Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  273. tölublað  99. árgangur  LITRÍK ÆVINTÝRI UNGLINGANNA Á STÍLNUM LIVERPOOL LAGÐI CHELSEA KRAFTAVERK Í BÓNUS KOMA VIÐ SÖGU JOHNSON HETJA LIÐSINS ÍÞRÓTTIR BÓNUSSTELPA RÖGNU 26HÖNNUNARKEPPNI SAMFÉS 10 Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG » Morgunblaðið/Kristinn Skógarhögg Jólastemning í Heiðmörk.  Skógræktarfélögin munu í fyrsta sinn hinn 10. desember nk. opna smásölu á jólatrjám í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er liður í því að auka sölu á íslenskum jólatrjám en þrátt fyrir að skógarbændur hafi nú einnig bæst á markaðinn hefur heildarfjöldi íslenskra jólatrjáa á markaðnum nær ekkert breyst í 15 ár. Margir vilja frekar kaupa ís- lensk tré en eiga erfitt með að átta sig á muninum á þeim íslensku og erlendum í verslunum. Nokkuð hef- ur færst í aukana undanfarin ár að fólk sjái sjálft um að fella jólatré t.d. í Heiðmörk eða í skógum Skóg- ræktarfélags ríkisins. 12 Þó að margir vilji frekar íslensk jólatré stendur salan í stað Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áætlað er að á seinustu þremur árum, eða frá því kreppan skall á, nemi bóta- svik í atvinnuleysisbótakerfinu um þremur milljörðum kr. Talið er að um- fang ásetningsbrota, þar sem einstak- lingar svíkja með einum eða öðrum hætti út atvinnuleysisbætur, sé um 5% af heildargreiðslum til atvinnuleysis- bóta og nemi einum milljarði á ári. Þessar upplýsingar komu fram í er- indi Unnar Sverrisdóttur, forstöðu- manns stjórnsýslusviðs Vinnumála- stofnunar, á ársfundi VMST. Eftirlit hefur verið hert og skilaði það góðum árangri í fyrra þegar sparnaður vegna eftirlitsstarfsemi VMST var varlega áætlaður um 700 milljónir kr. Stærri bótasvikamál eru að verða algengari og þeir sem verða uppvísir að því að hafa svikið út bætur geta þurft að endurgreiða háar fjárhæðir. Í einu tilviki var þess krafist að einstak- lingur endurgreiddi 2,5 milljóna kr. of- greiddar bætur að meðtöldu álagi. Á ársfundinum greindi Unnur frá dæm- um um bótasvik. Þ.á m. var ábending um mæðgin sem væru erlendis á sama tíma og þau þæðu atvinnuleysisbætur. Þau þvertóku fyrir það en voru beðin um að staðfesta veru sína hér á landi á þessu tímabili. Þau afhentu bankayfir- lit sem reyndist gloppótt. Viður- kenndu þau síðar brotin á bótareglun- um og voru bæði sett á tveggja mánaða biðtíma og rukkuð um of- greiddar bætur, rúmlega 924 þús. kr. MStærri bótasvikamál »16 Bótasvikin milljarður á ári  Einstaklingur þurfti að endurgreiða 2,5 milljónir króna  Stærri bótasvikamál eru að verða algengari en áður Sparnaður 2010 vegna eftirlitsstarfsemi Vinnumálastofnunar (áætlun) Ábendingar Stimplanir erlendis Virkt eftirlit Samkeyrslur Samtals: 700 milljónir króna (Milljónir króna) 140 130 135 295 Þjóðarflokkurinn með Mariano Rajoy í fararbroddi hafði fengið 43,61% atkvæða og 187 þingsæti í fulltrúadeild spænska þingsins þeg- ar búið var að telja 70% atkvæða í þingkosningunum á Spáni í gær- kvöldi. Talsmenn flokksins lýstu yfir sigri í kosningunum. Sósíalistaflokkurinn sem hefur farið með völd síðustu sjö ár hafði þá fengið 28,2% atkvæða og 111 þing- sæti. José Luis Rodrigez Zapatero, forsætisráðherra Spánar frá árinu 2004, hafði ákveðið fyrir kosningarn- ar að gefa ekki kost á sér og Alfredo Perez Rubalca leiddi því flokkinn. Alls eru 350 þingsæti í fulltrúa- deildinni og því virtist Þjóðarflokk- urinn hafa náð hreinum meirihluta þingsæta. Kjósendur ætlast nú til þess að Rajoy finni lausn á þeim vandamálum sem blasa við þjóðinni eins og gífurlegum skuldum ríkis- sjóðs, litlum hagvexti og mesta at- vinnuleysi sem hefur mælst í löndum ESB. Allt útlit er fyrir að hægri- flokkur hafi í gær unnið sinn stærsta sigur frá lokum einræðisstjórnar Franco árið 1975. mep@mbl.is Þjóðarflokkurinn sigrar  Hægrimenn unnu sögulegan kosningasigur á Spáni í gær Reuters Sigurvegari Mariano Rajoy hefur unnið sögulegan sigur í spænskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson var í gær endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi með 55 prósentum greiddra atkvæða en Hanna Birna Krist- jánsdóttir hlaut um 44 prósent atkvæða. „Ég er óendanlega þakklátur ykk- ur öllum fyrir þennan mikla og mikilvæga stuðning sem ég hef fengið til að leiða áfram stærsta, sterkasta og mikilvægasta stjórnmálaaflið á Íslandi,“ sagði Bjarni eftir að niðurstaða kosninga lá fyrir. »4-6 Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Golli  Dregur höf- undar- og hug- verkaréttur úr sköpun og framþróun? Myndu bæði neytendur, lista- menn og rann- sakendur njóta góðs af ef um- hverfinu væri breytt? Þessu heldur Smári McCarthy fram en hann er einn stofnenda Félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Hann segir gamla múra standa í vegi fyrir nýjum og betri viðskiptaleiðum og þeir sem græða mest á núverandi kerfi séu þeir sem síst eiga það skilið. »14 Skemmir höfund- arrétturinn fyrir? Smári McCarthy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.