Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áætlað er að bótasvik í at-vinnuleysisbótakerfinu séuum 5% af heildargreiðslumtil atvinnuleysisbóta og nemi um einum milljarði kr. á ári. Hér eru á ferðinni bein ásetnings- brot þar sem viðkomandi gefur rang- ar upplýsingar í þeim tilgangi að auðgast. Í þessari fjárhæð eru því ekki meðtaldar ofgreiddar bætur af öðrum ástæðum s.s. vegna yfirsjónar, gáleysis eða mistaka. Þessar upplýs- ingar komu fram í erindi Unnar Sverrisdóttur, forstöðumanns stjórn- sýslusviðs Vinnumálastofnunar, á ársfundi VMST í nýliðinni viku. Ætla má að þrátt fyrir öflugt eft- irlitsstarf til að uppræta bótasvik hafi samtals um þrír milljarðar verið sviknir út úr kerfinu á árunum 2009, 2010 og 2011 með þessum hætti. Sparnaður vegna eftirlitsins um 700 milljónir í fyrra Eftirlitsstarfsemi VMST með greiðslum atvinnuleysistrygginga hefur m.a. að markmiði að koma í veg fyrir og uppræta sannanlega mis- notkun á atvinnuleysisbótum. Með stórhertu eftirliti hefur tekist að upp- lýsa fjölmörg mál þar sem um mis- notkun hefur verið að ræða og endur- heimta umtalsverðan hluta af ofgreiddum bótum. Sparnaður vegna eftirlitsstarfsemi stofnunarinnar í fyrra er varlega áætlaður um 700 milljónir króna. Er þar bæði um að ræða endurheimtur þar sem bætur hafa verið sviknar út og ofgreiddar bætur af öðrum ástæð- um. Áætlaður sparnaður vegna mála sem upp komu í kjölfar ábendinga um bótasvik var 140 milljónir. Staðfest- ingar erlendis frá skiluðu 130 millj- ónum, sparnaður af virku eftirliti er áætlaður 135 milljónir og 295 millj- ónir endurheimtust eftir samkeyrslu við aðrar skrár. Fram kom í kynningu Unnar Sverrisdóttur að stærri bótasvikamál séu að verða algengari, sem krefjast ýtarlegrar rannsóknar. 1.090 ábendingar um bótasvik bár- ust Vinnumálastofnun í fyrra. Þar af voru 59% ábendinganna um ótil- kynnta eða svarta vinnu og 29% voru um fólk í útlöndum án leyfis sem þiggur atvinnuleysisbætur. Eftir samkeyrslu upplýsinga úr at- vinnuleyssiskránni við aðrar skrár s.s. eftir vinnustaðaeftirlit, nem- endskrár o.fl. frá 28. október í fyrra til 30. september í ár var 151 mál tek- ið til frekari skoðunar og lauk 84 mál- um með viðurlögum og/eða endur- greiðslu bóta. 2,5 milljóna endurgreiðsla Greindi Unnur frá því á ársfund- inum að stærsta einstaka mál sem hún myndi eftir úr eftirlitsstarfsem- inni væri krafa um endurgreiðslu á 2,5 milljónum að meðtöldu álagi sem einstaklingnum var gert að greiða. Unnur bendir á að mikilvægt sé að viðhorf almennings gagnvart at- vinnuleysistryggingakerfinu sé já- kvætt enda dragi það úr svikum í kerfinu. Vísaði hún m.a. til niður- staðna viðhorfskannana sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á Norðurlöndum sem eru áhyggjuefni að sögn hennar. Stór hluti almenn- ings og starfsmanna sem koma að réttindaákvörðunum og afgreiðslu bóta í norrænu velferðarkerfunum er þeirrar skoðunar að tiltölulega auð- velt sé að svíkja fé úr velferðar- kerfum. Skv. upplýsingum Unnar eru við- urlög bæði strangari og þeim beitt í meira mæli annars staðar á Norður- löndum. Þessu þurfi að breyta. Hér á landi sé þörf á að koma þeim skila- boðum til fólks að bótasvik borgi sig ekki og þeim fylgi alvarleg viðurlög. Stærri bótasvikamál að verða algengari Morgunblaðið/Eggert Virkari Ýmsar rannsóknir á bótasvikum hafa leitt í ljós að þeim mun virkari sem atvinnuleitendur eru í atvinnuleit sinni, þeim mun minna er um bótasvik. