Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 ✝ Sigríður Gunn-arsdóttir fædd- ist í Von við Laugaveg í Reykjavík 26. sept- ember 1927. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 11. nóvember 2011. Foreldrar henn- ar voru Margrét Gunnarsdóttir, hússtýra í Von og Gunnarshólma, fædd að Yzta-Gili í Langadal 28.12. 1891, d. 1.7. 1985 og Gunnar Sigurðsson, kaup- maður, í Von frá Fossi á Skaga, f. 2.2. 1883, d. 2.2. 1956. Systk- ini hennar eru: Gyða, f. 20.2. 1923. Guðríður, f. 29.5. 1926, maki Daníel Helgason, f. 4.5. 1927. Auður, f. 22.1. 1931, maki Haraldur Árnason, f. 2.12. 1927. Edda, f. 29.12. 1933, maki Konráð Adolphsson, f. 5.11. 1931. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Sigurður Jónsson, frá Einarsstöðum, f. 23.1. 1920, d. 18.6. 2003. Foreldrar hans voru Jón Haraldsson og Þóra Sigfús- dóttir, ábúendur að Ein- arsstöðum í S-Þing. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Lilja Sig- urðardóttir, f. 28.3. 1949, maki Óli G. Jóhannsson, f. 13.12. 1945, d. 20.1. 2011. Börn þeirra eru: a) Örn, f. 11.7. 1971, maki Christina E. Nielsen, börn þeirra eru: Sigurd, Freja og Anna. b) Sigurður, f. 5.2. 1973, áttu góða æsku og eyddu sumr- um á Gunnarshólma þar sem móðir þeirra Margrét stjórnaði af skörungsskap á meðan Gunnar faðir þeirra sá um kjöt- verslunina í Von. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Sigríð- ur (Sísí) ásamt Gígju systur sinni í Kvennaskólann í Reykja- vík. Sísí var í Fimleikaflokki Ármanns og sýndi sá flokkur víða og fór meðal annars í sýn- ingarferðalag til Svíþjóðar. Sig- ríður fluttist með fyrri eig- inmanni sínum og dóttur búferlum til Vancouver í Kan- ada, þar sem Jón Gunnar fædd- ist. Þar nam hún og lærði tískufræði. Þegar heim kom stofnaði hún Tískuskólann, sem var sá fyrsti sinnar tegundar hér landi. Hún varð fljótlega andlitið á bakvið Fegurð- arsamkeppni Íslands rak hana og stjórnaði til margra ára. Sigríður vann alla tíð mikið að málefnum sem snertu tísku, fegurð og heilsu. Stofnaði hún meðal annars Heilsulindina á Hverfisgötu sem var ein fyrsta heilsuræktin sem hér var rekin. Um árabil starfaði hún með Jó- hanni Marel eiginmanni sínum í fyrirtækinu JOCO L.M. Jó- hannsson & Co. Hún var mikil ferðakona og íslensk náttúra og ferðalög sífellt í huga henn- ar. Útför Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 21. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. maki Áshildur Hlín Valtýsdóttir, börn þeirra eru: Viktor, Anton, Lilja Kar- ítas og Katrín Líf. c) Hjördís, f. 28.9. 1974, maki Björn L. Þórisson, börn þeirra eru: Þórir Örn og Jóhann Valur. Sonur Hjör- dísar frá fyrra sambandi er Ólafur Hrafn, faðir hans Kjartan Ólafsson. d) Hrefna, f. 9.12. 1977, maki Sverrir Gests- son, börn þeirra eru: Salka, Sólon og Sölvi. 2) Jón Gunnar Sigurðsson, f. 11.4. 1955. Eig- inkona hans er Cheryl Bean (Jonsson), f. 31.12. 1956, hún á tvær uppkomnar dætur. Fyrri eiginkona Jóns er Elsa Ósk- arsdóttir, börn þeirra eru: a) Kristín, f. 17.5. 1980, maki Ótt- ar Eggertsson, börn þeirra eru: Elísabet, Jón Eggert og Alex- ander Óli. b) Davíð, f. 14.10. 1987, maki Marissa Jonsson. c) Sara, f. 18.4. 1992. Seinni eiginmaður Sigíðar var Jóhann Marel Jónasson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 30.6. 1926, d. 12.12. 