Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 AFSLÁTTUR Á LEIKRITIÐ „EFTIR LOKIN“ SEM SÝNT ER Í TJARNARBÍÓI SuðSuðVestur í samstarfi við Tjarnarbíó sýnir leikritið „Eftir lokin“ eftir Dennis Kelly. Dennis Kelly er eitt fremsta nútímaleikskáld Breta. Leikrit hans hafa verið sýnd víða um heim. Verk hans „Elsku barn“ var t.d. sýnt við fádæma undirtektir í Borgarleikhúsinu. Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af tog- streitu og spennu, ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af, en lifa þau hvort annað af? Leikarar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Sýningar í boði: 17. nóvember 18. nóvember 25. nóvember 26. nóvember Sýningin hefst kl. 20:00 Almennt verð á sýningu: 3.200 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.200 kr. Miðasala Tjarnarbíós er opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 15:00 og klukkutíma fyrir viðburði. Símanúmer 527 2102. Einnig má senda póst á midasala@tjarnarbio.is MOGGAKLÚBBUR Til skamms tíma deildu menn hart hér vestra um hvort perla Vestfjarða héti Dynj- andi eða Fjallfoss. Skiptust menn í flokka og héldu margir fast með sínu nafni, þó ekki hafi hlotist af meið- ingar eða mannvíg líkt og trúlega hefði gerst á Sturlungaöld. Þótt enn eimi eftir af því deilu- máli, má segja að tíminn hafi skorið úr um þessar nafngiftir. Einnig rannsakaði Kjartan Ólafsson, Nestor vestfirskra fræðimanna, það mál of- an í kjölinn og varð hans áliti ekki áfrýjað. En nú er komið upp annað deilu- mál af svipuðum toga. Í Morgun- klúbbnum í sundlauginni á Þingeyri í Dýrafirði, þar sem mál eru krufin til mergjar af mikilli speki, deila menn nú hart um hvort heiðin eða skarðið milli Fossdals í Arnarfirði og Kirkju- bólsdals í Dýrafirði heiti Álftamýr- arheiði eða Fossdalsheiði og við sjálft liggur að þingheimur berjist, en sumir eru að vísu hlutlausir í mál- inu. Skal nú kalla til nokkra dómbæra menn í þessu álitamáli og fyrstan telja þjóðfræðamanninn Kjartan Ólafsson áðurnefndan. Í Kjart- ansbók segir svo: „Leið okkar liggur nú frá Álfta- mýri út með ströndinni. Spölurinn frá túnfætinum út að Fossá, sem einnig er nefnd Fossdalsá, mun að- eins vera tveir kílómetrar. Dalurinn sem áin fellur um heitir Fossdalur og er liðlega fjórir kílómetrar á lengd. Um hann liggur leiðin á Álftamýr- arheiði sem á fyrri tíð var alfaraveg- ur yfir í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Sjálf heiðin er aðeins mjór hryggur í 544 metra hæð og upp á hana er farið úr innanverðum dalbotninum. Vetr- arleið úr botni Fossdals yfir í Kirkju- bólsdal lá aðeins utar og var þá farið yfir Kvennaskarð.“ (Firðir og fólk 900-1900, Vestur-Ísafjarðarsýsla, útg. Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða 1999, bls. 64.) Og nú yfir á 19. öld- ina. Séra Jón Ásgeirsson (1804-1886) var prestur á Álftamýri lengi og reyndar einnig á Hrafnseyri og eru af honum margar sagnir. Þeir voru systkinasynir Jón Sigurðsson og séra Jón og brölluðu margt saman á yngri árum. Séra Jón var hraust- menni svo af bar, fimur og harðfengur við störf. Svo var hann yfirlætislaus við alla og ljúfur, að slíks eru nálega engin dæmi um mann í hans stöðu. Hann var orð- lagður kennimaður og andríkur með afbrigðum, en drykkjugjarn um of. Svo segir Sighvatur Borgfirðingur. Eitt sinn á fyrstu prestskapar- árum sínum á Álftamýri datt séra Jón í það á Þingeyri, eins og við mundum orða það í dag, en Sig- hvatur segir að hann hafi verið við vín. Þá var staddur þar fyrir utan verslunina fjöldi franskra duggu- sjómanna í sömu erindum og prest- ur, satt að segja bara blindfullir. Jæja, kemur nú ekki Álftamýr- arklerkur út úr verslunarbúðinni með brennivínstunnu í fanginu og vildu franskir gera tunnuna upptæka af klerki með það sama, sem ekki lét lausa tunnu sína og hófust nú slags- mál og er með ólíkindum að lesa hvernig séra Jón handlék þá Frans- menn. Lauk þeim viðskiptum svo að flótti brast í lið þeirra frakknesku og reru ákaft út í duggur sínar og sumir sárir. Ekki er þess getið að séra Jón hafi særst í bardaganum og ekki var hann þreyttur til muna, því sama dag lagði hann á Álftamýrarheiði með brennivínstunnuna á bakinu og kom með hana heim til sín um kvöldið. (Sjá: Helgi Guðmundsson, Vestfirsk- ar sagnir, 3. hefti, Bókav. Guðm. Gamalíelssonar 