Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Athens-sveitina R.E.M. þraut örendi ekki alls fyrir löngu eftir meira en þrjá áratugi í fremstu víg- línu dægurtónlistarbröltsins. Það var sannarlega kominn tími á hana, hún hafði lítið fram að færa sköp- unarlega hin síðustu ár og það var rétt ákvörðun hjá þeim Mike Mills, Peter Buck og Michael Stipe, þrenn- ingunni sem skipaði bandið undir restina, að henda inn handklæðinu svo ég sæki nú myndlíkingu til hnefaleikaíþróttarinnar. Að kveðju- gjöf fáum við aðdáendur bústna safnplötu þar sem ferillinn í heild sinni er gerður upp. Á Part Lies, Part Heart, Part Truth, Part Gar- bage: 1982-2011 er bæði að finna lög frá I.R.S.-árum sveitarinnar, þegar hún var að taka út glæsta þroska- kippi sína á níunda áratugnum og svo þau ár sem sveitin gerði út frá Warner-risanum. Þrjú ný lög prýða þá pakkann, en þau er eingöngu að finna hér og er um að ræða loka- hljóðritanir sveitarinnar. Það er ekki oft sem maður veltir svona safnpökkum sérstaklega fyrir Þá er það síðasti naglinn í kistuna …  R.E.M. kveður með safnplötu  Inniheldur þrjú lög sem eru lokahljóðritanir sveitarinnar sér, þetta er eðlilegur hlutur af poppbransanum og ekkert sérstakt við þennan pakka R.E.M. þannig séð. Ástæða þessara skrifa liggur hins vegar í gagnrýni sem ég las á þeim eðla – og umdeilda – vef Pitch- fork en þar er platan hafin upp til skýjanna sem og hljómsveitin. Ritari fer mikinn í að dásama hljómsveitina og gerir það á skýru og skiljanlegu máli. Skrúðyrði, tilgerð, upphafnar og þrællyklaðar lýsingar hafa verið máttur og megin Tónkvíslarinnar og því kom þessi dómur á óvart. Og líka að hann hafi verið um hljómsveit eins og R.E.M., sem er jafnan rifin niður af miðlum af þessu tagi, þar sem nýjabrum og „hipp- og kúlheit“ skipta öllu. Mig grunar helst að R.E.M. eigi hreinlega svona stóran stað í hjarta meðal-Bandaríkja- mannsins eftir allt saman. Þannig að þegar það blasir loksins við að dæm- ið sé búið sameinist allir kanar, Jói á bolnum, herra Hipp og dr. Kúl í sorg vegna þess. Rýnir Pitchfork, Matt- hew Perpetua, bendir á að safnið gefi mjög gott yfirlit yfir ferilinn sem heild, smáskífum sé blandað við minna þekkt lög af eftirtektarverðri natni. Ég vil svona næstum því vera sammála honum, mér sýnist þetta verk hafa tekist eins vel og hægt er. Hér hefur eðlilega þurft að nota skurðarhnífinn af krafti og sumt hreinlega getur ekki farið inn, eigi að búa til tveggja diska heildstætt safn (athugið að sveitin gaf út fimm- tán hljóðversplötur). Auðvitað hefði ég viljað fá fleiri eldri lög inn á plöt- una (ca. tvö lög af hverri) en í tilfelli platna eins og Green og Automatic for the People dugir ekkert minna en fjögur lög, eðli málsins sam- kvæmt. Plötur eins og Up og Reveal fá eitt lag og síðasta plata, Collapse into Now, þrjú sem á eftir að verða of mikið (menn sjá það ekki núna, upprifnir af nýja barninu). Nýju lög- in eru ekkert sérstök. „A Month of Saturdays“ er reyndar verulega slæmt, en gleymum því ekki að R.E.M., ein fárra hljómsveita, hafði ríkan húmor fyrir því þegar hún var ekki í stuði eða lét eitthvað frá sér sem var hreint og beint lélegt (eins og sannast á hinni dásamlegu b-hliða safnplötu Dead Letter Office). Matt- hew Perpetua lokar gagnrýni sinni með þeirri tilgátu að R.E.M. hafi verið búin að setja markið það hátt að í seinni tíð hefði verið hægt að túlka eitthvað sem væri „helvíti gott“ sem hrein afglöp í ljósi þeirra snilldarverka sem þegar lágu fyrir. Þetta er góður punktur. - US WEEKLY HHHH - BACKSTAGE HHHH ROWAN ATKI HHH - K.I. -PRESSAN - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND VIKMYNDIR.IS HHHH GILSHÖLL NSON .IS K - EMPIRE HHHH SÝND Í E MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D VIP TOWERHEIST kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 14 THE IDES OF MARCH kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 THEHELP kl. 5:40 - 8:20 2D L JOHNNYENGLISHREBORN kl. 5:50 2D 7 / ÁLFABAKKA TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:30 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:30 - 8 3D 7 THEHELP kl. 10:20 2D L ÞÓR kl. 5:30 3D L THETHREEMUSKETEERS kl. 5:30 3D 12 TWILIGHT:BREAKING kl. 8 2D 12 IMMORTALS kl. 10:30 3D 16 WHATS YOUR NUMBER kl. 8 - 10:20 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 10:40 2D 16 THEHELP kl. 5:20 - 8 2D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D 12 THESKINILIVEIN kl. 8 2D 16 THETHREEMUSKETEERS kl. 10:20 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAGSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI Leikstjóri: James Levine Leikarar: Marina Rebeka, Barbara Frittoli, Moja Erdmann, Ramón Vargas, Mariusz Kwiecien, Luca Pisaroni, Joshua Bloom. SVIKRÁÐ SÝND Í ÁLFABAKKA MAGNAÐUR ÞRILLER 100/100 PHILADELPHIA INQUIRER 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „MÖGNUÐ OG VEL GERÐ MYND“ -H.V.A. - FBL HHHH www.operubio.is Satyagraha Phillip Glass 23. nóv kl.18:00 Endurflutt - Á VERTU MEÐ ÞEIM FYRSTU Í HEIMINUM TIL AÐ SJÁ HIÐ MAGNAÐA ÆVINTÝRI UM BELLU, EDWARD OG JACOB Lokaútgáfa R.E.M. „… í seinni tíð hefði verið hægt að túlka eitt- hvað sem væri „helvíti gott“ sem hrein afglöp í ljósi þeirra snilld- arverka sem þegar lágu fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.