Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 12
Vinningshafi » Guðmundur Eggert Gíslason færði vökudeild 23 D, nýbura- og ung- barnagjörgæslu Barnaspítala Hrings- ins, 150.000 króna peningagjöf. » Gafst kjörið tækifæri til að styrkja deildina þegar hann var með 13 rétta á laugardagsseðlinum í Íslenskum get- raunum. » Hefur aldrei unnið jafn háa upp- hæð og missir nú ekki úr laugardag í Ís- lenskum getspám. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það var vel tekið á móti Guðmundi Eggerti Gíslasyni þegar hann færði vökudeild 23 D, nýbura- og ungbarnagjörgæslu Barnaspítala Hringsins, 150.000 króna peningagjöf. Guð- mundur Eggert vildi með þessum hætti þakka starfsmönnum og starfsemi vökudeildar fyrir sig og fjölskyldu sína. En hann fæddist fyrir tímann árið 1988 og dvaldi á vökudeildinni í um 7 vikur. Það var síðsumars sem Guðmundur Egg- ert var með 13 rétta á laugardagsseðlinum í Íslenskum getraunum. En þar er giskað á úr- slit í fótboltaleikjum. Hann hafði velt fyrir sér í nokkurn tíma hvernig hann gæti orðið vöku- deildinni að liði og gafst þarna kjörið tækifæri til að færa deildinni hluta upphæðarinnar að gjöf. „Ég hef unnið kannski nokkra þúsund- kalla hér og þar en aldrei jafn stóra upphæð svo þetta var nú svolítið sjokk. Það borgar sig stundum að fylgjast með boltanum og nú missi ég varla úr laugardag,“ segir Guðmundur Eggert sem heldur með Leeds United ytra en Keflavík hér heima. Hann segir gjöfina hafa komið starfsfólki deildarinnar á óvart og var það að vonum mjög glatt. En hann fékk síðan að fara í smá skoð- unarferð um deildina. Guðmundur Eggert stundar viðskiptafræðinám við Háskóla Reykjavíkur og hefur fylgst vel með boltanum og getraununum síðan hann var smástrákur. Færði vökudeild hluta vinningsfjár  „Borgar sig stundum að fylgjast með boltanum,“ segir Guðmundur Eggert Gíslason  Dvaldi í sjö vikur á vökudeild árið 1988 og vildi þakka fyrir sig með gjöfinni Gleði Það var að vonum tekið vel á móti Guðmundi Eggerti Gíslasyni á vökudeild 23 D. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Skógræktarfélög og verslanir undir- búa nú sölu á jólatrjám en aðventan hefst um næstu helgi. Stór hluti jóla- trjánna sem seldur er hér á landi rr frá Danmörku en íslensk jólatré eru aðeins um fjórðungur af heildarsöl- unni. Hefur það hlutfall haldist nær óbreytt undanfarin fimmtán ár. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, áætlar að selja 2.000-2.500 jólatré í ár en salan hefst um næstu helgi á ár- lega jólamarkaðnum við Elliðavatn. Það er svipaður fjöldi og síðustu ár en Helgi nefnir að færst hafi í aukana að fjölskyldur velji sér tré í Heið- mörk og felli það sjálfar. „Það er jöfn aukning í þessu en við byrjuðum að bjóða upp á þetta fyrir um sjö árum. Fjölskyldufólki virðist líka þetta vel og stundum sér maður þrjár kyn- slóðir koma saman í bíl og eiga nota- lega og skemmtilega fjölskyldustund við að velja sér tré og höggva það,“ segir Helgi og bætir við að gert sé ráð fyrir að 1.500-1.800 tré verði höggvin af kaupendunum sjálfum í ár. Opna smásölu á íslenskum jólatrjám Aðspurður segist Helgi telja að al- mennt vilji fólk kaupa íslensk tré en það eigi oft erfitt með að átta sig á því hvaða tré í verslunum eru íslensk og hvaða tré eru innflutt. „Maður finnur það oft á fólki að það telur inn- fluttu trén vera íslensk og telur sig vera að styðja við gott íslenskt mál- efni. Svo er það ekki fyrr en maður bendir á það, sem fólk áttar sig á því að trén eru innflutt.“ 10. desember nk. munu skógrækt- arfélögin í fyrsta sinn opna smásölu á jólatrjám í miðbæ Reykjavíkur. „Skógræktarfélögin ætla að koma saman og selja tré sín á svæðinu milli BSÍ og N1-bensínstöðvarinnar á Hringbraut og þangað getur fólk komið og keypt íslensk tré. Félögin eru að reyna að sækja fram með ís- lenskar vörur,“ segir Helgi. Mesta salan í torgtrjám Skógrækt ríkisins selur á bilinu 2.000-3.000 tré á ári, stafafuru, rauð- greni og blágreni, sem felld eru í u.