Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 21
Elsku Hermann, ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar Úlfar sagði mér fréttirnar. Það var í kennaraverkfallinu þegar við kynntumst, við þá 13 og 14 ára og ég vissi um leið að þarna var ein- hver sem mig langaði að umgang- ast. En ekki grunaði mig að þarna væri ég að kynnast einum þeim besta og tryggasta vini sem ég hef átt. Það voru forréttindi að fá að vaxa úr grasi með þér. Hvert sem þú fórst hreifst þú fólk með þér, enda ekki annað hægt. Þetta að- dráttarafl þitt sameinaði heilan vinahóp, fólk úr mismunandi átt- um sem annars hefði líklega aldr- ei kynnst og fyrir það er ég óend- anlega þakklátur. Það var í gegnum þína lífsgleði sem flestar okkar bestu stundir urðu til. Endalaust varstu að finna upp á nýjum verkefnum sem hvert af öðru leiddu af sér ógleymanleg ævintýri, sama hvort við vorum nappaðir við að hlaupa yfir flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli til að koma demo-upptöku í flug til Akureyr- ar, halda heimatilbúin froðupartý, gerast hústökumenn hér og þar um bæinn eða bara hversdagleg atvik sem í þínum höndum urðu þvílíkir brandarar. Listinn af uppátækjum er óendanlegur. Eitt stærsta uppátækið sem við tókum upp á var að stofna saman fyrirtæki. Við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að gera eða hvernig átti að gera það. Við gerðum þetta þó allt, enda miklaðir þú aldrei fyrir þér hlut- ina og lést bara vaða. Við unnum svo saman í mörg ár eftir það, gengum þar saman í gegnum ým- islegt og þótt á móti blési hættir þú aldrei að brosa, ég held ég muni aldrei eftir þér niðurlútum eða leiðum. Ef ég var eitthvað nið- urdreginn sástu það strax á mér, þú gast lesið mig eins og opna bók. Þú greipst strax í taumana og ræddir hlutina beint og opin- skátt. Það var ekki hægt að vera leiður í kringum þig. Svona hrein- skilni og einlægni er vandfundin. Þrátt fyrir að þú værir ávallt með ótal verkefni í gangi þá gafstu þér alltaf tíma fyrir vinátt- una. Þótt við hefðum ekki heyrst í lengri tíma, skipti það engu máli því þegar við heyrðumst var eins og við hefðum verið í daglegu sambandi. Vináttan var þér það eðlislæg, fyrir þér voru allir jafn- ir. Ekki vottur af hroka eða yf- irlæti – sem sést á þeim stóra hóp vina sem þú skilur eftir. Það er erfitt að kveðja þig, elsku vinur, en sá hafsjór minn- inga og hláturskasta sem við átt- um saman er búinn að auðvelda mér það. Ég lærði svo mikið af því hvernig þú lifðir lífinu lifandi og á jákvæðan hátt og það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun ávallt brosa þegar mér verð- ur hugsað til þín. Þinn vinur, Oddur Snær. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um svona góðan dreng eins og Hemma okk- ar sem fór allt of fljótt frá fjöl- skyldu sinni og vinum. Við kynntumst Hemma fyrst þegar þau Sara byrjuðu að stinga saman nefjum í barnaskóla. Við eigum ótal góðra og skemmti- legra minninga um þau Söru og Hemma, en þar sem Hemmi var þar var alltaf fjör! Hann náði allt- af að smita aðra með jákvæðni sinni og manni leið vel í návist hans. Hann smellpassaði strax inn í fjölskylduna og við hefðum ekki getað hugsað okkur betri eiginmann fyrir Söru okkar. Við systur munum minnast Hemma sem lífsglaðs, hress, skemmtilegs, góðs og trausts vin- ar. Hvíl í friði, elsku Hemmi, og takk fyrir vináttuna í gegnum ár- in. