Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Í Silfri Egils í gær var uppstillingineins og venja er, einn hægrimað- ur á móti fjórum og breytti engu þó að helsta umræðuefnið væri lands- fundur Sjálfstæðisflokksins.    Baldur Þórhallsson, varaþing-maður Samfylkingarinnar, var að sjálfsögðu á staðnum, enda nauð- synlegt að fá ekki aðeins fram hlut- laust mat Árna Þórs Sigurðssonar á landsfundinum.    Baldur tjáði sigum mismun- andi tillögur um Evrópusambands- mál sem voru óút- kljáðar á fundinum á meðan þátturinn stóð yfir.    Hann sagði að í rauninni væribara verið að takast á um smá- atriði, „það er hvort það eigi að slíta aðildarviðræðunum eða gera hlé. Um það er ágreiningurinn. Ég veit nú ekki alveg hver meiningarmun- urinn er þar.“    Svo bætti hann því við að „Evr-ópusinnar“ hefðu augljóslega algerlega orðið undir á fundinum og hreinlega verið „kastað út“ og væru „ekki lengur með“.    Auðvitað var engum kastað út, enminnihlutinn fékk ekki að ákveða stefnuna frekar en annars staðar þar sem farið er að leik- reglum lýðræðisins.    Það er hins vegar hárrétt stöðu-mat hjá varaþingmanninum að enginn munur sem máli skiptir var á tillögunum sem kosið var á milli. Sjálfstæðismenn komust að sömu niðurstöðu og áður, að þeir vilja hætta aðlögunarviðræðunum og vilja ekki aðild. Sú stefna þarf ekki að koma neinum á óvart. Baldur Þórhallsson Enginn meiningar- munur STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 5 heiðskírt Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 7 þoka Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki -7 heiðskírt Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 11 skýjað London 7 þoka París 11 heiðskírt Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 6 heiðskírt Berlín 7 heiðskírt Vín 1 alskýjað Moskva -3 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -15 léttskýjað Montreal 11 skúrir New York 13 alskýjað Chicago 5 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:15 16:13 ÍSAFJÖRÐUR 10:43 15:55 SIGLUFJÖRÐUR 10:27 15:37 DJÚPIVOGUR 9:50 15:37 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa fór fram við bráða- móttöku Landspítalans í gærmorg- un. Hún hófst með ávarpi forseta Ís- lands, en kl. 11 var einnar mínútu þögn. Með athöfninni var ætlunin að minnast fórnarlamba umferðarslysa en jafnframt heiðra þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynn- ingu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum. Fulltrúar þeirra starfstétta voru viðstaddir en það voru áhöfn þyrlusveitar Landhelgis- gæslunnar, lögreglu-, sjúkraflutn- inga-, björgunarsveitar- og slökkvi- liðsmenn auk lækna, hjúkrunarfólks og starfsmanns Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Svipuð minningarathöfn fór fram á sama tíma við Sjúkrahúsið á Akur- eyri. Erfitt ef börn eiga í hlut Við athöfnina á Landspítalanum sagði Leifur Halldórsson rannsókn- arlögreglumaður frá reynslu sinni og störfum á vettvangi umferðar- slysa. Hann segir að það sé alltaf mjög erfitt að koma að umferðar- slysum, sérstaklega ef börn eiga í hlut. „Eftirvinnslan er líka erfið og við rannsóknarlögreglumennirnir erum oft í hlutverki sálusorgara,“ segir Leifur. Hann hefur verið í lög- reglunni síðan árið 1998 en hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður árið 2007 og er nú í rannsóknardeild al- mennu deildar LRH sem sinnir m.a. umferðar- og vinnuslysum. Hann segir að með árunum verði að einhverju leyti auðveldara að koma á vettvang umferðarslyss en að vissu leyti venjist það aldrei. „Það sem venst aldrei er sá hluti starfsins að sinna fólki eftir á,“ segir Leifur en rannsóknarlögreglumenn gæta hagsmuna fórnarlamba gegnum rannsókn slysa og snýst starf þeirra því um miklu meira en að rannsaka aðeins slysstaðinn. „Vettvangs- vinnan kemst upp í vana, þar fer maður í ákveðinn gír og gerir það sem þarf að gera en eftirvinnan og það að koma að slysum þar sem börn eiga í hlut venst aldrei.“ Leifur segir að þrátt fyrir að reyna að reiðast ekki í starfinu verði hann oft fúll þegar komið er að slysi þar sem hinn látni eða slasaði notaði ekki bílbelti. „Það er svo tilgangs- laust að maður verður pirraður, að þessi litla hreyfing sem hefði getað komið í veg fyrir meiðslin var ekki framkvæmd.“ Eru oft í hlutverki sálusorgara Morgunblaðið/Árni Sæberg Minningarathöfn Athöfnin hófst á ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.  Eftirvinnsla umferð- arslysa venst aldrei 12 banaslys í umferðinni » Á hverju ári látast um 1,2-1,4 milljónir manna í umferðar- slysum í heiminum og hundruð þúsunda bíða varanlegan skaða. » Síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi hinn 26. maí 1968 hafa 958 manns látið lífið í umferðinni og rúmlega 8.600 manns hlotið alvarleg meiðsl. » U.þ.b. 2% allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum um- ferðarslysa og er þetta hærra hlutfall en fjöldi þeirra sem lát- ast t.d. af völdum berkla og mal- aríu. » Það sem af er árinu hafa 12 manns látist í umferðinni hér á landi, þar af er helmingur þeirra 17 ára og yngri. » Í upplýsingum sem Umferðarstofa tók saman um algengustu dánarmein fólks á aldrinum 17-26 ára á Íslandi kemur í ljós að á árunum 1999 til 2008 voru umferðarslys al- gengasta dánarorsök kvenna á þessum aldri og er hún tvöfalt algengari orsök en sjálfsvíg sem er næstalgengasta orsökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.