þ.b. tíu stöðum víðsvegar um land- ið. „Það er veruleg minnkun frá því fyrir 10-15 árum þegar við vorum með megnið af innanlandsmark- aðnum,“ segir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skóg- rækt ríkisins. „Það hefur dalað hjá okkur en á móti kemur að það hefur aukist hjá skógræktarfélögunum og nú eru að auki nokkrir skógar- bændur komnir inn á þennan markað sem er þróun af hinu góða. Heild- arfjöldi íslenskra jólatrjáa á mark- aðnum hefur hinsvegar nær ekkert breyst í um 15 ár og seljast um tíu þúsund tré á ári.“ Líkt og hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur getur fólk komið í skóga Skógræktar ríkisins og fellt sitt eigið jólatré eða keypt tré sem þegar hef- ur verið fellt. Telur Þröstur að tals- verð aukning hafi verið í því undan- farin ár. „Hinir og þessir klúbbar selja jólatré frá okkur víða um land en við erum með lítinn hluta af höf- uðborgarmarkaðnum,“ segir hann. „Stór hluti af okkar sölu núorðið er ekki stofutrén heldur torgtré, stóru jólatrén sem sveitarfélögin, verslanir og verslanamiðstöðvar kaupa, og er- um við stærsti aðilinn á þeim mark- aði.“ Þegar er byrjað að afhenda torgtrén en það er ekki fyrr en í des- ember sem stofutrén verða afhent til söluaðila. Norðmannsþinur og rauðgreni Sala á jólatrjám hefst í þessari viku hjá Blómavali. Að sögn Ásdísar Lilju Ragnarsdóttur, deildarstjóra Blómavals í Skútuvogi, er danski norðmannsþinurinn og íslenska rauðgrenið vinsælast en að auki selst lítið eitt af stafafuru. Hún telur að sala á íslenskum trjám sé að færast í aukana. „Sérstaklega salan á rauð- greni en fólk er líka farið að fara út í skóg og velja sjálft en það hefur ekki bitnað á sölu hjá okkur,“ segir hún. Þá fer sala á jólatrjám einnig að hefjast í Garðheimum og tekur Steinunn Reynisdóttir garðyrkju- fræðingur undir að vinsældir ís- lensku trjánna hafi aukist. „Það er aukning í því að fólk vilji íslensk tré síðustu árin. Meirihlutinn trjánna sem við seljum er innfluttur en þau íslensku eru alltaf að sækja á,“ segir Steinunn. Hún segir norðmannsþin- inn vinsælastan þar sem hann sé barrheldinn en einnig njóti íslenska stafafuran og rauðgrenið nokkurra vinsælda, auk þess sem blágrenið sé að sækja á. Íslensk tré fjórðungur sölu  Sala íslenskra jólatrjáa hefur staðið í stað sl. 15 ár  Um tíu þúsund íslensk jólatré seljast á ári  Færist í aukana að fjölskyldur velji tré og felli það sjálfar Morgunblaðið/RAX Jólatré Ólafur Erling Ólafsson, skógarvörður í Heiðmörk, er byrjaður að höggva niður tré sem verða seld á jólamarkaðnum við Elliðavatn. Kirkjuþing sem lauk sl. föstudag samþykkti áskor- un á Alþingi „að hafa ákvæði um íslenska þjóð- kirkju í því frum- varpi til nýrrar stjórnarskrár sem þingið af- greiðir með formlegum hætti eða leggur undir ráðgefandi þjóðar- atkvæði,“ segir í ályktun. „Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun.“ Í ályktun þingsins um skóla og kirkju er hvatt til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trú- ar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Ís- landi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir. Ákvæði um þjóð- kirkju verði í nýrri stjórnarskrá Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti við lok kirkjuþings að hann hygðist láta af störfum á næsta ári. Hann gerir ráð fyrir að nýr vígslubiskup verði vígður á Hólahátíð í ágúst 2012. Sr. Jón, sem kjörinn var vígslubiskup- um á Hólum árið 2003, sagði af þessu tilefni að honum þætti kominn tími til að láta af embætti og að hann hefði sagt embætti sínu lausu með bréfi dagsettu 10. þessa mánaðar. ,,Mér er efst í huga þakklæti fyrir þá miklu náð og blessun sem mér hefur hlotnast í embætti þau hart- nær 40 ár sem ég hef starfað,“ sagði Jón í ræðu sinni á kirkjuþingi er hann tilkynnti starfslok sín. Hann sagðist jafnframt þakka kirkjuþingi gott samstarf og bað því blessunar. Kveður Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Vígslu- biskup lætur af störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.