Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 ✝ HermannFannar Val- garðsson fæddist í Reykjavík 22. febr- úar 1980. Hann lést í Hafnarfirði 9. nóvember 2011. Foreldrar Her- manns Fannars eru Hildur Harð- ardóttir, fædd í Hafnarfirði 2. apríl 1961 og Valgarður Valgarðsson, fæddur á Akra- nesi 1. febrúar 1960. Bróðir Hermanns er Hjörtur Logi Val- garðsson, fæddur í Reykjavík 27. september 1988. Foreldrar Hildar eru Hörður Jónsson, f. 24. mars 1934 og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 17. febrúar 18. maí 2007. Hermann Fannar ólst upp í Hafnarfirði, gekk í Lækjar- skóla, Flensborg og Iðnskólann í Hafnarfirði. Hann var mikill fjölskyldumaður. Hann naut sín best í faðmi fjölskyldu sinnar og sinna nánustu vina. Her- mann var mikill FH-ingur en þar lék hann og starfaði af miklum móð alla sína tíð. Her- mann Fannar stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki á unglingsaldri og meðfram störfum í vefgeir- anum hjá Skapalóni rak hann mörg fyrirtæki. Hann var ann- ar eigenda Nýlenduvöruverzl- unar Hemma og Valda á Laugavegi og kaffihússins Tíu dropa, ferðaþjónustufyrirtæk- isins Reykjavík Backpackers og tölvuþjónustufyrirtækisins Macland. Þá var hann um ára- bil útvarpsmaður á X-inu 977. Útför Hermanns Fannars fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 21. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1937. Foreldrar Valgarðs: Björg Ív- arsdóttir, f. 25. ágúst 1928 og Val- garður Krist- jánsson, f. 15. apríl 1917, lést í febrúar 1998. Hermann Fann- ar kvæntist Söru Óskarsdóttur, fæddri í Reykjavík 7. október 1980, þann 17. júní 2005. Foreldrar hennar eru Óskar Baldursson, f. 1957 og Sigrún Birgisdóttir, f. 1960. Systir Söru er Þórdís Óskarsdóttir, f. 1987, unnusti hennar er Davíð Jónsson, f. 1985. Hermann Fannar og Sara eignuðust einn son, Loga Þór, f. Litli vin þig leiði Drottinn Guð um lífsins vegu, daga þína alla. Mín ósk er sú, að yndi og lífsfögnuð, hann ávallt láti þér til hlutar falla. (Afi Valgarður) Hvíl í friði. Þín Sara, Logi Þór, mamma, pabbi og Hjörtur Logi. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Elsku Hemmi minn. Ég þakka þér allar yndislegu samverustundirnar. Strax í æsku opnaðir þú þinn hlýja faðm á móti mér fullur af orku og lífsgleði sem smitaði frá sér. Það er ómetanlegt að eiga þessar dýrmætu minning- ar þegar þú ert nú horfinn svo snögglega. Og þú varst svo sann- arlega snöggur og lifðir lífinu svo hratt að erfitt var á stundum að fylgja þér eftir en það var alltaf spennandi og gaman. Já, minningarnar hrannast upp. Ég man eftir fyrsta hreiðr- inu ykkar Söru, hvernig þið byggðuð það upp af útsjónarsemi og nægjusemi og þangað var allt- af yndislegt að koma. Seinna fluttuð þið á Skúlaskeiðið þar sem Logi ykkar fæddist. Logi aðeins 4 ára sér nú á bak yndislegum ást- ríkum föður sem hafði ávallt næg- an tíma fyrir hann, sama hversu mikið var að gera. Kæra Sara, þú hefur misst mikið en þú varst Hemma sann- arlega betri en enginn og saman stóðuð þið í öllum ykkar athöfn- um. Ég vil votta öllum þeim sem elskuðu hann Hemma minn, sér- staklega Söru, Loga, foreldrum, bróður og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Megi almættið geyma ykkur öll. Lyftu sál minni, sorgaralda, sökktu mér ekki í djúpið kalda. Sorg, vertu dögg, þá sólin hnígur, sársaukans tregamjúka blað. – Saknaðar minning þekkir það. – Hjartans blóm mitt þar svölun sýgur, svo, þegar röðull aftur stígur, hugar örn flýgur hreiðri að. (Ólöf frá Hlöðum.) Amma Björg Ívarsdóttir. Með sorg í hjarta kveðjum við elsku