Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tillögur um hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti í föstu formi sem lagðar hafa verið fram af fjármálaráðherra hafa vakið hörð viðbrögð. Samtök ferðaþjónustunnar leggj- ast alfarið gegn því að kolefnisgjald á flugvélaeldsneyti verði hækkað en hækkunin kemur aðallega niður á innanlandsflugi og hópbifreiðum. „Það sem við höfum sérstaklega við þetta að athuga er að frá og með næstu áramótum eða janúar 2012 verður útblásturinn tvískattaður,“ segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, en hann vísar þar til þess að frá og með janúar 2012 mun Ísland falla undir viðskiptakerfi ESB um útstreymis- heimildir gróðurhúsalofttegunda. „Við gerum að okkar mati þá eðli- legu kröfu að þetta innlenda gjald falli þá niður,“ segir Árni. Kolefnis- gjald á flugvélaeldsneyti var sett á með lögum árið 2009 og tók gildi árið 2010. Það var hækkað um 50% um síðustu áramót og er nú áætlað að það hækki um 30% í viðbót. Árni seg- ir hækkunina einnig óréttláta sé horft á málið frá umhverfissjónar- miðum. Kolefnisskattur hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að stuðla að minni útblæstri en valkosturinn hér við innanlandsflugið sé að keyra í einkabíl. „Við erum þá í raun að beina fólki í ekki jafn umhverfisvænan ferðamáta og áhrif skattsins eru því í raun að menga fremur meira en minna. Okk- ur finnst þetta mikið réttlætismál og í rauninni má velta fyrir sér hvort þessi kolefnisskattur á innanlands- eldsneyti geti heitið eitthvað annað ef þetta hefur ekkert með útblásturinn að gera,“ segir Árni. Að óbreyttu áætlar hann að þetta muni samtals kosta innanlandsflugið í heildina um 80 milljónir. Hækkun kolefnisgjaldsins snýr einnig að hópferðabifreiðunum sem njóta ekki skattaívilnunar eins og aðrir flutningsmátar. Víðtækar hækkanir hafa verið gerðar í skatt- kerfinu frá árinu 2007 líkt og sjá má í yfirgripsmikilli töflu Viðskiptaráðs Íslands sem send var til Alþingis í tengslum við frumvarpið um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum. Ljóst er af innsendum erindum og umsögnum að almenn óánægja ríkir með lagafrumvarpið. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins leggja til að mynda einnig til að fallið verði frá hækkun kolefnisgjaldsins. Útblásturinn tvískattaður verði innlent gjald ekki fellt niður  Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn frumvarpi um hækkun kolefnisgjalds  Áhrif skattsins verða þau að menga meira fremur en minna, segir Árni Gunnarsson Morgunblaðið/Ernir Hækkun Bitnar á innanlandsflugi. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Rannsókn lögreglunnar í tengslum við skotárás í austurborginni á föstu- dagskvöld hefur miðað vel áfram yfir helgina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var skotið tvisvar á bílinn en svo virðist sem honum hafi verið ekið frá Tangarhöfða niður eftir gömlu Ártúnsbrekkunni og að hringtorginu við Elliðaárnar en þar fannst hlað úr haglabyssu. Tveir menn í haldi lögreglu Tveir menn eru nú í haldi lögregl- unnar og hefur annar þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25 nóvember. Hann var handtekinn að- faranótt laugardags. Yfirheyrslur fara nú fram yfir hin- um manninum en hann gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu síðdegis í gær. Eru mennirnir báðir á þrítugsaldri. Í gær lagði lög- reglan einnig hald á bifreið sem talið er að árásarmennirnir hafi verið á en bíllinn fannst í sama borgarhluta og árásin var gerð. Ökumaður tilkynnti árás Forsaga málsins er sú að ökumað- urinn komst undan og ók á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu þar sem hann tilkynnti árás við bílaumboð Ingvars Helgasonar og B&L við Sævarhöfða um kl. 22 á föstudags- kvöldið. Rúða brotnaði í bílnum en ökumanninn sakaði ekki. Lögreglan var með mikinn við- búnað við svæðið og var sérsveit rík- islögreglustjóra kölluð út. Lögreglan leitar nú fleiri manna í tengslum við rannsóknina. Hleypt var af tvisvar Morgunblaðið/Árni Sæberg Skotárás Lögreglan var með mik- inn viðbúnað á svæðinu.  Úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás Varðskip Landhelgisgæslu Íslands liggja nú öll bundin við bryggju en varðskipin Týr og Ægir eru nýkomin úr leiguverkefnum ytra. Annríki hefur verið á Faxagarði að undanförnu vegna skipaflota Gæslunnar og mun Þór fljótlega halda til eftirlits á Íslandsmiðum. Frá því að Þór kom til landsins hafa tæplega 15 þúsund manns heimsótt skipið og mun fleirum gefast tækifæri til þess því skipið mun heimsækja hafnir víðsvegar um landið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhöfn Þórs undirbýr nú eftirlitsferð um landið Varðskipið Þór gnæfir yfir eldri skip Gæslunnar við hafnarbakkann í Reykjavík Veðrabreytingar liggja í loftinu eftir langan hlý- indakafla. Allt stefndi í að líð- andi mánuður yrði sá hlýjasti í áratugi, en svo virðist sem metið náist ekki, segir Einar Svein- björnsson veð- urfræðingur. Aldrei hefur verið jafn hlýtt í nóvember á Íslandi og gerðist árið 1945. Meðalhiti þess mánaðar var 6,5 stig í Reykjavík. Eftir nítján fyrstu daga nóvember nú er með- alhiti 6,8 gráður. Verður þá að hafa í huga að fyrstu þrjá daga mán- aðarins var hiti ekki nema í með- allagi. „Ég er ekki að segja að stórkost- leg veðrabrigði séu í nánd eða að hér stefni í mikla kuldatíð. Hins vegar eru litlar líkur á því að metið frá nóvember 1945 falli,“ segir Ein- ar. sbs@mbl.is Nærri hita- meti frá 1945  Verðrabrigði í nánd Einar Sveinbjörnsson Elsa María Kristínardóttir er Ís- landsmeistari kvenna í skák en mótinu á Skákþingi Íslands lauk um helgina. Í lokaumferðinni gerði hún fremur stutt jafntefli við Doniku Kolica og tryggði sér þar titilinn. Elsa María hlaut 6,5 vinninga í 7 skákum. Það er óhætt að segja að sigur Elsu sé nokkuð óvæntur enda var hún aðeins fimmti stigahæsti keppandinn og sló þarna við fjórum landsliðskonum frá Ólympíu- skákmótinu 2010. „Sigurinn kom mér mjög svo á óvart og ég átti engan veginn von á þessu. Enda ætlaði ég í fyrstu ekki að taka þátt. Ég tefldi sjö skákir og var sú næstsíðasta einna erfiðust,“ segir Elsa María. Elsa María skákmeistari Íslandsmeistari Elsa María Krist- ínardóttir kom á óvart og sigraði. „Flugið til New York gengur ekki upp eins og staðan er núna. Því verðum við að endurskoða mál,“ segir Heimir Már Pétursson, tals- maður Iceland Express. Flug- félagið hefur aflýst ferð þangað í dag og áframhaldandi flug til þessa áfangastaðar er í endur- skoðun. Til stóð að Iceland Express flygi til New York fram til 9. jan- úar og svo yrði þráðurinn tekinn aftur upp í lok mars. Nú er verið að endurskoða þær áætlanir. Þeim farþegum sem áttu bókað far með Iceland Express til New York í dag verður útvegað far með öðrum flugfélögum. „Verð farmiða ræðst af mörgum sam- verkandi þáttum; svo sem gengi gjaldmiðla, flugvélategundum og svo framvegis. Og hvað áhrærir flugið til New York getum við sem lággjaldaflugfélag ekki hækkað verð á farmiðum til Evrópu til að bera Bandaríkjaflugið uppi,“ segir Heimir Már. sbs@mbl.is Aflýsir flugi til New York og endurskoðar áætlun Breytingar Ameríkuflugið sett á ís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.