1934, endurútg. Vestfirska forlagið 2011, bls.272.) Á herforingjaráðskortinu frá 1913 tala þeir dönsku um Álftamýrarheiði. Þórður Njálsson, hreppstjóri Auð- kúluhrepps, heldur sig við einnig við Álftamýrarheiði í þætti sínum um hreppinn í Árbók FÍ 1951. Sama er að segja um örnefnaskrá Álftamýrar í skrám Örnefnastofnunar. Þá segir Knútur Bjarnason, bóndi á Kirkju- bóli í Dýrafirði, sem nú er á fimmta ári hins tíunda tugar, að alltaf hafi verið talað um Álftamýrarheiði á sín- um bæ. Ól. V. Þórðarson, sem alinn er upp í Stapadal á norðurströnd Arnar- fjarðar, segir aftur á móti að í sínu ungdæmi hafi alltaf verið talað um Fossdalsheiði. Fé var rekið yfir Fossdalsheiði og menn fóru í kaup- stað til Þingeyrar yfir þá heiði en ekki Álftamýrarheiði. Andrés G. Jónasson, sem alinn er upp í Lokinhömrum, segir að engum hafi dottið í hug að tala um Álftamýr- arheiði á þeim bæ. Afi hans, Sigurður Guðmundson, talaði alltaf um Foss- dalsheiði og sama segir hann að al- þýðuskáld Auðkúluhrepps, Njáll Sig- hvatsson, hafi gert. Kristján Ottósson, sem alinn er upp í Svalvogum, segir að hann hafi alltaf vanist því í æsku þar á útnesj- unum að talað væri um Fossdals- heiði. Hvað segja menn um þetta: Hrafnseyrardalur = Hrafnseyrar- heiði, Lokinhamradalur = Lok- inhamraheiði, Gemlufallsdalur = Gemlufallsheiði, Breiðadalur = Breiðadalsheiði, Botnsdalur = Botnsheiði? Og hvers vegna ætli Vestfirðingar hyllist til að hafa tvö nöfn á sumum örnefnum sínum? Það er skemmti- legt rannsóknarefni fyrir nútíma- fræðimenn. „Lagði svo á Álfta- mýrarheiði með brenni- vínstunnuna á bakinu“ Eftir Hallgrím Sveinsson »Hvers vegna ætli Vestfirðingar hyllist til að hafa tvö nöfn á sumum örnefnum sín- um? – Það er skemmti- legt rannsóknarefni fyr- ir fræðimenn okkar. Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði. Nútímamanneskjan ég lifi tæknivæddu lífi. Farsíminn óx fram úr handlegg mínum sem nýr líkamspartur á unglingsaldri, vefsíð- urnar sem ég get vafr- að um eru með öllu ótakmarkaðar, sam- skiptasíðurnar og -for- ritin spanna fleiri hundruð og ég kaupi mér spjaldtölvu til þess eins að gera flugferð ánægjulegri. Já, það má með sanni segja að sá sem dirfist að kvarta á tímum sem þessum, tímum tækninnar, er vitleysingur eða enn eitt vanþakklátt afkvæmi græðg- innar. Ég lifi ótrúlega atburði. Ferðast um heiminn þveran og endilangan, giftist ást lífs míns og eignast með henni fjölda barna sem gera mig síð- an að afa og fyrr en varir er ég sest- ur inn á elliheimili við sjávarsíðuna, horfi út um gluggann á fallegu ís- lensku náttúruna og byrja að fara yfir líf mitt í huganum. Ég finn að minnið svík- ur eilítið, sem það hef- ur tekið upp á síðast- liðnar vikur, og beygi mig því undir rúm eftir kassa með minningum mínum í. Ég dusta ryk- ið af honum, tek lokið af og sé mér til mikillar furðu að hann er tóm- ur. Hvernig má það vera? Hvert fóru minning- arnar mínar? Ég tek upp símann og hringi í vini og vandamenn, leita að öllum hörðu diskunum í gömlu tölvunum mínum, símkortum, tala við eigendur allra samskipta- og netfangasíðna sem ég notaðist við og geðshræringin magn- ast er ég loks kemst að sannleik- anum: Ekkert sem var er eftir. Ég á engar minningar. Stolið, eytt; hakk- að, gleymt. Ég á ekki einu sinni framkallaða mynd af mér og eig- inkonu minni á brúðkaupsdaginn. Ó, hvað ég hefði gefið fyrir það eitt að hafa varðveitt minningar lífs míns. Handskrifað bréf til vinar míns í stað þess að eiga ópersónuleg sam- skipti í gegnum smáskilaboð far- síma. Framkallað myndir af börnum og barnabörnum og gengið snyrti- lega frá í myndaalbúmum í stað þess að setja þær á einhverja heimsku- lega samskiptasíðu. Minningar eiga að vera eitthvað sem ég get fundið fyrir, horft á frá mismunandi sjónarhornum, haldið á og, umfram allt, fundið fyrir. Í stað þess hugsa ég um að þarna varð kynslóð minni allverulega á og tæknin, sem varð of mikil, of hratt, vann gegn okkur með þeim afleið- ingum að eftir stendur eyða í minn- ingu lífsins. Minningar nútíma- manneskjunnar: Error Eftir Ingólf Sigurðsson » Greinin er hugvekja til fólks um afleið- ingar og áhættu þess að leggja allt sitt traust í hendur tækninnar. Ingólfur Sigurðsson Höfundur er frístundaleiðbeinandi hjá Reykjavíkurborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.