hjartans drenginn okkar Hermann Fannar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Þú ert ljósið í minningu okkar. Amma og afi, Sigríður og Hörður. Það sem Hermann tengdason- ur okkar náði að framkvæma á sinni allt of stuttu ævi var hreint ótrúlegt. Framkvæmdagleði hans og atorka var með eindæmum. Hans verður vafalaust víða minnst fyrir það, og öll skemmti- legheitin. En það sem við minn- umst hans helst fyrir er hversu ástríkur eiginmaður og faðir hann var. Sem heimilisfaðir var hann einstakur, bæði inni á heimilinu við að elda dýrindis mat eða úti að rækta garðinn sinn. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta hann, því hvar sem hann var ríkti gleði. Maður fann það svo glöggt hvað hann elskaði fjöl- skyldu sína og vini. Hann faðmaði og kyssti sitt fólk þegar hann heilsaði því og kvaddi, og gerði það svo innilega að maður fann í raun væntumþykju hans. Sara dóttir okkar og hann Hemmi voru ekki nema 15 ára þegar þau byrjuðu saman, en maður sá fljótt hversu vel þau pössuðu hvort öðru. Hann heillaði okkur strax með einlægni sinni og glaðværð. Með þessum fátæklegu orðum viljum við fá að kveðja hann Hemma okkar og biðja Guð að blessa minninguna um góðan dreng og styrkja Söru okkar, Loga Þór, foreldra, bróður og alla ástvini hans í þessari miklu sorg. Óskar og Sigrún. Það eru ekki til nein orð sem geta lýst því hversu mikið ég sakna hans Hermanns mágs míns, sem var mér svo miklu meira en mágur því ég leit alltaf á hann sem stóra bróður minn. Ég kynntist honum þegar ég var átta ára gömul, en þá byrjuðu þau saman hún Sara systir mín og Hemmi, þá bæði 15 ára. Ég man að ég spurði hann hvað hann héti í fyrsta skipti sem ég hitti hann og eins og hans var von og vísa sagð- ist hann heita Batman. Ég var bara átta ára og veltist um af hlátri og síðan þá hefur hann allt- af fengið mig til að brosa og hlæja. Eitt símtal og það lífgaði upp á daginn. Frá því að ég kynntist honum tók hann mér opnum örm- um og ég er ótrúlega stolt af því að geta sagst hafa átt hann sem mág. Hann var svo vinmargur og einstakur að mér þótti sérstakur heiður að því að vera nánast systir hans. Þegar Hemmi og Sara til- kynntu mér að þau ætluðu að skíra son sinn Loga Þór í höfuðið á Loga bróður hans og mér fyllt- ist ég bæði stolti og gleði. Það var eins og hann vissi alltaf hvernig ætti að gleðja mig og koma mér til að hlæja og mér fannst svo gott að tala við hann. Hjá honum var það aldrei neitt vandamál að hjálpa öðrum. Hann var ótrúlega dug- legur og atorkusamur í vinnunni, sem vinur en auðvitað fyrst og fremst sem fjölskyldumaður. All- ar minningarnar eins og singstar- og buzz-kvöldin okkar, fjölskyldu- ferðin til Flórída, þegar við Abba fengum að hanga með þeim Söru svo ótrúlega oft í kokteilsósunni, þegar við fórum öll saman að gera FH-tattúið hans og svo ótalmarg- ar aðrar minningar um hann Hemma minn mun ég geyma sem gull í hjarta mínu. Faðmlögin og kossana hans sem hann heilsaði alltaf með mun ég halda þéttings- fast í og reyna að kenna börnum hans að gera slíkt hið sama. Loga Þór og ófædda barninu mun hann ætíð vera fyrirmynd um yndisleg- asta og besta pabba sem uppi hef- ur verið. Hermann Fannar mun lifa í minningu minni um ókomna tíð og mun ég segja góðar sögur af honum vegna þess að það eru bara til góðar sögur af honum. Það var heiður að fá að kynnast honum Hemma og mun ég reyna að hugsa sem allra best um Sör- una þína og börnin þín tvö, Loga Þór og ófædda barnið ykkar, alla mína ævi. Ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað þar sem þú munt hvíla í friði. Þórdís Óskarsdóttir. Kveðja frá föðursystkinum. