Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 VIÐTALIÐ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ragna Sigurðardóttir er höfundurskáldsögunnar Bónusstelpan en þarer aðalsöguhetjan Diljá sem ernemi í Listaháskólanum og velur sér afar sérstakt útskriftarverkefni sem er að afgreiða á kassa í Bónus með bleikt hár og bleikar varir. Óhætt er að segja að Diljá slái í gegn hjá viðskiptavinum sem fara að trúa því að hún geri kraftaverk. Ragna er fyrst spurð hvernig hugmyndin að bókinni hafi komið til hennar. „Hugmyndin kom til mín dag einn í Bónus, í góðærinu árið 2006,“ segir hún. „Þar var kona á kassanum sem hafði sérstaka útgeislun, það stafaði af henni góðum krafti og hún hafði róandi áhrif á mig í umhverfi sem er yfirleitt fremur stress- andi. Mér fannst þetta vera eins og að fá heilun á kassanum. Svo fór ég út úr búðinni og hugs- aði með mér: Já, hugsum okkur sem svo að einhver sem ynni á kassanum í Bónus gæti heilað eða gert kraftaverk, það myndi ekki veita af slíku því þótt það sé góðæri þá hafa það ekki allir gott. Á þessum tíma var ég að skrifa aðra bók, Hið fullkomna landslag, sem kom út fyrir tveimur árum. Ég geymdi hugmyndina sem hélt áfram að sækja á mig og þegar ég var búin að skrifa Landslagið þá tók ég til við að skrifa bókina. Í millitíðinni hafði bæst við önnur per- sóna sem er þúsund þjala smiðurinn Hafliði sem er maður sem hefur komið víða við í lífinu. Hugmyndin að honum kom þegar ég heyrði nöturlega útvarpsfrétt af manni sem hafði fundist á ráfi undir morgun í snjó og krapi á nærbuxunum einum fata. Ég hugsaði með mér: Þarna er komið mótvægi við konuna á kassanum. Það voru þessar tvær persónur sem ég lagði upp með þegar ég fór að skrifa bókina. Mig langaði fyrst og fremst að skapa persónur og skrifa sögu þeirra frekar en að búa til þjóð- félagsádeilu. Bókin er alls ekki ádeila á efnis- hyggju eða skyndilausnir, miklu frekar vanga- veltur um það hvernig við leitum að kjarnanum í lífinu og skiljum á milli þess sem er ekta og þess sem er loddaraskapur. Ef eitt- hvað er þá deilir hún fyrst og fremst á sam- félag þar sem lágmarkslaun duga tæpast fyrir framfærslu. Ein persónan gengur til dæmis örvæntingarfull um með reiknivél og á aldrei fyrir nauðsynjum.“ Fólkið kom til mín Sem höfundur virðistu eiga fremur auðvelt með að skapa persónur og þær eru nokkuð margar í þessari sögu. Finnst þér gaman að skrifa um fólk? „Eftir því sem ég skrifa meira því áhuga- verðari finnst mér persónusköpunin. Þá skipt- ir miklu máli að samskipti og samtöl séu eðli- leg. Sem manneskjur verðum við til í samskiptum okkar við aðra. Fólkið í þessari bók kom til mín. Það var ekki markmiðið að skrifa stutta og mannmarga sögu. Helstu per- sónur sögunnar eru ekki svo margar, fjórar til fimm. Rödd Diljár, Bónusstelpunnar, er alltaf í forgrunni en fólkið sem byggir upp bókina er einfaldlega fólkið í röðinni í lágverðsverslun, sá hversdagur sem við upplifum daglega.“ Þykir þér vænt um persónurnar í þessari bók? „Mér þykir óskaplega vænt um þetta fólk. Ein persónan, Hafliði, hafði sterka návist. Hann var uppáþrengjandi, hékk í eldhúsinu hjá mér og ég losnaði ekki við hann úr hug- anum. Svo er aðalpersónan, sem er Diljá, ung manneskja sem veður áfram og sést ekki fyrir. Sköpunargleði hennar er svo mikil að hún hugsar ekki um afleiðingarnar. Þeir atburðir sem gerast við kassann í Bónus verða ekki endilega til þess að Diljá umbreytist, þroskist skyndilega og öðlist dýpri skilning á tilver- unni, en hún lærir sitthvað um sjálfa sig, held- ur áfram og finnur það sem liggur nær henni í listinni, sem er tónlistin. Það sem mér var mjög annt um í þessari sögu var sambandið milli hennar og yngri syst- ur hennar. Mér þykja tengsl milli systkina mjög áhugaverð og í þessu tilviki er aldurs- munurinn mjög mikill. Diljá þroskast í gegn- um yngri systur sína og áttar sig á mikilvægi sínu í lífi hennar. Þetta er saga um fjölskyldu í samtímanum. Þessi fjölskylda lendir í sérstökum kring- umstæðum en það er ýmislegt í bakgrunninum sem kallar hugsanlega á vangaveltur um það hvernig sé ástatt um fjölskyldur í samtím- anum. Höfum við til dæmis tíma fyrir börnin okkar?“ Kraftaverkið í listinni Fólk í þessari bók leitar skyndilausna sem það heldur sig fá í Bónus. Er sá þáttur verks- ins ádeila á einhvern hátt eða bara lýsing á ákveðnum raunveruleika? „Við leitum skyndilausna og það er allt í lagi að leita að þeim ef þær hjálpa. Ég er ekki að deila á þær persónur bókarinnar sem leita lausna á vandamálum sínum. Það er ekki eins og þær séu að gera eitthvað neikvætt með því að sækja sér hjálp í Bónus, heldur eru þær að reyna að bjarga sér. Þær gera bara það sem þarf. Fólkið í röðinni lætur ekki bugast, ekki frekar en fólkið í landinu almennt.“ Þú ert menntuð í myndlist og starfar sem myndlistargagnrýnandi. Heldurðu að það séu sterk áhrif frá myndlist í skrifum þínum? „Myndlist og myndlistargagnrýni er hluti af mínu lífi. Myndlistarheimurinn kom við sögu í Hinu fullkomna landslagi. Listupplifun er hluti af umfjöllunarefni þessarar bókar. Það er mik- ið af listviðburðum og listupplifunum í samtím- anum, næstum því á færibandi, og það er bara af hinu góða, en það fær mann líka til að velta ýmsu fyrir sér. Til dæmis hvenær listin sé raunveruleg og hvenær kraftaverk gerist í list- inni? Hvernig eigum við að skynja kraftaverk- ið í listinni og trúa á listina? Þessar spurningar liggja líka að baki þessari sögu.“ Ertu byrjuð á næstu bók? „Ég er komin með aðalpersónur, sögusvið og umfjöllunarefni. En ég er ekki byrjuð að skrifa sjálfan textann, þannig að það er ekki tímabært að segja meira um það.“ Morgunblaðið/Kristinn Ragna Sigurðardóttir Bókin er alls ekki ádeila á efnishyggju eða skyndilausnir, miklu frekar vangaveltur um það hvernig við leitum að kjarnanum í lífinu. Fjölskylda í samtímanum  Bónusstelpan er skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur  Kraftaverk í Bónus koma við sögu  Saga um persónur frekar en þjóðfélagsádeila, segir höfundurinn sem fékk hugmyndina í Bónus »Ég er ekki að deila á þærpersónur bókarinnar sem leita lausna á vandamálum sín- um. Það er ekki eins og þær séu að gera eitthvað neikvætt með því að sækja sér hjálp í Bónus, heldur eru þær að reyna að bjarga sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.