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjögurradaga lands-fundi Sjálf- stæðisflokksins lauk í gær. Eins og jafnan var þar fjallað um mjög mörg og viða- mikil álitaefni sem skipta kunna miklu á næstu miss- erum. Vissulega kemur áherslumunur á fjölmörgum sviðum fram á fundi sem þess- um, svo sem hollt er og nauð- synlegt og er hann afgreiddur án þess að erfið eftirköst verði. Sjálfstæðisflokkurinn reynir jafnan að gæta þess á lands- fundum að þeir fulltrúar og hópar sem hafa ákveðnar skoðanir í einstökum málum, sem ekki falla að öllu leyti að hugmyndum meirihlutans, fái að nokkru að njóta sinnar af- stöðu. Þetta vinnulag hefur reynst flokknum vel. En flokkurinn hefur einnig sýnt að landsfundur vill gjarn- an að stefnumörkun hans sé engu að síður skýr í þýðingar- mestu málum og tilhliðrunar- semi við minnihlutahópa verði ekki mistúlkuð. Það tókst að tryggja vel á þessum lands- fundi. Þá tóku skipulagstil- lögur varðandi flokks- starfsemina og fyrirkomulag hennar, m.a. um landsfundinn sjálfan, breytingum í rétta átt á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn er að eflast í trú á sjálfan sig á ný og fara þarf betur yfir og lagfæra sumt af því sem samþykkt var í skipulagsmálunum í því ljósi. En það er óneitanlega svo að kjör forystumanna flokksins, sem fram fer á hverjum fundi, tekur til sín mikla athygli, áhuga og starfsorku flestra fulltrúa á fundinum, þegar op- inberlega er tekist á um þá. Forysta flokksins var endur- kjörin og hefur fengið umboð til næstu ára fram að nýjum landsfundi, sem væntanlega verður skömmu fyrir lok nú- verandi kjörtímabils Alþingis, styttist það ekki, sem full ástæða væri auðvitað til. Meginátökin voru um for- mannsembættið, þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér gegn Bjarna Bene- diktssyni. Kannanir á sjónar- miðum kjósenda sjálfstæðis- manna sýndu að framboð Hönnu Birnu fékk verulegan byr. En landsfundur sjálfstæð- ismanna lýtur sínum eigin lög- málum. Bjarni Benediktsson hlaut um 55 prósent atkvæða og Hanna Birna um 45 prósent þeirra. Augljóst má vera af viðbrögðum Hönnu Birnu, m.a. í MBL Sjónvarpi, að hún varð fyrir verulegum von- brigðum með þessa niðurstöðu og hafði fram á síðustu stund talið sigurlíkur sínar góðar. Af orðum stuðnings- manna Bjarna, í samtölum á fund- inum, mátti hins vegar ráða að þeir væntu þess að fylgi hans yrði nærri 60 prósentum og jafnvel þar yfir. Bjarni átti undir högg að sækja meðal flokksmanna sinna eftir umdeilda ákvörðun í Icesave-málinu, sem hann hefur enn ekki fyllilega skýrt fyrir sínu fólki. En lands- fundur ákvað engu að síður að gefa honum annað tækifæri sem formaður í Sjálfstæðis- flokknum. Áhrif Icesave- málsins munu smám saman verða þýðingarminni í mati flokksins á formanni sínum. Framganga hans í öðrum mikilvægum málum mun hafa meira að segja um traust og trúnað flokksmanna við hann. Framganga hans á landsfund- inum gefur til kynna að hann gerir sér fulla grein fyrir þess- ari staðreynd og tekur mið af henni. Ástæða er til að ætla að Bjarni Bendediktsson hafi styrkt stöðu sína á fundinum, þótt munurinn á milli for- mannsframbjóðenda hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Hann getur því komið sterkur til leiks í þjóðmálabaráttunni. Þótt árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafi ekki orðið sá, sem hún vænti og vonaðist eftir, er fráleitt að telja að hún komi sködduð frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Kosn- ingabaráttan á fundinum var prúðmannleg og varð aldrei mjög persónuleg, sem hætta er auðvitað á þegar pólitískir samherjar takast á. Hanna Birna flutti myndarlega fram- boðsræðu, sem náði til margra, og hefur sem stjórnmálamaður fullkomlega haldið sinni stöðu. Ólöf Nordal hlaut um 80 prósent atkvæða í varfor- mannssætið sem hún getur auðvitað unað mjög vel við. Ekki fór fram sambærileg bar- átta um það embætti. Halldór Gunnarsson bauð sig fram á seinustu stundu í embætti varaformanns og var augljóst að landsfundarfulltrúar mátu það svo að framboð hans tengdist beinlínis þeim árangri sem Hanna Birna kynni að ná í formannskjöri. