Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 ÓDÝRT ALLA DAG A! – fyrst og fremst ódýr! BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær málamiðlunartillögu ráðherranna fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Friðriks Sophusson- ar í ályktun utanríkismálanefndar en þar var lögð til eftirfarandi máls- grein: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan málamiðlun Áður en til samþykktar fundarins kom voru líflegar umræður um efni tillögunnar sem var ætlað að sameina andstæð sjónarmið, allt frá þeim sjálfstæðismönnum sem vilja klára aðildarviðræður og til hinna sem vilja slíta þeim. Vildu margir fá að tjá sig um efnið og varð fólki tíðrætt um að hér væri verið að setja fram mála- miðlunartillögu. Margir ræðumanna töldu að með tillögunni væri náð því markmiði að sameina andstæða póla þegar kæmi að ESB-aðild. Því væri ástæða til að hvetja til samþykktar hennar. Þeirra á meðal voru Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varafor- maður, og Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir þingmaður. Ragnheiður sagði: „Ég er ein þeirra sem segja og hafa sagt að ljúka eigi aðildarviðræðum við ESB. Ég hef hins vegar aldrei sagt að inn- ganga Íslands í Evrópusambandið sé það besta sem fyrir landið getur kom- ið og mun ekki segja.“ Hún hvatti fundarmenn til að styðja tillöguna og sýna að innan flokksins rúmaðist fólk með ólíkar skoðanir. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði flokkinn miklu stærri en svo að ESB-málið ætti að valda honum vandræðum, líkt og væri heitasta ósk andstæðinga flokksins. Það væri skýrt að þjóðin ætti að fá að velja. Vildu slíta viðræðum Aðrir sjálfstæðismenn, t.d. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, töldu hins vegar að tillagan gengi ekki nógu langt og lögðu fram tillögur um slit aðildarviðræðna. Lagði Tómas Ingi fram breyting- artillögu þar sem meðal annars var tekið undir tillögu utanríkismála- nefndar fundarins, að ekkert tillit hefði verið tekið til aðvarana Sjálf- stæðisflokks um að hefja aðildarvið- ræður við ESB án þess að leggja þær fyrst í dóm þjóðarinnar: „Þeirri viðvörun var ekki sinnt. Umsókn um aðild að ESB var því lögð fram á fölskum forsendum. Sjálf- stæðisflokkurinn telur því að draga eigi til baka aðildarumsókn að ESB.“ Tillaga Tómasar Inga var samþykkt með handauppréttingu, þar sem talin voru 258 atkvæði með tillögunni og 253 atkvæðum gegn henni. Þegar ljóst var að aðeins munaði fimm at- kvæðum var farið fram á að atkvæða- greiðslan yrði endurtekin og þá skrif- lega. Mun fleiri eða 1.026 manns tóku þátt í kosningunni og var tillaga Tóm- asar Inga um slit aðildarviðræðna við ESB felld með 665 atkvæðum gegn 355. Fyrst þjóðaratkvæðagreiðslu Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, lagði einnig fram til- lögu um að viðræðum yrði slitið. Ekki yrði gengið aftur til viðræðna fyrr en þjóðin hefði sýnt vilja sinn í verki í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur felldi tillöguna með 617 atkvæðum gegn 430 atkvæðum. Geir Waage sóknarprestur steig í ræðustól eftir að niðurstöður lágu fyrir og sagði: „Hér eru menn látnir kjósa þar til rétt niðurstaða liggur fyrir.“ Tómas Ingi og Elliði lýstu því hins vegar báðir yfir að þeir sættust á nið- urstöðu fundarins og sagði Tómas tíma kominn til að bera klæði á vopn- in. Hlé verði á ESB-viðræðum  Miklar umræður urðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um hvort álykta ætti að slíta viðræðum við ESB eða gera hlé  Samþykkt málamiðlunartillaga um hlé á viðræðum og að fá samþykki þjóðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Já Fundarmenn landsfundar Sjálfstæðisflokksins brugðu bláum jáum eða eftir atvikum rauðum neium á loft þegar gengið var til atkvæða um þær ályktanir og tillögur þeim tengdar sem til umræðu voru á landsfundinum. „Við náðum sáttum í utanríkismálanefndinni,“ sagði Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, eftir að lands- fundur hafði samþykkt málamiðlunartillögu hans og Friðriks Sophussonar, fyrrverandi ráðherra, um að hlé yrði gert á ESB-viðræðum. Það væri greinilega afger- andi stuðningur við hana. „Ég sagði það líka í morgun að ég tryði