Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 María Elísabet Pallé mep@mbl.is Ef marka má útgönguspár sem birtar voru í gærkvöldi bendir allt til þess að Þjóðarflokkurinn fái hreinan meiri- hluta á spænska þinginu. „Skilaboð spænsku þjóðarinnar munu vera þau að segja heiminum að hér getum við og munum gera það rétta,“ sagði Mariano Rajoy, leiðtogi Þjóðarflokks- ins á Spáni, við kjósendur en þing- kosningar fóru fram á Spáni í gær, sunnudag. Rajoy hefur bætt við sig miklu fylgi en hann hefur gefið loforð um lagfæringu á þeirri djúpri efna- hagskrísu sem Spánn á við að etja sem og um minnkun atvinnuleysis. Kannanir spá 45% kosningu „ Ég er tilbúinn til þess að veita Spánverjum það sem þeir vilja,“ sagði Rajoy þegar hann kaus í gærdag í fylgd eiginkonu sinnar. Nýjustu skoðanakannanir bentu til þess að hinn hægrisinnaði Þjóðarflokkur sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu átta ár fengi 45% atkvæða sem er um 15% meira fylgi en Sósíalistaflokkn- um er spáð en hann er nú leiddur af Alfredo Perez Rubalca. Kannanir benda til þess að Spánverjar séu að refsa Sósíalistaflokknum fyrir lang- varandi efnahagskreppu með hæstu atvinnuleysistölur sem sést hafa inn- an Evrópusambandsins. Þar að auki hafi forsætisráðherra Sósíalista- flokksins, José Luis Rodrigez Zapa- tero, lögleitt óvinsælar niður- skurðaraðgerðir á síðasta ári sem fólu í sér 5 % lækkun á launum op- inberra starfsmanna, frystingu á líf- eyrisgreiðslum og hækkun eftir- launaaldurs úr 65 í 67 ár. Rajoy hefur lofað að komist hann í forsætisráð- herrastól muni hann ekki skerða líf- eyrisgreiðslur og hann lofar einnig að skoða þann möguleika að veita fyr- irtækjum skattaafslætti til þess að hvetja þau til frekari ráðninga. Rubalca hefur þó ásakað Rajoy í kosningabaráttunni um að ætla að skera enn meira niður í heilbrigðis- og menntakerfinu. Á Spáni er nú 21,5% atvinnuleysi en 45% atvinnuleysi meðal ung- menna. Um fimm milljónir manna eru án vinnu. Reuters Kosningar Leiðtogi Þjóðarflokksins (PP) Mariano Rajoy ræðir við fréttamenn á kjörstað í gær, 20. nóvember. Rajoy boðar nýja stefnu  Ungir Spánverjar áhyggjufullir María Elísabet Pallé mep@mbl.is Forsætisráðherra Líbíu, Adburra- him al-Keib, hefur heitið því að sonur Gaddafis, Saif al-Islam, muni fá að njóta réttlátra rétt- arhalda en hann var handtekinn er hann reyndi að flýja til Níger í Afríku. Sagðist ráðherrann treysta uppreisnarhernum í bænum Zint- an til að gæta hans. Talið er að al- menningur í Líbíu geti loks verið áhyggjulaus þar sem al-Islam hafði hótað að koma aftur. Al-Islam var talinn mögulegur arftaki föður síns og hafði verið opinber verjandi hrottalegrar ein- ræðisstjórnar. Ekkert var vitað um afdrif hans í marga mánuði en í ágúst síðastliðnum hafði hann samband við sjónvarpsstöð í Sýr- landi, þar sem hann sagðist vera staddur í úthverfi Trípólí og hvatti Líbíubúa til þess að rísa gegn upp- reisnarmönnum. Samkvæmt upp- lýsingum frá BBC-fréttastofunni ætluðu saksóknarar í Líbíu að hefja yfirheyrslur í gær, sunnu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá Abdel Basset Zueraik, opinberum starfsmanni, þurfa yfirheyrslur að hefjast innan við 48 tíma frá hand- töku samkvæmt líbískum lögum. Vildi hann ekki staðfesta hvort fanginn væri staddur í bænum Zintan eða í borginni Misrata en áhyggjur af slæmri meðferð hafi vaknað eftir að Gaddafi var drep- inn á meðan hann var í haldi. Saif al-Islam er síðasti afkom- andi Gaddafi-fjölskyldurnnar sem er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadóm- stólnum (ICC, International Crim- inal Court) og á yfir sér kæru vegna glæpa gegn mannkyninu. Saksóknari Alþjóðaglæpadóm- stólsins, Luis Moreno Ocampo, mun heimsækja Líbíu á næstu vik- um þar sem réttarhöldin verða að öllum líkindum haldin. Alistair Burt, fulltrúi breska utanríkis- ráðuneytisins, sagði að sameigin- leg réttarhöld gætu verið haldin í Líbíu en um það þyrftu fulltrúar Alþjóðaglæpadómstólsins að ræða við líbísk yfirvöld. Hafði lengi hótað líb- ísku þjóðinni hefndum  Sonur Gaddafis, Saif al-Islam, handtekinn á leið sinni til Níger Reuters Glæpir Lofað hefur verið að Saif al- Islam fái réttláta málsmeðferð. Naktar ísraelskar konur sátu fyrir hjá ljósmyndara í Tel Aviv hinn 19. nóvember síðastliðinn til þess að sýna stuðning við egypska konu að nafni Aliaa Magda Elmahdy, sem birti nektarmynd af sjálfri sér á bloggsíðu sinni og hefur myndbirt- ingin vakið mikla athygli. Þessi hópur ísraelskra kvenna styður tjáningarfrelsi hennar og mótmælir íslamskri öfgastefnu. Nekt er litin alvarlegum augum í egypsku sam- félagi og hefur myndbirting El- madhy vakið sterk viðbrögð. Flest- ar múslímskar konur nota höfuðklút og forðast að sýna hand- leggi og fótleggi á almannafæri. El- mahdy skrifaði á bloggsíðu sinni að hún vildi koma á framfæri mótmæl- um til þjóðfélags sem byggðist á of- beldi, kynþáttafordómum, kynja- mismunun, kynferðislegri áreitni og hræsni . mep@mbl.is Nekt í Tel Aviv Reuters Styðja tján- ingarfrelsi kynsystur Arababandalagið hefur hafnað kröfu Sýrlendinga um að breyta friðar- áætlun sinni til að binda enda á átök í landinu. 3.500 manns hafa nú þegar látist í átökunum. Bandalagið felldi tillögu Sýrlendinga um breytingu á þeirri áætlun að 500 manna sendi- nefnd færi til Sýrlands og fylgdist með málum. Forseti Sýrlands Bas- har al-Assad hefur sagt að þjóð sín muni ekki beygja sig undan þrýst- ingi og spáði því að átökin myndu halda áfram. Arababandalagið til- kynnti að neyðarfundur yrði haldinn á meðal utanríkisráðherra araba- landanna í Kaíró næstkomandi fimmtudag til þess að ræða málefni Sýrlands. Litið hefur verið á áætlun Arababandalagsins sem bestu von- ina um að átökin verði leyst með frið- samlegum hætti en hún virðist hafa mistekist hrapallega. mep@mbl.is Reuters Sýrland Íbúar landsins fjölmenntu á fjöldafund til stuðnings Bashar al- Assad í Damaskus í gær, 20. nóvember. Hafnar kröfu Sýrlendinga um breytingu á áætlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.