annars meðfylgjandi ljóð og
lag við það. Flestir textar Eiríks
höfðu einhvern boðskap að
geyma, sorg eða gleði. Hann
hafði ríka kímnigáfu og gætti
þess oft í textum hans.
Það var á söngferðalagi Ár-
nesingakórsins í Reykjavík, sem
Eiríkur kom að máli við nokkra
maka kórfélaga um að syngja
lagið O sole mio við texta sem
hann hafði samið. Eftir þetta
varð ekki aftur snúið og ákveðið
var að frumkvæði Eiríks að
stofna Klapplið Árnesingakórs-
ins í Reykjavík.
Þessu fylgdi mikil alvara og
sem formaður samdi hann lög og
reglur Klappliðsins og í 2. gr.
stendur: „Enginn getur orðið
formaður nema hafa verið það
áður“.
Í ferðum kórsins var Eiríkur
ávallt með gítarinn, stóð fyrir
fjöldasöng og flutti gamanmál
bæði í bundnu og óbundnu máli.
Síðasti vetrardagur skipaði
ákveðinn sess í huga Klappliðs-
ins, en undanfarin ár hélt Klapp-
liðið árshátíð sína þann dag í
Krumshólum. Við minnumst
einnig þeirra stunda sem við átt-
um með þeim Þorgerði og Eiríki
heima hjá þeim á Mánabrautinni.
Í september síðastliðnum hélt
Klappliðið mikla sönghátíð og
bauð til hennar kórfélögum og
velunnurum kórsins. Eingöngu
voru sungin lög upp úr Laga-
textabúri Klappliðsins, sem hef-
ur að geyma texta sem nánast
allir eru eftir Eirík og hann lék
undir af sinni alkunnu snilld. Nú
að leiðarlokum verður þessi
stund okkur öllum ógleymanleg.
Klappliðið þakkar Eiríki
trausta vináttu og ánægjulegar
samverustundir á liðnum árum
og saknar vinar í stað.
Sól gyllir gáru og glóa nú ský
bjartur er dagur á dröfn.
Bátur á báru er borinn á ný
utan af hafi í höfn.
(EG)
Við sendum Þorgerði, börnum
þeirra og barnabörnum, svo og
öðrum aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur.
F.h. Klappliðsins,
Ágúst Ágústsson.
Félagar í Rótarýklúbbi
Reykjavíkur – miðborg kveðja
góðan félaga og vin, Eirík
Guðnason.
Traust handtak, ljúft og yfir-
vegað viðmót voru einkennandi
fyrir Eirík. Hann var oft hnytt-
inn í tilsvörum á sinn hógværa
hátt og var góður hlustandi. Það
var ánægjulegt að umgangast
hann og kynnast viðhorfum hans
og lífssýn.
Eiríkur gekk í klúbbinn í nóv-
ember 1995. Hann var áhuga-
samur í starfi klúbbsins og lagði
sitt af mörkum til þess að efla
það. Hann gegndi m.a. starfi for-
seta starfsárið 1998-1999.
Fyrir nokkrum árum tóku
Eríkur, Þorgerður og fjölskylda
að sér norskan rótarýskipt-
inema, Hanne. Það var mikil
gæfa fyrir Hanne, því hjá þeim
eignaðist hún íslenska fjölskyldu
sem hefur haldið tengslum og
tryggð við hana ávallt síðan. Þær
móttökur voru klúbbnum til mik-
ils sóma.
Mannkostum búinn.
Skilur eftir minningar
og góðan vitnisburð
um gott vinarþel.
Hans verður saknað í röðum
okkar félaganna í RRM.
Við vottum fjölskyldu Eiríks
samúð og kveðjum hann með
þakklæti fyrir góða samferð.
Fyrir hönd félaga í Rotarý-
klúbbnum Reykjavík – miðborg,
Margrét Theodórsdóttir.