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins hefur fengið umboð sitt endurnýjað á landsfundi. Hún gerir sér vafalítið grein fyrir því áfalli sem afstaða hennar til Icesave varð fyrir þau og flokkinn. Nú þegar mikilvæg kaflaskil hafa orðið er þýðing- armikið að draga réttar álykt- anir af þeim. Ekki er ástæða til að efast um að það verði gert. Með þessum lands- fundi hafa orðið mikilvæg kaflaskil} Að loknum landsfundi Þ að fór ekkert á milli mála fyrir þá sem fylgdust með, að annar andi var á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, en verið hefur undan- farna landsfundi. Það var greini- legt að fólk sem sat fundinn, sem er á öllum aldri og kemur frá öllum landshornum, hefur fundið þá viðhorfsbreytingu til flokksins í landsmálum sem lesa má úr skoðanakönn- unum. Ljóst er að aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar, eftir því hvernig á málið er lit- ið, er eitt af því sem sameinar sjálfstæðis- menn. Gífurleg óánægja var á fundinum með ríkisstjórnina, sem menn sögðu ganga gegn öllu því, sem sjálfstæðisstefnan stæði fyrir. Í því fólst, að stöðugt væri vegið að atvinnulífinu – blómlegt atvinnulíf væri hinsvegar forsenda velferðar í landinu. Þrátt fyrir formannsslag voru málefnin í öndvegi og tekist var á um hvort halda ætti umsókninni um aðild að ESB til streitu. Ekki hefur farið framhjá neinum að ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að halda á þeim málum. Þó að meirihlutinn sé andvígur aðild og sam- kvæmur sjálfum sér í þeirri afstöðu, þá eru einnig margir fylgjandi aðild eða að minnsta kosti á því að umsóknar- ferlið sé leitt til lykta. Mun meiri sáttahugur en áður var í meðförum málsins á þessum landsfundi en þeim síðasta og var „sáttatillaga“ Björns Bjarnasonar og Friðriks Sophussonar samþykkt, en hún fól í sér að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðum og ferlið ekki hafið að nýju nema að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ljóst var á máli þeirra sem hafa talað fyrir aðildarumsókn að þeir sættu sig við þá niðurstöðu, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir. Fleira var eftirtektarvert, þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Ennfremur að fundnar yrðu leiðir til þess að eft- irsóknarvert yrði fyrir aldraða að vera lengur á vinnumarkaðnum. Þriðja landsfundinn í röð bar Bjarni Benedikts- son sigur úr býtum í formannskosningu, að þessu sinni fékk hann 55% atkvæða gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borg- arstjórn og fyrrverandi borgarstjóra, en Reykja- vík hefur í gegnum tíðina verið kjölfesta Sjálf- stæðisflokksins. Það er gríðarleg traustsyfirlýsing eftir þá miklu eldskírn sem hann hefur fengið á fyrstu tveimur árum formannsferilsins, en um það verður ekki deilt að enginn formaður hefur tekið við erf- iðara búi en hann. Það sem var jákvætt við kosninguna fyrir Sjálfstæðis- flokkinn var hversu vel hún fór fram, ekki fór fram smölun á fulltrúum á landsfund og almennt virtist fólk sátt eftir fundinn. Það kann raunar að reynast mikilvægt, að stuðn- ingssveitir frambjóðendanna skipuðust þvert á þær skot- grafir sem voru fyrir í flokknum og gæti það sameinað forna fjendur. Það hefur háð flokknum í Reykjavík, hversu mikill rígur hefur verið milli fylkinga, og er mikið í húfi fyr- ir Bjarna og Hönnu Birnu að gæta þess að leggja áherslu á sættir eftir slaginn undanfarnar vikur. pebl@mbl.is Pistill Landsfundur gefur tóninn Pétur Blöndal STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sýnd voru dæmi um bótasvik sem upprætt hafa verið á árs- fundi Vinnumálastofnunar. Ábending barst um að mæðgin sem þáðu bætur væru stödd er- lendis. Báðum var gefinn kostur á að koma að skýringum. Þau þver- tóku fyrir að hafa verið erlendis á umræddu tímabili. Voru þau beð- in um að staðfesta veru sína hér á landi fyrir umrætt tímabil. Þau mættu með bankayfirlit en það reyndist heldur gloppótt. Þar var færsla frá ISAVIA sem rekur m.a. bílastæðin á Keflavíkurflugvelli. Þau viðurkenndu þá að hafa verið erlendis og skiluðu inn af- ritum af farseðlum. Bæði voru sett á tveggja mánaða biðtíma og rukkuð um ofgreiddar bætur, alls 924.422 kr. Önnur ábending fékkst um mann sem opnaði veitingastað þar sem hann hafði starfað sem kokkur. Var honum sent bréf en engar skýringar bárust og var honum gert að endurgreiða of- greiddar bætur með 15% álagi, alls 1.305.382 kr. Háar endur- greiðslur DÆMI UM BÓTASVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.