1991. For- eldrar hans voru hjónin Jónas Jónsson og Jóhanna Ingibjörg Bjarnadóttir. Börn Jóhanns Marels frá fyrra hjónabandi eru: Viðar Marel, Birgir Marel og Björk. Systurnar fæddust og ólust upp í Von á Laugavegi 55. Þær Elsku hjartans mamma mín, þetta var heldur óvænt en þú kvaddir fallega. Lífið þekki ég ekki án þín. Ekki eru allir svo lánsamir að hafa mömmu sína með í lífs- hlaupinu. Við gengum saman hlýjar götur, grýttar, síðan góðar og loks ljúfar. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér í allri sinni litadýrð og þroskann að takast á við það. Minningin um einstaka konu sem fór ótroðnar slóðir mun lifa í hjarta mínu. Ástarþakkir, mamma mín, ég elska þig. Þín Lilja. Sísí amma skildi við þennan heim hinn 11.11.11. Blessuð sé minning yndislegrar og tignar- legrar ömmu. Fagnaðarfundirnir hafa verið magnaðir leyfum við okkur að halda þarna uppi, Jói afi, Óli tengdasonur, Píla og Perla hafa tekið á móti henni með opnum örmum. Þegar við heimsóttum Meist- aravelli 33 og síðan Laugaveg 55 hér á árum áður var alltaf tilhlökkun í ungu hjarta því Sísí amma og Jói afi tóku alltaf á móti manni eins og kóngafólk væri á ferðinni. Alltaf var okkur gefið vel að borða, ísköld mjólk sem fyrirfinnst hvergi nema í minningunni sem og banani úr ísskápnum, svo fékk maður að kíkja í nammiskúffuna og gauka smávegis að Pílu og Perlu í leið- inni. Laumað var að okkur Co- coa Puffs-pakka áður en heim í Kelduhverfið var haldið, þvílíkt sport! Sísí amma lagði mikla áherslu á að við værum heið- arleg og samkvæm sjálfum okk- ur og einnig var hún mikil smekkmanneskja og tókum við alltaf mikið mark á því sem hún sagði um útlit og tísku. Eins og þegar María litaði hárið á sér dökkt hérna um árið þá sagði Sísí amma ekki neitt en svo lýsti hún það aftur og þá sagði hún svo ofurvarlega eins og henni einni var lagið: „María mín, viltu gera það fyrir mig að lita hárið þitt ekki aftur svona dökkt.“ Einnig er það okkur systk- inunum minnisstætt þegar amma og afi tóku okkur með á landsleiki og þá var hún alltaf klár með ullarteppin, treflana og húfurnar ef það skyldi nú kólna. Elsku Sísí amma, við kveðj- um þig með þakklæti og mun- um minnast þín með góðum minningum um ókomna tíð. Elsku Lilja, Nonni og fjöl- skyldur, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Takk fyrir allt og allt. Jóhann Marel, Erla Huld og María Björk Viðarsbörn. Ef þú bara vissir elsku amma hvar við erum stödd þessa stundina. Hér sitjum við systk- inin saman. Við eldhúsborðið á Gunnarshólma. Á æskuheimili þínu. Einstök stund. Í gegnum tíðina var fjarlægð- in oft mikil. Þrátt fyrir að landshlutar og jafnvel heims- höfin hafi skilið okkur að þá fylgdist þú ávallt stolt með stór- fjölskyldunni. Það var einstak- lega hlýtt og notalegt að koma í heimsókn á þitt fallega heimili. En þú varst engin pönnukö- kuamma, eins og þú orðaðir það sjálf. Nú glottir þú út í annað og við líka. En einmitt fyrir það erum við svo þakklát. Þú varst engri lík. Sagan þín er engri lík. Þú varst sjálfstæð og sterk kona sem fórst ótroðnar slóðir. Ávallt skrefi á undan. Frum- kvöðull og brauðtryðjandi. Sama hvað á dundi þá barstu höfuðið hátt. Þú varst glæsileg amma. Einstaklega ljúf en á sama tíma algjört hörkutól. Af slíkri kjarnakonu er hægt að læra ótal margt. Það gerðum við systkinin. Minning þín lífir áfram í hjörtum okkar allra. Sögu- stundirnar verða án efa margar í framtíðinni. Ömmu Sísi sög- urnar geyma svo ótal margt. Fullar af fróðleik. Skondnar og jafnvel snúnar. Takk fyrir allt, elsku amma okkar. Þín ömmubörn, Örn, Sigurður, Hjördís og Hrefna og gullmol- arnir þrettán. Ógleymanlegt er það okkur, þegar Sigríður sem í okkar hópi var kölluð „Sísí“ setti af stað Tískuskóla Sigríðar Gunnars- dóttur. Þetta