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Laxness) Við þökkum Hermanni frænda samfylgdina og vottum Söru, Loga Þór, Hildi, Valla og Hirti Loga okkar dýpstu samúð. Sigrún og Maggi, Arnaldur og Arndís, Ívar og Ragnheiður, Kristján og Sigríður. Undanfarna daga hefur hugur minn reikað aftur til samtals sem ég átti við félaga minn um vináttu fyrir fáeinum vikum. Þá sagði ég honum frá kvöldi sem við áttum saman uppi á heiðum í lok ágúst og biðum eftir gæsum. Við hefð- um ekki sagt það þá en ég segi nú að sem betur fer var varla nokkur fugl á heiðinni. Við gátum því set- ið rólegir saman á fallegu haust- kvöldi þegar vind varla bærir og sólin er lengi að setjast. Rætt allt milli himins og jarðar, hlegið sam- an, trúað hvor öðrum fyrir leynd- armálum og notið þess að vera vinir. Nú felli ég tár við tilhugsunina um að þessar stundir með þér séu taldar en um leið er ég svo þakk- látur fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Tímann þegar við lék- um okkur saman sem litlir strákar, tímann sem við sóuðum saman á unglingsárunum, tímann þegar við sem ungir menn stofn- uðum núlleinn og nú síðast þann tíma sem fjölskyldur okkar vörðu saman. Þú tókst stóran þátt í að móta þann mann sem ég er í dag og munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Ég kveð þið með djúpum sökn- uði. Úlfar Linnet. Nú kveð ég þig Hermann með miklum söknuði í hjarta. Ég er svo þakklát fyrir að þið Sara kom- uð inn í líf mitt þegar við Úlfar fórum að vera saman. Þið Úlfar voruð einstakir vinir og það verð- ur erfitt að fylla upp í skarðið sem þú skilur eftir í hjörtum okkar. Framtíðin verður þó full af hlýj- um minningum sem munu ylja okkur með tímanum. Sara og Logi Þór og litla baun munu fá faðmlög og knús frá okkur hve- nær sem þau þurfa á því að halda. Ég vil votta fjölskyldu og vin- um Hermanns samúð mína. Ragnheiður Þórdís (Ragga Dís). Elsku Hemmi minn. Ég mun geyma þig í huga mín- um á hverjum degi og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman, samtölin um börnin, heim- ilin okkar, væntingar og drauma, hugmyndirnar sem við fram- kvæmdum, samveru fjölskyldna og vinskapinn. Það er enginn þér líkur og vissan um að þú sért til staðar þegar lífinu er lokið bægir í burtu öllum ótta. Þangað til lifi ég þakklátur með minningunni um besta vininn. Elsku Sara, Logi Þór og fjöl- skylda. Ég votta ykkur innilega samúð á þessum erfiða tíma. Með söknuði, Valdimar Geir Halldórsson. Ég hafði unnið í félagsmiðstöð- inni Vitanum í fáeina mánuði þeg- ar Hemmi kom til starfa, jólin 1996. Hann hafði vanið komur sín- ar þangað sem unglingur en ég þekkti hann ekki neitt. Strax í fyrsta verkefninu okkar var lagð- ur grunnur að annars konar vin- áttu en ég átti að venjast. Í hvert skipti sem ég hitti Hemma, faðm- aði hann mig og kyssti – jafnvel beint á munninn. Ég áttaði mig fljótt á því að honum var eigin- legra en flestum öðrum að sýna hlýju sína, var fullkomlega blátt áfram og einlægur í því. Næstu ár áttum við eftir að bralla ýmislegt. Við stóðum að hæfileikakeppni unglinga, prjónuðum trefil á Keikó með flippklúbbnum, tróð- um rollu inní kokteilsósulitaðan bílinn hans, stofnuðum heimasíðu með strákunum í Núlleinum og buðum fram til bæjarstjórnar- kosninga með Tónlistanum. Ég átti fullt í fangi með að halda í við Hemma. En í huga hans var þetta bara brotabrot af því sem þurfti að gera. Hann var rótari hjá hljómsveitum, útvarpsmaður á X- inu, harður FH-ingur, besti vinur allra hinna vina sinna, ástkær sonur og