Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Ævintýri Þau eru sannarlega hæfileikarík krakkarnir sem tóku þátt í Stíl, hönnunarsamkeppni Samfés. Eggert Hér berja ýmis öfl hausnum við steininn og halda áfram að tala um mikilvægi þess að Ísland gangi í Evr- ópusambandið og taki upp evru. Það mætti halda að fréttir bær- ust bara til Íslands með haust- og vor- skipi, þannig er um- ræðan. Þeir sem leiða atvinnulífið virðast jafn veikir og Samfylkingin. Þeir kljúfa sín sam- tök og vilja sjá aðildarsamning sem eigi að greiða atkvæði um. Þetta gerði stjórn Samtaka atvinnulífsins á dögunum. Og þeir trúa því að við séum í samningaviðræðum þegar upplýst er af ESB að allar viðræður frá 1994 séu aðlögunarviðræður og undanþágur séu takmarkaðar og tímabundnar. Enn er hluti forystumanna at- vinnulífsins hér svo illa upplýstir um stöðu evrunnar að þeir loka augum og eyrum fyrir staðreyndum. Fær- ustu efnahagssérfræðingar og stjórnmálamenn efast um að hún lifi af sem mynt. Það gleðst enginn yfir því en í upphafi gátu menn séð þetta fyrir, segja örfáir hagfræð- ingar nú. Auðvitað gátu ólík ESB-ríki ekki lifað við sama gjaldeyri, mis- tök misviturra hag- fræðinga og stjórn- málamanna. Klofna samtök at- vinnulífsins og iðnaðarins? Margir innan at- vinnulífsins og iðnaðar- ins eru orðlausir eftir síðustu álykt- un. Sá sem þetta ritar fer fyrir stórum samtökum innan iðnaðarins, Samtökum mjólkur- og kjöt- framleiðenda (SMK). Þessir aðilar hljóta vegna hagsmuna skjólstæð- inga sinna og þjóðarinnar að velta því fyrir sér hvort þeir eigi lengur samleið með hagsmunasamtökum sem láta misnota sig í pólitísku dekri við núverandi stjórnvöld í von- lausu og dýru ESB-ferlinu. Land- búnaður sem grunnatvinnuvegur, sá stærsti í sveitum og byggir sveit- irnar blómlegum búum og skapandi þúsundir starfa í matvælaiðnaði í þéttbýli, ber aldrei sitt barr ef geng- ið verður í ESB. Það gerir ekki held- ur sjávarútvegurinn þegar Bretar, Spánverjar og allir hinir koma inn á miðin á ný. Utanríkisráðherra Öss- ur Skarphéðinsson hefur sagt að í sjávarútvegsmálum þurfi engar undanþágur. Mér er sagt að þá hafi verið flaggað í Hull og Grímsby og klappað fyrir okkar manni. Ferða- þjónustan er nú í örri sókn vegna leiðréttingar gengisskráningar krónunnar, ótrúlegt en satt. Leppstjórnir ESB taka völdin í Evrópu Stóru leiðtogarnir Angela Merkel Þýskalandskanslari og David Came- ron forsætisráðherra Bretlands eru á öndverðum, hún sér fyrir sér stóra ríkið sem Þjóðverjar ráða í framtíð- inni og allir vita að evran væri end- anlega hrunin ef Þjóðverjar borg- uðu ekki brúsann. David Cameron hins vegar segist vera orðinn efa- semdarmaður um ESB og um helm- ingur Breta vill nú yfirgefa ESB. Cameron vill minni miðstýringu frá Brussel og auka sjálfstæði hvers að- ildarríkis. Danir segjast aldrei taka upp evru og flestir Norðmenn, milli 80 og 90%, segja að ekki komi til greina að ganga í Brussel-ríkið. Gömlu lýðræðisríkin Grikkland og Ítalía eru svo illa farin í ESB að þau búa nú við leppstjórnir, gamla embættismenn skipaða til valda af Brusselríkinu. Leppstjórnir hafa fengið harða dóma í tímans rás. Að leggja ESB-viðræðurnar til hliðar Hvers vegna telur forsætisráð- herra Bretlands að ESB skorti veruleikatengsl? Veit hann í hring- iðunni minna en Össur og Jóhanna? Á sama tíma segir forsætisráðherra Íslands úti í Brussel að Íslendingar hafi sérstakan áhuga á stækkun ESB og að ljúka samninga- viðræðum. Össur Skarphéðinsson og sérvaldir spekingar hafa ómæld- an aðgang að fjölmiðlum hér til að lofa evruna og aðildarumsóknina sem hlýtur að nálgast endalok sín. Það eina sem bæði Alþingi Íslend- inga og ESB geta gert er að koma sér saman um að leggja aðild- arviðræðurnar til hliðar vegna ástandsins, ekki síst í Evrópu. Við Íslendingar getum ekki haldið áfram að ausa fé í aðildarviðræður sem eru veruleikafirrtar við núver- andi aðstæður. Hér er ESB að koma með hundruð milljóna í áróður um pólitískt mál. Stærsta fyrirskipunin er nú að berja á atvinnugreinum sem snerta vitund og sögulegar hefðir landsins, gera lítið úr starfi bóndans og telja mönnum trú um að gullið sem hafið gefur okkur sé minna virði. Morg- undagurinn þarf á samstöðu að halda til að allar hendur hafi verk að vinna og að landflóttanum linni. Stærsta mál Íslands er að stækka þjóðarkökuna og skapa á ný velferð í landinu. Þessa veruleikafirringu, sem aðildarviðræður Íslands að „Stórríkinu í Brussel“ eru, verður að stöðva. Það er skynsamlegt fyrir bæði ríkin við núverandi aðstæður. Eftir Guðna Ágústsson » Þessir aðilar hljóta vegna hagsmuna skjólstæðinga sinna og þjóðarinnar að velta því fyrir sér hvort þeir eigi lengur samleið með hagsmunasamtökum sem láta misnota sig í pólitísku dekri við nú- verandi stjórnvöld í landinu. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Veruleikafirring og blekkingar einkenni ESB-viðræðurnar Í áranna rás hefur mér fundist þjóðfélagið ganga út á að hegna þeim sem vilja vera heiðarlegir og ábyrgir, en umbuna þeim sem eru nógu klókir og ófyrirleitnir. Tökum dæmi: Þegar framþróun varð í landbúnaði og fram- leiðslan fór fram úr eft- irspurn á sínum tíma voru bændur hvatt- ir til að minnka framleiðslu tímabundið, á meðan birgðir minnkuðu í landinu. Marg- ir „kjánar“ fóru samviskusamlega eftir þessu meðan „krimmarnir“ juku við og fengu jafnvel niðurgreidd lán til að byggja upp á meðan aðrir drógu saman. Akkúrat þessi ár voru svo notuð til við- miðunar þegar kvóti var settur á í land- búnaði. Kjáni. Þegar kvótinn var settur á í fiskveiðum sáu margir trillukarlar sér leik á borði og seldu aflaheimildir sínar til stórútgerða og græddu vel meðan „kjánarnir“ héldu áfram að gera út og skuldsetja sig til að kaupa meiri kvóta, þó að ekki væri nema til að halda í horfinu á móti aflaskerð- ingum. Núna með strandveiðikerfinu er verið að færa „krimmunum“ aftur rétt til að veiða frítt við hliðina á skuldsettum „kjánum“, sem töldu sig hafa skyldur við samfélagið sem þeir búa í. Kjáni. Í einhverri eldsneytishækkunarból- unni voru bíleigendur hvattir til að skipta yfir í dísilbíla þar sem þeir væru mun sparneytnari og umhverfisvænni auk þess sem ríkisstjórnin myndi stuðla að minni álögum á dísilolíu í samræmi við það sem þróunin væri annars staðar. Margir fóru að þessum tilmælum og sala á dísilbílum snarjókst. Kjáni. Á undanförnum árum hafa sprottið upp allskonar félög um útivist og ferða- lög. Í þessum hóp eru t.d. skotveiðifélög og jeppaklúbbar og hefur markmið þess- ara félaga ekki síst verið að kenna mönn- um að umgangast landið og veiðar af skynsemi og ábyrgð til að fækka „krimm- unum“ sem alltaf vilja leynast innanum. En nú ber svo við að akkúrat þessi fé- lagsskapur hefur verið gerður óvelkom- inn í nýja þjóðgarðinn „okkar“, en „krimmarnir“ glotta við tönn því nú munu félögin hætta að setja þeim lífsreglurnar eftir þessa blautu vatnstusku frá Svan- dísi, sem nota bene hefur einmitt sýnt svo vel að ekki þarf að fara að reglum. Stjórnvöld eru alltaf að brýna fyrir okkur „kjánum“ þessa lands að sýna ábyrgð og ráðdeild í fjár- málum, en þessi sömu stjórn- völd breyta svo skattalögum milli jóla og nýárs og breyta þar með öllum forsendum um vaxtabætur, barnabætur, tekjuviðmið og svo fram- vegis, nota bene afturvirkt fyrir næstliðið álagningarár. Svo skilja þessi stjórnvöld ekkert í því að fólk skuli ekki treysta þeirra stjórnvisku. Þegar bankarnir fóru út á íbúðalánamarkaðinn og betri aðgangur varð að lánsfé fóru „krimm- arnir“ af stað og fengu lán langt umfram það sem nauðsynlegt var til íbúðakaup- anna og keyptu nýjan bíl, hjólhýsi og fleira dót á meðan „kjánarnir“ tóku bara það sem nauðsynlegt var til að koma sér þaki yfir höfuðið. Þegar kreppan skall svo á og lánin fóru upp úr öllu valdi tóku „kjánarnir“ út séreignarsparnaðinn sinn í hljóði og greiddu niður höfuðstólinn á meðan „krimmarnir“ vældu og skældu og biðu eftir að „jafnaðarstjórnin“ lækkaði höfuðstólinn hjá þeim sem nam skuld- unum af sumarbústaðnum, hjólhýsinu og vélsleðanum. Kjáni. Það mætti því miður endalaust telja upp dæmi þar sem mönnum, sem sækja um eftir lögum og reglum, er gert enda- laust erfitt fyrir með allskyns lagakrók- um af misvitrum kerfiskörlum á meðan ekkert er gert í málum þeirra sem fram- kvæma án þess að spyrja kóng eða prest. Svo skilja ráðamenn ekkert í að virðingu fyrir kerfinu og siðferði í þjóðfélaginu hafi hrakað, en mér finnst eiginlega aðdá- unarvert hve mikið er þó eftir af heið- arlegu og góðu fólki í landinu þrátt fyrir allt. Ég held og ég vona að ég hafi að mestu verið „kjáni“ í gegnum tíðina, en nú finnst mér að sé komið að ögurstund í íslensku samfélagi. Það er nauðsynlegt að þeir sem brotið hafa lög verði dæmdir og fólk beri ábyrgð, ekki það að ég telji mig hefnigjarnan mann, heldur verður að skapa fólki þá trú að það sé ekki „kjána- skapur“ að vera heiðarlegur þegn í þessu samfélagi. Kjáni eða krimmi? Eftir Sigurð Ragn- arsson Sigurður Ragnarsson »… hefur mér fundist þjóðfélagið ganga út á að hegna þeim sem vilja vera heiðarlegir og ábyrg- ir … Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.