var kærkomið tækifæri fyrir ungar konur, sem kannski voru svolítið óframfærnar og feimnar. Þarna opnaðist nýr heimur, allt var þetta þessari framsýnu konu að þakka. Ævinlega verður undirrituð þakklát fyrir þetta góða tæki- færi. Tískusýningar voru þá talsverður viðburður í skemmt- analífi okkar. Þá var gaman. Nýlega birtist í fjölmiðlum umfjöllun varðandi æsku þess- arar merku konu. Fimm voru þær systurnar, dætur Margrétar og Gunnars kaupmanns í Versluninni Von á Laugavegi í Reykjavík. Þessar fimm systur voru hver annarri glæsilegri. Enda voru þau Margrét og Gunnar afar flott hjón. Nú er Sísí okkar kvödd með miklum söknuði og fjölskyldu hennar er send samúð og bless- un Guðs. Edda Sigrún Ólafsdóttir. Sigríður Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma – þú ert með fallegt og gott hjarta. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði. Þín Filippía. ✝ KarólínaKristín Jóns- dóttir Waagfjörð fæddist í Vest- mannaeyjum 19. apríl 1923. Hún lést á Droplaug- arstöðum 10. nóv- ember 2011. For- eldrar hennar voru Jón Waag- fjörð, málara- og bakarameistari, f. 15.10. 1883 við Seyðisfjörð, d. 2.3. 1969 í Vestmannaeyjum, og Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 7.8. 1890, Efri-Holtum Eyjafjöll- um, d. 21.11. 1968 í Vestmeyj- um. Systkini Karólínu eru: Jón, f. 24.2. 1920, d. 17.9. 2005, Sím- on, f. 1.5. 1924, d. 13.12. 2007, Jónína, f. 18.10. 1926, d. 10.1. 2009, Óskar, f. 15.2. 1929, Auð- ur, f. 15 2. 1929, d. 15.9. 2010, Vigfús, f. 17.2. 1930, d. 21.7. 2010, og Anna, f. 2.9. 1934, d. 24.4. 2002. Karólína giftist 18.9. 1948 Snorra Páli Snorrasyni, hjarta- og lyfjasérfræðingi og prófess- or við læknadeild Háskóla Ís- lands, f. 22.5. 1919, d. 16.5. 2009. Foreldrar hans voru Snorri Halldórsson, héraðs- ingarhjúkrun 48-49 og sér- hæfða hjúkrun við Vífilsstaði sama ár. Karólína fylgdi manni sínum til USA í sérnám við Massachusettes General Hospit- al í Boston. Hún vann þar sem hjúkrunarfræðingur þann tíma sem hann var þar við nám. Til gamans má geta þess að á þessu tímabili annaðist hún m.a. Eisenhower Bandaríkja- forseta. Eftir heimkomuna starfaði hún sem hjúkr- unarfræðingur á Landspít- alanum til ársins 1959. Karól- ína stóð ávallt sem klettur við hlið eiginmanns síns og fylgdi honum ávallt á læknaþing og ráðstefnur erlendis, allt þar til hann hætti störfum. Karólína bjó mestallan tímann í Hvassa- leitinu og sinnti heim- ilisstörfum ásamt fjölskyldunni jafnframt því að vinna á lækna- stofu eiginmanns síns. Sam- hliða þessu gafst henni samt tími til að sinna áhugamálum sínum, sem voru m.a. alls kon- ar hannyrðir, dans og bókalest- ur. Karólína verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 21. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. læknir og símstjóri og oddviti á Breiðabólstað á Síðu í V-Skaft., f. 18.10. 1889, d. 15.7. 1943, og Þórey Ein- arsdóttir, f. 18.9. 1888, d. 29.3. 1989, frá Hömrum í Eyja- firði. Karolína og Snorri eignuðust tvö börn þau eru: 1) Snorri Páll, f. 24.2. 1959, maki Helga S. Þór- arinsdóttir, f. 16.11. 1959 og eiga þau þrjú börn: Þórarin, f. 29.8. 1979; Snorra Pál, f. 30.9. 1984, maki Ilze Lakstigala, f. 13.1. 1988; og Huldu Dís, f. 20.12. 1999. 2) Kristín, f. 8.2. 1963, maki Magnús Jakobsson, f. 5.8. 1954 og eiga þau þrjú börn: Söndru, f. 8.8. 1984, maki Andri Reyr Vignisson, f. 21.1. 1982 og eiga þau þrjú börn; Reyni Pál, f. 30.9. 1987, maki Katrín Einarsdóttir, f. 12.2. 1988 og eiga þau eitt barn; og Kristínu Bryndísi, f. 30.3. 