tengdasonur, stóri bróð- ir Loga og kærasti Söru. Eitt helsta einkenni Hemma var einstök sýn á lífið og ótrúleg lífsgleði. Hann var ávallt snöggur til svars og húmorinn hans helsta vopn. Þótt skop hans gæti í fyrstu virst óvægið náði hann alltaf að sannfæra fólk um að það sem hann segði væri ekki illa meint, bara fyndið. Einu sinni datt á mig skalli. Þá naut Hemmi sín og ræddi málið í þaula – glottandi út í annað. Hann krafðist þess að fá að nudda sterakremi í blettina auðu. Taldi mér trú um að hann vildi í alvöru hjálpa. Lét samt ekki vera að teikna súlurit sem sýndi hlut- fall hárs og skalla og hengja það upp fyrir allra augum á skrifstofu Núlleins. En bætti við að ég þyrfti ekki að kvíða neinu – ja, nema skallasúlan yrði hærri en sú sem táknaði hárið. Á þessum árum leigði ég með þremur vinum mín- um; við kölluðum búskapinn sam- býli. Hemmi varð strax eins og heimalningur hjá okkur. Hann vafði öllum um fingur sér með faðmlögum, kossum og sinni ein- stöku lund. Varð strax hrókur alls fagnaðar – þeirra tuga fagnaða sem haldnir voru. Tímans á sam- býlinu minnast líka allir með bros á vör. Hann hefði aldrei orðið samur án Hemma. Hemmi hafði enda einstakt lag á að mynda fé- lagsleg tengsl og þekkti allt og alla. Í gegnum hann hef ég eign- ast marga vini og kynnst ógrynni af allskonar fólki – þar á meðal konu minni. Fyrir það og allt hitt er ég honum þakklátur. Ég reyni ekki að lýsa því hversu sárt ég sakna Hemma. Heldur ekki hversu mikið ég á eft- ir að sakna þess að hitta hann og faðma. Hversu mikið ég á eftir að sakna allra litlu heimskulegu samtalanna okkar um allt og ekki neitt – daglegra samtala sem hafa verið hluti af lífi mínu undanfarin fimmtán ár. Án þeirra er ég fá- tækari. Án Hemma er heimurinn fátækari. Elsku Sara, Logi Þór, Hildur, Valli, Hjörtur Logi, Dúra, Óskar, Þórdís og Davíð. Megi allar góðar vættir hjálpa ykkur og okkur hin- um. Kveðju á blaði til Hemma er bara hægt að enda á einn hátt – eins og hann sjálfur hefði gert: LUV. Kristján Hjálmarsson. Það hafa fáir menn verið jafn lifandi og Hemmi. Athafnasemin, krafturinn og framkvæmdagleðin var engu lík. Ljós hans logaði svo skært og það er því með öllu óskiljanlegt að það skyldi slokkna jafn skyndilega og raunin varð. Ég man fyrst eftir Hemma í tröppunum á gamla Lækjarskóla árið 1995. Ég var í heimsókn í Hafnarfirði, sjálf búsett í Reykja- vík þar sem við Sara, konan hans, höfðum kynnst nokkrum árum áður. Hann leit upp til okkar, þar sem við stóðum nokkrum þrepum ofar og mér varð starsýnt á þenn- an fallega strák: svart hárið, brúnu augun og óviðjafnanlegt, geislandi brosið. Ég var svo stolt af henni Söru minni að hafa náð í Hemma og álit mitt á honum átti aðeins eftir að vaxa. Þrátt fyrir vinnuna og allar hugmyndirnar sem hann fylgdi eftir man ég aldrei eftir því að Sara hafi talað um að hann hefði ekki tíma fyrir fjölskylduna. Hann var fyrst og fremst fjöl- skyldumaður og lagði mikla rækt við foreldra sína, bróður, tengda- fjölskyldu, Söru og Loga Þór. Hemmi lagði auk þess mikla rækt við ótal vini og kallaði hvarvetna fram gleði og sprell. Frá ung- lingsárum hefur hann verið mið- punktur gleðistunda í mínu lífi og eru tónleikarnir, matarboðin, partýin og ferðalögin þar sem hann var hrókur alls fagnaðar sem betur fer óteljandi. Ég reikn- aði bara með því að á þeim yrði framhald og að við hjónin mynd- um eldast með honum, Söru og hinum vinunum. Ef ekki væri fyrir Hemma og Söru hefði ég ekki kynnst mann- inum mínum, Kristjáni Hjálmars- syni, enda var hann með bestu vinum Hemma og áttu þau