því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn lenti nokkurn tíma í sömu aðstöðu og Vinstri grænir að vera í ríkisstjórn á móti aðild að Evrópusambandinu en samt að vinna að aðildinni. Það kæmi ekki til greina. Það er óhugsandi að sjálfstæð- ismenn lendi í þeirri stöðu. “ Þegar spurt er um þýðingu þess að fundurinn samþykkti ályktun utan- ríkismálanefndar, segir Björn ljóst að þeir sem vilji tala við Sjálfstæð- isflokkinn verði að hætta að tala við Evrópusambandið. Það sé í meiri vanda með málið heldur en jafnvel ríkisstjórn Íslands, þótt hún sé klofin í málinu. Það detti því engum heilvita manni í hug að ræða við Evrópusam- bandið eins og ekkert hafi í skorist, nema Samfylkingunni. Afgerandi stuðningur við málamiðlun Björn Bjarnason Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Sjálfstæðisflokks- ins, sem fór fram á landsfundi flokksins í gær. Aðrir, sem náðu kjöri, voru í þess- ari röð: Elínbjörg Magnúsdóttir, El- ín Káradóttir, Ólafur Jónsson, Ein- ar Bárðarson, Sigþrúður Ármann, Jens Garðar Helgason, Sigurður Örn Ágústsson, Guðbjörg Péturs- dóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen og Karen Elísabet Halldórs- dóttir. Alls buðu 15 manns sig fram í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Bæjarstjóri Vesturbyggð- ar með flest atkvæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni Landsfundur. „Það var afgerandi fellt að setja inn orðalagið slíta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, en landsfundarmenn samþykktu orða- lagið „hlé á viðræðum“. Hún segir niðurstöðuna sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sé með skýra stefnu í málefnum Evrópusambandsins; hann sé andsnúinn aðild að Evrópusambandinu. „En það sem hefur komið í ljós við þessar atkvæða- greiðslur og meðbyr fundarins við þessa umfjöllun er að þessi hópur sem var talinn lítill af sumum, hann er stærri en menn vilja að minnsta kosti vera láta. Sá hópur var einnig sýnilegri en hann hefur nokkru sinni verið á landsfundi.“ Þorgerður segist ekki endilega sátt við þá málamiðlunartillögu sem var samþykkt í ályktun utanríkismálanefndar. „Ég er ekki endilega efnislega sammála þeirri niðurstöðu að gera hlé en ég stend með samþykktum þessa fundar.“ Afgerandi fellt að slíta viðræðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Fjármál heimilanna eru forgangs- mál hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær þar sem tekin var fyrir ályktun flokksins um fjármál heimilanna og uppskar dynjandi lófaklapp fundarmanna fyrir. Guðlaugur sagði kveða við nýj- an tón þegar kæmi að verðtygging- unni. Við þyrftum að vinna okkur út úr henni, ekki þó banna hana alveg en verðtrygging ætti ekki að vera valkostur þegar kæmi að íbúða- og neytendalánum. Koma yrði til móts við þá sem hefðu orðið fyrir for- sendubresti með almennum hætti. Laða að erlenda fjárfesta Ýmsar ályktanir voru samþykktar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk í gær, þar á meðal álykt- anir um atvinnumál, efnahags- og skattamál, innanríkismál, mennta- mál, og velferðarmál. Í ályktun um atvinnumál var lögð áhersla á að lækka skatta og einfalda skattkerfi til að flýta fyrir efnahags- bata. Lögð er áhersla á afnám gjald- eyrishafta og að erlendum fjárfest- um yrði gert auðveldara að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Lykilforsenda þess að laða að fjárfesta væri að stöðugleiki ríkti í efnahags- og stjórnmálum. Einnig var lögð áhersla á að flýta endurskipulagn- ingu skulda fyrirtækja og heimila sem. Áfram verði stuðst við afla- markskerfi í sjávarútvegi. Samþykkt var ályktun í efnahags- og skattamálum, sem felur m.a. í sér komið verði á þjóðarsátt og sam- ræmdri stefnu í opinberum fjármál- um. Sjálfstæðisflokkurinn komi á nefnd til að kanna framtíðarskipan gjaldeyrismála á Íslandi. Skattkerfið verði einfaldað og gert gagnsærra og dregið úr millifærslum þannig að velferðarkerfið og skattkerfið verði aðskilin. sigrunrosa@mbl.is Forgangsmál að vinna úr fjármálum heimilanna  Mæta þeim sem hafa orðið fyrir almennum forsendubresti Morgunblaðið/Árni Sæberg Atkvæði Gengið með kjörkassa á landsfundi sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.