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Sara okkar, Logi Þór og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hugur okk- ar er hjá ykkur. Halla og Arndís Gísladætur og fjölskyldur. Sara barnabarnið og frænka okkar kom ung að árum með þann fallega og góða dreng, Hermann Fannar, inn í stórfjölskyldu okk- ar. Eftir það var það alltaf Sara og Hemmi. Á stórum stundum sem smáum var gott að hitta Hemma og taka á móti breiðu brosi hans og þéttingsföstu faðmlagi sem var einhvern veginn svo einkennandi fyrir þennan ljúfa dreng. Það er svo sárt að sjá á eftir honum frá Söru og litla Loga Þór. Við getum aðeins þakkað fyrir að hafa fengið að kynnast Hemma og lofað að aðstoða við að gæta þeirra sem voru honum svo dýrmæt. Megi góður guð vaka yfir litlu fjölskyld- unni sem og foreldrum hans og bróður, ömmum og afa og tengda- foreldrum Hemma og fjölskyldu. Birgir Jóh. Jóhannsson, Guð- rún Birgisdóttir, Jónas Birg- isson, Haukur Birgisson, Halldór Úlfarsson og fjöl- skyldur. Miðvikudagsmorgun 9. nóvem- ber sl. bárust okkur FH-ingum sorgarfréttin um að kvöldið áður hefði fallið frá í blóma lífsins Her- mann Fannar Valgarðsson. Hemmi var alla tíð mikill FH-ing- ur, fór upp í gegnum yngri flokka félagsins bæði í hand- og fótbolta og síðustu árin hafði hann komið mikið að starfinu innan félagsins og nú fyrr á árinu kom hann í aðalstjórn félagsins, þar sem hann var þegar farinn að láta að sér kveða. Hemma kynntist ég sem ung- um frænda í jóla- og fjölskyldu- boðum, hann óx og dafnaði, tíður gestur í Kaplakrika í fyrstu með foreldrum sínum þeim Hildi og Valgarði, keppnisfólki í FH til margra ára, síðan sem iðkandi við æfingar og keppni og síðustu ár sem ötull stuðningsmaður. Ekki var þetta nóg, hann þurfti að gera meira, vinna fyrir félagið sitt, ekki erfitt, kunnátta Hemma varðandi tölvumál nýttist vel, hann alltaf boðinn og búinn á nóttu sem degi. Þannig var Hemmi í huga okkar FH-inga ávallt til reiðu, glaðlynd- ur, úrræðagóður, tilbúinn til skrafs og ráðagerða, leitandi lausna með bros á vör. Við skyndilegt fráfall ungs manns koma margar spurningar upp í hugann en engin svör, þó er ljóst að á stundu sem þessari ætt- um við FH-ingar hvert fyrir sig að hugleiða fortíð og framtíð, geyma góðar minningar um góð- an dreng, láta þetta verða til þess að við köfum dýpra og reynum að átta okkur á hvað er verðmætast í þessu lífi og ýta frá okkur hvers- dagslegu þrasi og rækta vinátt- una frá degi til dags. Fimleikafélag Hafnarfjarðar þakkar Hemma samfylgdina í gegnum árin og vottar fjölskyld- unni allri sínar dýpstu samúðar- kveðjur. Hugur okkar er hjá eig- inkonunni Söru, syninum Loga Þór, foreldrunum Hildi og Val- garði, bróðurnum Hirti Loga, afa og ömmu Herði og Sirrý, tengda- fólki og vinum, megi góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum og veita ykkur styrk. Viðar Halldórsson, formaður FH. Hemmi var ein af þessum perl- um sem maður hittir á lífsleiðinni. Það var alveg sama hvenær við hittumst, alltaf var hann hrókur alls fagnaðar, enda frábær húm- oristi sem sá alltaf spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Hemmi var týpan sem samein- aði ólíka hópa, fólk á ólíkum aldri, ólíka einstaklinga sem áttu fátt annað sameiginlegt en að vera vinir Hemma – sem var líka alveg nóg. Í stuttu máli sagt var Hemmi einn af þessum mönnum sem eru fæddir leiðtogar, þó án þess að hann væri að reyna að vera slíkur. Þótt við Hermann hefðum þekkst lengi jukust sem betur fer samskipti okkar til muna í haust. Í fyrsta lagi framkvæmdum við það sem við höfðum lengi talað um; að leiða saman nokkra meist- ara úr Hafnarfirði í fótbolta í Ris- anum. Það var frábært að skipu- leggja bolta með Hemma þar sem hann var alltaf með 20 varamenn á kantinum ef mæting var dræm. Þótt boltinn rúlli