stóran þátt í að koma okkur saman. Í þakklætisskyni fengum við þau til að vera guðforeldra sonar okkar og hafa þau sinnt því hlutverki af alúð síðustu níu ár. Eins var Hemmi veislustjóri í brúðkaupinu okkar, aðeins 25 ára gamall, og er enn um það rætt innan fjölskyld- unnar hversu vel hann leysti það hlutverk af hendi. „Skemmtileg- asta brúðkaup sem ég hef farið í“ heyrðum við úr ýmsum áttum og var það ekki síst Hemma og húm- ornum hans að þakka. Við vorum svo stolt af Hemma og litum á hann, eins og svo margir aðrir, sem okkar allra besta vin. Hann var hluti af okkar daglega lífi því símasambandið – sem var fullt af gríni og glensi en líka vinalegum orðaskiptum – milli hans og eig- inmannsins, rofnaði aldrei. Framtíðin er svo miklu litlaus- ari án Hemma og við hjónin eig- um eftir að sakna hans ólýsanlega sárt um ókomna tíð. Það kemur enginn í staðinn fyrir hann. Það er erfitt til þess að hugsa að þessi hjartahlýi og fallegi maður muni ekki geta leitt Söru og börnin sín í gegnum lífið. Ég sé glaðlega and- litið hans ennþá ljóslifandi fyrir mér og mun geyma það í hjarta mér eins og aðrir sem hann þekktu. Elsku Sara, Logi Þór, Hildur, Valli, Hjörtur Logi, Óskar, Dúra, Þórdís og Davíð, þið búið vel að því að vera sterk og góð og að hafa alltaf staðið saman. Megi allar góðar vættir, ættingjar og vinir leggjast á eitt um að styrkja ykk- ur í sorginni. Vera Einarsdóttir. Hinsta kveðja til besta vinar míns. Ég hef verið svo lánsamur að fá að verða samferða Hemma frá því við vorum að detta inn á táningsaldurinn. Mikið svakalega þykir mér vænt um minningarnar núna. Endalaus gauragangur og skemmtilegheit. Minningarnar áttu að verða svo miklu fleiri. Hemmi var traustasti vinur sem nokkur maður getur óskað sér og var þar að auki miðpunkturinn í vinahópnum. Stundirnar eru of góðar og of margar til að velja eina þeirra hér til frásagnar. Þó er ein stund sem Hemmi rifjaði reglulega upp sjálfur. Við höfðum tekið að okkur lítið kvöld- verkefni á verkstæðinu sem ég vann á. Þá hafði skömmu áður byrjað sæt stelpa í Lækjarskóla. Hemmi hafði viðrað það við mig að hann langaði að bjóða henni í bíó þar sem hann sá í henni mikið kærustuefni. Á meðan við unnum ræddum við um hvað hann ætti að segja við hana í símann. Spennan var í hámarki hjá okkur tveimur, enda mjög mikilvægt að Hemma tækist að spila út öllum sínum sjarma. Eftir stutt símtal var stórsigur staðreynd og Hermann bókstaflega sveif um gólfið. Sara þáði að sjálfsögðu boðið og síðast þegar ég heyrði í Hemma fór það ekki á milli mála að hann var al- veg jafnskotinn í henni og þá. Eftir að ég flutti utan til náms jókst fjarlægðin á milli okkar í kílómetrum talið. En það varð ekki til þess að við fjarlægðumst að öðru leyti. Hemmi gleymdi aldrei sínum. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim í frí var undantekningarlaust að heim- sækja Hemma og Söru á Hverf- isgötuna. Mikið svakalega var alltaf gott að fá faðmlagið frá hon- um. Hemmi hafði nefnilega ein- stakt lag á að láta mér líða eins og ég hefði alls ekkert verið í burtu og við síðast hist deginum áður. Elsku vinur minn, ég sakna þín meira en orð fá lýst. En ég veit að þegar minn dagur kemur seinna tekur þú á móti mér, faðmar mig og lætur mér líða eins eins og við hefðum hist síðast í gær. Sveinn Bjarki Þórarinsson. Hermann Fannar Valgarðsson HINSTA KVEÐJA Til Hemma. En líf þótt lýsi hárin og lítið hrörni fley, og lengi svíði sárin, um síðir þorna tárin, þú góði gleymist ei. (Magnús Jónsson) Jón Gestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.