Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 29. nóvember á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 29. nóvember í 21 nótt Frá kr. 109.900 Stökktu til Verð kr. 109.900 Netverð á mann, m.v. tvo til fjóra í herbergi/stúdíó/íbúð í 21 nótt. Verð kr. 169.900 allt innifalið Netverð á mann, m.v. tvo í herbergi á Jardin del Atlantico í 21 nótt með allt innifalið. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Á þessum fundi höfum við verið að meitla vopnin fyrir baráttuna og þau munu skila árangri,“ sagði Bjarni Benediktsson, endurkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni á lokadegi landsfundar flokks- ins sem haldinn var í Laugardals- höll. Í kosningunni til formanns hlaut Bjarni alls 727 atkvæði eða sem jafn- gildir um 55 prósentum greiddra at- kvæða. Mótframboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hlaut 577 atkvæði eða um 44 prósent. Alls tóku 1.323 þátt í kosningunni um formann flokksins sem fram fór í gær. „Flokkurinn mun sterkari“ Eftir að úrslit lágu ljós fyrir sagð- ist Bjarni vera óendanlega þakklát- ur þeim mikla og mikilvæga stuðn- ingi sem honum hefði verið sýndur á landsfundinum. Jafnframt væri það honum mikill heiður að fá áfram- haldandi tækifæri til að gegna for- ystu og leiða sterkasta og mikilvæg- asta stjórnmálaafl landsins á þessum mikilvægu tímum. Hann segir ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn standi sterkari fótum nú en hann gerði fyrir landsfund. „Flokkurinn er mun sterkari. Hing- að höfum við mætt til þess að herða stálið fyrir átökin sem framundan eru gegn vinstristjórninni.“ Í ræðu sinni á fundinum sagði Bjarni m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn byggi yfir öllum þeim eiginleikum sem þurfa þykir til að mæta ósk þjóðarinnar um að fleyta landi og þjóð áfram á sigurbraut. „Og að við verðum aftur Ísland, landið þar sem að best er að búa, landið sem skipar sér stað meðal þjóða þar sem lífskjör eru hvað mest.“ Ríkisstjórnin sundurlynd Ólöf Nordal var endurkjörin vara- formaður Sjálfstæðisflokksins með 80 prósent gildra atkvæða og segist hún vera hrærð yfir þeim mikla stuðningi sem hún fékk í kjöri til embættisins. Halldór Gunnarsson í Holti, sem jafnframt bauð sig fram til sama embættis, fékk níu prósent atkvæða og Hanna Birna sjö. „Ég er mjög þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk á þessum fundi. Eindreginn stuðning til þess að halda áfram því starfi sem að ég hef verið að sinna,“ segir Ólöf og bætir við að landsfundurinn hafi verið mjög árangursríkur og já- kvæður fyrir flokkinn. „Við höfum verið að takast hér á við mikilvæg mál. Við höfum verið að skerpa sýn- ina og það hefur verið einstaklega góður andi á þessum fundi.“ Að- spurð hvernig hún meti stöðu flokksins nú eftir landsfund segir Ólöf engan vafa á því leika að flokk- urinn sé mun sterkari nú enda hafi hann náð að sameinast á fundinum og tekið afstöðu til mikilvægra deilumála. Næstu skref flokksins eru skýr að hennar mati; að halda áfram að styrkja stöðu Sjálfstæðis- flokksins og vinna að því að koma sitjandi ríkisstjórn frá völdum. „Okkur miðar ekkert áfram því hún er sundurlynd og sér ekki þær lausnir sem að bíða okkar í náinni framtíð. Við þurfum að ræða við fólk, skýra okkar stefnu, okkar sýn og undirbúa flokkinn fyrir næstu kosningar.“ Morgunblaðið/Golli Endurkjör Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í gær með um 55 prósentum greiddra atkvæða. Herða stálið fyrir átökin  Formaður og varaformaður einhuga um að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterk- ur frá landsfundi  Næsta mál á dagskrá að koma ríkisstjórninni frá völdum Morgunblaðið/Árni Sæberg Skýr niðurstaða Ólöf Nordal var endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 80 prósent atkvæða. „Ég var auðvitað að vonast eftir annarri niður- stöðu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, eftir að úrslit um kosningu til for- manns lágu ljós fyrir. „Ég hef tal- að fyrir því að það þurfi að verða breytingar á forystu Sjálf- stæðisflokksins en niðurstaðan er þessi og ég uni því.“ Hún segist eng- ar ákvarðanir hafa tekið um næstu skref. „Ég er kjörinn fulltrúi í Reykjavík og verð það áfram en svo sjáum við til með framhaldið.“ Tekur hún undir þau ummæli að flokkurinn standi nú sterkari fótum. „Ég held að flokkurinn styrkist bara við að fara í gegnum svona lýðræðis- legar kosningar.“ Hanna Birna segir það jafnframt ljóst að hún hafi ekki náð þeim árangri sem hún ætlaði sér með framboði sínu og að það séu vissulega vonbrigði. „Fundurinn á endanum ræður þessu og þetta er niðurstaðan.“ khj@mbl.is Hlaut um 44 prósent atkvæða  Vildi sjá breyt- ingar á forystu Hanna Birna Kristjánsdóttir Samþykktar voru breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins með yf- irgnæfandi meiri- hluta á landsfundi flokksins í gær. Tillaga Elliða Vignissonar, bæj- arstjóra í Vest- mannaeyjum, var felld á fundinum en hún var þess efnis að tillögum framtíðarnefndar flokksins um breyttar skipulagsreglur yrði vísað til kjördæmisráða og síðan fjallað um þær á fundi flokksráðs á næsta ári. Samkvæmt nýsamþykktum skipulagsreglum er miðstjórn flokksins m.a. skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokks- manna um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félagsmönnum. Breytingar á skipulags- reglum Kristján Þór Júlíusson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég tel að flokkurinn komi sterkur út úr þessum landsfundi og að allir hafi haft fullan sóma af þeim kosningum sem hér fóru fram. Þær voru drengi- legar og niðurstaðan afgerandi þannig að ég tel að flokkurinn hafi eflst við þennan fund,“ segir Geir H. Haarde, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég er líka mjög þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið hér á fundinum.“ Geir var meðal þeirra fjölmörgu sem ávörpuðu lands- fund flokksins um liðina helgi og vék hann að stöðu stjórnmála á Íslandi í ræðu sinni en þar sagði hann m.a. að núverandi ríkisstjórn hefði mistekist að snúa við ástandinu í landinu og því væri það mikilvægasta verk- efnið í stjórnmálum í dag að koma ríkisstjórninni frá völdum. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, var kosinn ræðumaður landsfundar af Málfundafélaginu Óðni og verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins en í tilkynningu segir að ræða Dav- íðs hafi þótt bæði hæfilega löng og hnyttin. Í öðru sæti var séra Halldór Gunnarsson en einnig fengu Geir H. Haarde, Elliði Vignisson, Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir góða kosningu fyrir ræður sínar. Geir segist þakklátur fyrir mikinn stuðning  Davíð Oddsson kosinn ræðumaður nýliðins landsfundar Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræðustól Davíð Oddsson, fyrrum formaður Sjálfstæð- isflokksins, ávarpar fundinn síðastliðinn laugardag. Geir Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.