áfram verður þín sárt saknað enda vandfundið betra varnartröll og félagi. Í öðru lagi settumst við saman í aðal- stjórn FH. Þar kom Hemmi inn með ferskar og skemmtilegar hugmyndir, eins og hans var von og vísa, sem við munum reyna að framkvæma þótt Hemma njóti ekki lengur við. Það eiga margir um sárt að binda vegna ótímabærs fráfalls Hermanns. Kæra Sara, Logi Þór, Hildur, Valgarður, Hjörtur Logi, tengdafjölskylda og vinir. Megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Takk fyrir samveruna, kæri vinur. Hlynur Sigurðsson. Það var einhvern tíma í kring- um aldamótin að leiðir okkar Hemma lágu saman í hljómsveita- lífinu. Hann fór að koma með okk- ur sem aðstoðarmaður á tónleika og böll sem við vorum að spila á, sérstaklega þegar við fórum út fyrir borgarmörkin. Þó að vissu- lega hafi verið mikil hjálp í honum höldum við, þegar við lítum nú til baka, að við höfum ekki síst fengið hann til liðs við okkur vegna þess hversu skemmtilegur og góður drengur hann var. Með jákvæðni sinni og glaðværð hafði hann áhrif á alla í kringum sig og það krist- allast í þeim góðu minningum sem við eigum frá þessum tíma. Við kveðjum góðan vin og sendum innilegar samúðaróskir til hans nánustu. Páll Ragnar Pálsson, Birgir Örn Steinarsson, Daníel Þorsteins- son og Eggert Gíslason. Einn af betri sonum sinnar kynslóðar er fallinn frá og streyma þá fram minningar um góðan pilt sem við höfum fylgst með frá fæðingu. Hermann var einn af krökkunum í ÖVES-fjöl- skyldunni sem haldið hefur hóp- inn í rúm 40 ár. Við í þessum vina- hópi vorum nánast jafn stolt af dugnaði hans og elju og foreldr- arnir og glöddumst yfir velgengni hans í lífinu. Hermann var ávallt glaður, hugmyndaríkur, jákvæður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Enda mjög vinmargur og skal engan undra. Stóru brúnu augun og breiða brosið voru hans einkennismerki alla tíð. Snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi og var starfs- vettvangur hans mjög fjölbreytt- ur. Hermann starfaði m.a. við tón- list, útvarp, auglýsingagerð, vefsmíði og nú síðast veitinga- og ferðaþjónustu. Þessi upptalning er einungis hluti af því sem hann tók sér fyrir hendur. Enda sann- kallaður frumkvöðull á ferð. Krafturinn var þrotlaus og ekkert verkefni of stórt eða ómögulegt, þrátt fyrir ungan aldur. Ekki má gleyma FH-hjartanu, sem var risastórt, enda foreldrarnir báðir keppnismenn í félaginu. Her- mann var varla farinn að ganga þegar hann mætti á æfingar með foreldrum sínum og hefur síðan verið viðloðandi félagið hvort sem var við æfingar og keppni eða önnur störf. Hann mætti á alla leiki hjá FH hvort heldur var í handbolta eða fótbolta og var ákaflega stoltur af velgengni Hjartar Loga, litla bróður síns, á knattspyrnuvellinum. Enda voru þeir bræður miklir vinir. Við eigum ótrúlega margar góðar minningar um Hermann en einna minnisstæðastur er gullfal- legur brúðkaupsdagur þeirra Söru þann 17. júní 2005. Veður- blíðan og ástin sem lá í loftinu var einstök. Kæru Sara, Logi Þór, Valli, Hildur og Hjörtur Logi, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Örn og Sigrún, Elvar og Guðrún Lilja, Sverrir og Sigurborg og börn.  Fleiri minningargreinar um Hermann Fannar Val- garðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Nudd Nudd nudd nudd Nudd í síðdegi og á kvöldin. Sími 857 0740, Anabella. Húsnæði íboði Lítið herbergi við Lokastíg Herbergið er með húsgögnum, parket á gólfum, aðgangur að eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi með sturtu. Einnig aðgangur að Inter- neti og tölvu. Langtímaleiga. Laust. 