1992. Karólína lauk námi frá Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1940, nam hjúkr- unarfræði við HSÍ 46-48 og skurðstofuhjúkrun 1948, fæð- Elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma því hvað það var gott að koma til ykkar afa. Þegar ég var lítil var alltaf svo margt að skoða og gramsa í og leyndust oft stórir jafnt sem litlir fjarsjóðir í skápunum í Hvassaleitinu. Ég gat alltaf kom- ið inn í eldhús til þín og fengið rúlluost (upprúllaðan ost) eða eitthvert annað góðgæti sem leyndist í skápunum og svo að fá að koma í mat til ykkar þar sem ég fékk að bragða á heimsins bestu sósu sem mér fannst svo góð að þú lagðir alltaf teskeið við hliðina á matardisknum svo ég gæti sötrað á henni. Þín verður sárt saknað, elsku fallega og góða amma mín, ég mun ávallt geyma góðu stundinar sem við áttum saman. Takk fyrir allt saman. Elska þig, amma. Sandra Waagfjörð. Nú er kveðjustund, elskuleg mágkona mín er farin eftir far- sæla langa ævi, lengst af við góða heilsu, en tókst á við Alzheimers- sjúkdóm síðustu árin. Minningar eru margar og góðar og eru þær elstu sextíu og fimm ára. Elsti bróðir minn Snorri Páll var svo lánsamur að kynnast ungri og fal- legri hjúkrunarkonu þegar hann var við læknanám og þegar hann veiktist hastarlega af lömunar- veiki og var vart hugað líf þá stóð þessi unga hjúkrunarkona, Kar- ólína Waagfjörð, eins og klettur við hlið hans og allar götur síðan á langri ævi. Hennar gleði var sambúðin með Snorra og börnun- um Snorra Páli og Kristínu, einn- ig vann hún með manni sínum á læknisstofu hans. Hún var mikil húsmóðir og naut þess að taka á móti vinum og vandamönnum. Fjölskylda hennar frá Vest- mannaeyjum var stór og mjög skemmtilegt fólk og því mikil samskipti á milli fjölskyldna okk- ar. Þegar Snorri bróðir var við nám í hjartasjúkdómum við Har- vard í Boston á sjötta áratugnum, fór ég í heimsókn til þeirra. Kar- ólína var þá að vinna sem hjúkr- unarkona við spítalann og var ég þá stoltur af mágkonu minni, ég heyrði hvað amerísku læknarnir hrósuðu gáfum hennar og færni og hve vinsæl hún var meðal sjúk- linga. Seinni árin áður en þau Snorri fóru á hjúkrunarheimili, helgaði hún börnunum Snorra Páli og Kristínu, tengdabörnum og barnabörnum alla sína ást og umhyggju. Seinustu árin bjuggu þau Snorri á Droplaugarstöðum og nutu þar fyrirmyndarumönn- unar svo sómi er að. Elsku Snorri, Kristín og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðmundur Snorrason og fjölskylda. Karólína Kristín Jónsdóttir Waagfjörð Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi ÁRNI MAGNÚSSON skipstjóri Suðurmýri 16 verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 24.nóvember kl.13:00 Móeiður Marín Þorláksdóttir, María Árnadóttir, Pjetur Stefánsson, Þórdís Árnadóttir, Daniel Marston, Þorlákur Már Árnason, Edda Huld Sigurðardóttir, Jensína G. Magnúsdóttir, og barnabörn. Okkar ástkæri FRIÐRIK AXEL ÞORSTEINSSON Markarvegi 4 Reykjavík lést á Blóðlækningadeild 11G Landspítalanum 19. nóvember. Helga Þ. Einarsdóttir, Inga Ísaksdóttir, Matthías Örn Friðriksson, Svafa Grönfeldt, Bjarki Hrafn Friðriksson, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir, Gunnar Hafsteinsson, og barnabörn. Ástkær systir mín og föðursystir ARNBJÖRG MAGGA MAGNÚSDÓTTIR frá Traðarbakka, Akranesi Árskógum 8, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbær 4.nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elín Aðalheiður Magnúsdóttir, Magnús S. Guðmundsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.