Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Sudoku Frumstig 6 9 5 2 3 6 1 9 8 2 6 4 6 4 2 3 8 1 8 2 3 4 2 6 5 3 2 4 6 8 1 7 2 6 4 6 1 5 1 6 8 2 7 9 9 5 4 8 2 8 6 7 8 1 9 1 3 7 8 5 5 2 3 1 8 5 2 6 7 9 8 7 3 2 2 8 5 6 1 4 9 8 3 5 6 7 2 7 6 5 9 2 1 8 4 3 2 3 8 4 6 7 5 9 1 5 7 4 6 9 2 1 3 8 3 8 6 1 5 4 9 2 7 9 1 2 3 7 8 4 5 6 4 2 7 5 1 6 3 8 9 8 9 1 2 4 3 7 6 5 6 5 3 7 8 9 2 1 4 7 8 1 2 6 9 5 4 3 6 5 2 7 4 3 1 8 9 9 3 4 8 1 5 2 7 6 3 1 6 4 5 8 9 2 7 4 2 7 1 9 6 8 3 5 5 9 8 3 7 2 4 6 1 1 4 3 9 8 7 6 5 2 8 7 5 6 2 1 3 9 4 2 6 9 5 3 4 7 1 8 1 7 5 2 6 4 3 8 9 8 2 9 3 7 1 6 5 4 3 6 4 9 5 8 1 2 7 4 1 2 6 3 9 8 7 5 6 9 7 4 8 5 2 3 1 5 8 3 1 2 7 4 9 6 2 4 8 5 9 6 7 1 3 9 3 1 7 4 2 5 6 8 7 5 6 8 1 3 9 4 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 21. nóvember, 325. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönn- um misgjörðir þeirra, þá mun og fað- ir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Í síðustu viku varð Víkverji þess varhversu íslenskir neytendur eru meðvitaðir um rétt sinn. Ákveðinn netmiðill fjallaði um að ákveðin vara væri gölluð og að þeir sem hana ættu fengju nýja vöru í staðinn. x x x Það sem var skemmtilega óþægi-legt sérstaklega fyrir þann miðil og auðvitað þá verslun sem seldi vör- una var það að fréttin var röng og neytendur áttu ekki þann rétt sem þeir höfðu lesið um í fjölmiðlum. Margir voru svekktir og var dagurinn erfiður hjá starfsmönnum verslunar- innar. Íslendingar láta svona fréttir aldrei framhjá sér fara. x x x Víkverji fór um daginn á skemmti-lega bíósýningu um blaðamann- inn Tinna til þess að vekja bernsku- minningar. Myndin var auðvitað góð enda leikstýrt af engum öðrum en Steven Spielberg en hún náði þó ekki sömu áhrifum og fengust við lestur teiknimyndablaðanna. x x x Myndin hafði áreiðanlega ekkiþau áhrif á yngri áhorfendur sem Víkverji vonaðist til, það er að segja að hvetja til lesturs teikni- myndablaðs. En hvernig eiga teikni- myndabækur að keppa við alla þá tæknivæddu afþreyingu sem nú er í boði fyrir börn og unglinga? x x x Það þarf ekki endilega gera ráðfyrir því að það sé erfitt að vera dansdómari, og þá sérstaklega ef sá kann ekki að dansa. Víkverji varð vitni að dramakenndum og klisju- kenndum lýsingum á dagskrá RÚV nú um helgina. x x x Hvar er frumleikinn í íslenskridagskrárgerð? Það er áreið- anlega ekki í danskeppnisþætti hjá Ríkissjónvarpinu þar sem bæði dóm- arar og kynnar herma eftir töktum amerísks og bresks sjónvarpsfólks. Það er dálítið mikið þreytt að mati Víkverja. Og aðeins meira en það. víkverji@mbl.is Víkverji skrifar Krossgáta Lárétt | 1 gagnlegur hlutur, 8 sterk, 9 auð- ugur, 10 verkfæri, 11 aulana, 13 sigruðum, 15 svívirða, 18 málms, 21 löður, 22 dökkt, 23 byggt, 24 samkomulag. Lóðrétt | 2 sníkjudýr, 3 afturkerta, 4 kopta, 5 klæðlaus, 6 kvenfugl, 7 örg, 12 eyktamark, 14 veiðarfæri, 15 sæti, 16 fiskana, 17 að baki, 18 askja, 19 töldu, 20 pest. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rétta, 4 þrasa, 7 ylinn, 8 lítil, 9 ill, 11 anna, 13 frár, 14 sukki, 15 þykk, 17 skúm, 20 hal, 22 klípa, 23 Jótar, 24 rotna, 25 tinna. Lóðrétt: 1 reyna, 2 teikn, 3 asni, 4 þoll, 5 aftar, 6 aular, 10 lokka, 12 ask, 13 fis, 15 þokar, 16 klínt, 18 kátan, 19 merja, 20 hana, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sagnhafi ársins. S-Allir. Norður ♠Á9743 ♥K8763 ♦Á6 ♣7 Vestur Austur ♠-- ♠D82 ♥DG952 ♥104 ♦109 ♦DG85432 ♣KD10982 ♣G Suður ♠KG1065 ♥Á ♦K7 ♣Á6543 Suður spilar 7♠. Geir Helgemo tók þátt í norsku bik- arkeppninni í fyrra. Slíkt telst auðvitað ekki til stórtíðinda, því þótt Helgemo sé atvinnuspilari og leiki listir sínar víða um heim, er maðurinn norskur að uppruna og tekur í spil þegar hann kemur á heimaslóðir. Alla vega; Geir var í suður og opnaði á 1♠, Standard. Vestur sagði 2♠ til að sýna hjarta og láglit (Michaels), en síðan tók norður við keflinu og stýrði sögnum hnitmiðað upp í alslemmu. Útspilið var ♣K. Það er ærið verkefni fyrir dauðlega spilara að rata réttu leiðina með allar hendur uppi, en Helgemo vann slemm- una við borðið. Fyrir þá úrvinnslu sína var Helgemo útnefndur „sagnhafi árs- ins 2010“ af Alþjóðasambandi brids- blaðamanna. Lesandinn hefur tíma til morguns að finna vinningsleið norska meistarans. 21. nóvember 1942 Fyrsta einkasýning Nínu Tryggvadóttur var opnuð í Garðastræti 17 í Reykjavík. Á sýningunni voru sjötíu mál- verk, meðal annars manna- myndir. „Mynd eftir Nínu set- ur menningarblæ á hvaða herbergi sem er,“ sagði Hall- dór Laxness í umsögn í Þjóð- viljanum. 21. nóvember 1975 Gunnar Gunnarsson skáld lést, 86 ára. Meðal þekktustu verka hans eru Saga Borgar- ættarinnar, Fjallkirkjan og Svartfugl. Jóhann Jónsson lýsti Gunnari svo: „Hann er fyrsta skáld vort á síðari öld- um sem ritað hefur íslenskar heimsbókmenntir.“ 21. nóvember 1984 Kynntar voru niðurstöður könnunar Hagvangs á gild- ismati og mannlegum við- horfum. Þær sýndu að Íslend- ingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi, mjög trúhneigðir og stoltir af þjóðerni sínu. 21. nóvember 2009 Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi í Laugardalslaug, synti á 58,91 sekúndu og varð fyrstur Íslendinga undir einni mínútu. Þetta var næstbesti árangur í Evrópu á árinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Það verður smá heimboð fyrir fjölskylduna, nán- ustu vini og samstarfsfólk heima hjá okkur á laugardagskvöld, fámennt en góðmennt,“ sagði Bragi J. Ingibergsson, prestur í Víðastaðakirkju í Hafnarfirði, þegar rætt var við hann á föstudag en hann er fimmtugur í dag. „Við gerum talsvert af því að elda saman, hjónin og komum til með að elda ofan í gestina, eitthvað þjóðlegt og gott.“ Hann segist annars aldrei hafa verið með mikið stúss í kringum eigin afmæli en alltaf sé gaman að fá góða gesti til að fagna með sér. Eiginkona Braga er Stefanía Ólafsdóttir, dætur- nar tvær heita Þórey og Helga. Stefanía er úr Borgarnesi en sjálfur er Bragi fæddur og uppalinn í Dölunum, á Hvoli í Saurbæ. Bragi hef- ur verið prestur í Hafnarfirði í áratug. Þar áður var hann á Siglufirði í 12 ár og segir hug sinn vera hjá Siglfirðingum þessa dagana eftir bíl- slysið hræðilega. Hann segir þeim hjónum líða vel í Hafnarfirði. Þar sé enn bragur sem minni nokkuð á minni bæi úti á landi, þrátt fyrir hraðan vöxt. „Enda sest hér að margt landsbyggðarfólk þegar það flyst á höfuðborgarsvæðið. Miðbærinn og höfnin eru notaleg, þetta kann maður svo vel við eftir að hafa búið á Siglufirði. kjon@mbl.is Bragi J. Ingibergsson er 50 ára í dag „Eitthvað þjóðlegt og gott“ Flóðogfjara 21. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.30 3,4 8.47 1,1 14.50 3,5 21.13 0,8 10.15 16.13 Ísafjörður 4.40 1,7 10.53 0,5 16.45 1,9 23.17 0,3 10.43 15.55 Siglufjörður 0.21 0,2 6.47 1,1 12.47 0,3 18.59 1,1 10.27 15.37 Djúpivogur 5.49 0,6 11.59 1,8 18.09 0,6 9.50 15.37 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Finnist þér þú vera sambandslaus og þreyttur, er kominn tími til að slaka á og hlusta á líkamann? Gættu þess að lenda ekki í skotlínunni heldur haltu þig að þínu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt á sinn tíma og nú er aðalmálið að halda fast utan um budduna. Viðgerðir reyn- ast traustar og varanlegar. Brettu því upp ermarnar og láttu til þín taka. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef fer sem horfir ætti ekkert að koma upp á í dag. Reyndu að finna tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ástæðulaust að vera að laumupokast með hlutina á bak við þá sem málin snerta. Aðrir vilja vita leyndarmálið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Óvænt daður fær hjarta þitt til þess að slá hraðar í dag. Sendu jákvæða orku og láttu þvermóðskuna ekki ná tökum á þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum verða góðir vinir að elsk- hugum og elskhugar að vinum. Þú munt verja miklum tíma til lesturs á næstu vikum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Óvænt daður kann að gleðja og jafn- framt rugla þig í ríminu í dag. Börn eru einkar einlæg og samband við þau er gefandi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér hættir til að gera of mikið úr hlutunum, þannig að fólk tekur því með fyr- irvara, sem þú segir. Varastu að blanda þín- um eigin skoðunum í frásögn af gangi mála. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ýmsir nýir möguleikar opnast þér, en þú þarft að sýna mikinn sveigjanleika til þess að nýta þér þá til fulls. Haltu þig við það sem þér ber. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekkert er dýrmætara en heilsan svo þú skalt varast að ofbjóða þér til sálar eða líkama. Gerðu eitthvað nýtt og reyndu þannig að gæða líf þitt ævintýraljóma. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef eitthvað hvílir þungt á þér þá er gott að leita uppi aðra sem hafa lent í ein- hverju svipuðu. Gríptu svo til viðeigandi ráð- stafana í tæka tíð. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Komið gæti til lítils háttar ágreinings við vin í dag um peninga eða eitthvað sam- eiginlegt. Einhvern misskilning þarf að leið- rétta strax svo ekki hljótist af skaði. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 Rd4 4. Rf3 e6 5. O-O a6 6. Bd3 Rc6 7. He1 g5 8. g3 Bg7 9. Bf1 h6 10. Re2 Rge7 11. c3 d5 12. exd5 Dxd5 13. Bg2 Dd3 14. h4 Bf6 15. b3 b6 16. Ba3 Bb7 17. Db1 O- O-O 18. h5 Dxb1 19. Haxb1 Hd7 20. b4 cxb4 21. Bxb4 Kc7 22. d4 Rxb4 23. Hxb4 Bd5 24. Rh2 Bg7 25. Rg4 Rc6 26. Hb2 Bxg2 27. Kxg2 b5 28. Re3 Hhd8 29. Hc1 Bf8 30. Hcc2 Hb8 31. f4 Be7 32. f5 b4 33. cxb4 Hxb4 34. Hxb4 Bxb4 35. fxe6 fxe6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Ísraelski stórmeistarinn Artur Kogan (2563) hafði hvítt gegn Svíanum Anders Liv- ner (2340). 36. d5! exd5 37. Rd4 og svartur gafst upp enda tapar hann manni eftir 37… Hd6 38. Rxc6 Hxc6 39. Rxd5+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.