50.000. Tveir mánuðir fyrirfram sem er 100.000. osbotn@gmail.com Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Málarar Málarar Alhliðamálningarþjónusta. Getum bætt við okkur verkefnum, til- boð eða tímavinna. Vönduð vinnu- brögð, hagstæð verð í boði og góðir greiðsluskilmálar. Sími 823 8547 og 659 9676. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Auris '11. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. ✝ Þorsteinn Guð-mundsson fæddist 25. mars 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 7. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Guð- mundur Þor- steinsson og Hall- fríður Ásmundsdóttir. Hann átti heima á Auðsstöðum frá barnsaldri og var bóndi þar frá árinu 1962. Hann vann á búi foreldra sinna frá barnæsku og var landbúnaður hans ævistarf. Þorsteinn var ógiftur og barn- laus. Útför Þorsteins fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag, 21. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Látinn er minn gamli og góði vinur Þorsteinn Guðmundsson eða Steini á Auðsstöðum eins og hann var jafnan kallaður. Búinn að fá sína hvíld og þakka ég al- mættinu fyrir að hann fékk nán- ast ósk sína uppfyllta að fá að kveðja þetta líf á sínum bæ og sinni jörð sem hann unni svo mjög. Sjúkrahúsvist hans var stutt eða aðeins nokkrar klukku- stundir. Steina kynntist ég fyrir all- mörgum árum þegar mágkona mín fór sem ráðskona til hans en síðar fetaði ég í fótspor hennar. Á okkar vinskap brá sjaldan skugga enda Steini með afbrigð- um skapgóður og jafnlyndur maður. Þetta ár mitt hjá Steina sóttu mjög margir hann heim og var oft glatt á hjalla. Alltaf tók hann öll- um fagnandi með glettni, gest- risni og hlýhug. Og þó að fjárráð væru e.t.v. ekki of mikil var alltaf til nóg í gogginn handa öllum og ekkert skorið við nögl og allir fengu gistingu sem það þáðu. Var því stundum þröngt á þingi í litla bænum og það stundum svo að jafnvel „ráðskunni“ blöskraði en hann lét sér fátt um finnast og tók því með sinni léttu kímni. Margt líður í gegn um hugann við þessi tímamót. Sauðburður- inn þar sem litla borgarbarnið hafði ekki mikla kunnáttu, hey- skapurinn dálítið upp á gamla háttinn, réttirnar með sínu glensi og gamni, undirbúningur jólanna í svartnætti sveitarinnar en undir stjörnubjörtum himni og við skin norðurljósanna, þorrablótið þar sem margt var brallað og að lok- um allt hestafólkið sem gjarnan kom á sólbjörtum sumarkvöld- um, oft með lögg í maga og í sinni hnakktösku. Þá var nú minn mað- ur á heimavelli og ekki síst ef tek- ið var lagið. Þetta eru aðeins minningarbrot sem ég rita en þau eru svo ótal mörg. Allt góðar og ljúfar minningar. Á þessum góða en hægláta manni margt að þakka. Samfylgd hans um 36 ára skeið sem og alla hans vináttu og tryggð. Mun sakna símtalanna okkar og að ekkert jólakort berist framar. Ekki mikið skrifað en hlýhugur- inn og væntumhyggjan streymdi í gegn. Verð ávallt þakklát Ásmundi bróður hans og hans konu Krist- ínu að gera Steina mínum kleift að koma í heimsókn ekki alls fyrir löngu. Sá og heyrði að hægt og bítandi dró af þessum aldna heið- ursmanni og vissi það svo sem fyrir fram. Og nú er komið að kveðjustund. Sendi innilegar samúðarkveðj- ur til systkina og annarra ætt- ingja. Verstu sæll, kæri vinur ! Sjáumst vonandi hinum meg- in. Spjöllum og syngjum saman. Blessuð sé minning þín. Þín vinkona, Sóley Benna Guðmundsdóttir. Þorsteinn Guðmundsson Gæði Þjónusta Gott verð Úrval Fagmennska Kársnesbraut 98 | Kópavogur | S: 564 4566 www.solsteinar.is | sol@solsteinar.is Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.