Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 14
Krúttið Hjartaknúsarinn Justin Bieber á YouTube mikið að þakka. Umboðsmaður uppgötvaði stráksa þegar hann sá myndskeið þar sem Justin flutti ábreiður. Vestanhafs er svo hart sótt fram í að verja og útvíkka höfundarrétt að gæti drepið miðla eins og YouTube og þýtt að „næsti Bieber“ verði ekki að poppstjörnu heldur glæpamanni. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Um allan heim geisar hörð barátta um framtíð höf- undar- og hugverkaréttar. Reglulega berast frétt- ir af vígvellinum: ung hugbúnaðarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem eru í hættu vegna vafasamra eignarréttarkrafna svokallaðra „Einkaleyfa- trölla“; bændur sem missa allt sitt í dómsmálum þegar fræ með einkaleyfavörðum erfðabreyting- um dreifast með vindi yfir á plantekrur þeirra; venjulegt fólk sem þarf að greiða tónlistarútgef- endum háar bætur fyrir að hafa hlaðið niður nokkrum popplögum. Smári McCarthy er einn stofnenda Félags um stafrænt frelsi á Íslandi og hefur haldið fyrirlestra um höfundar- og hugverkamál. Hann segir margt bogið við núverandi fyrirkomulag, að það valdi verulegum skaða og fáir ef nokkrir hagnast á þeirri umgjörð sem í dag er um höfundar- og hug- verkarétt. „Höfundar- og hugverkaréttur á sér um 300 ára sögu, og varð fyrst til með tilkomu prent- tækninnar. Á ýmsum tímum og í ýmsum myndum hafa reglur um verndun höfundar- og hugverka- réttar verið mjög eðlilegar og jákvæðar, en það má deila um hvort þessar reglur eiga við í dag,“ segir hann. Hvað stuðlar að framþróun? En það getur verið erfitt að skilja kostnaðinn við það regluumhverfi sem við búum við í dag, og eins er ekki að því hlaupið að skilja rökin á bak við það að minnka eða jafnvel afnema höfundar- og hug- verkarétt. Ef lögin veittu ekki slíka vernd, og þær tekjur sem verndinni fylgja, myndu þá ekki lista- menn hafa minni hvata til að auðga líf okkar með nýrri list? Myndu ekki lyfjafyrirtækin hafa minni getu til að framleiða ný lyf? Myndi ekki hvatinn vera minni fyrir menn eins og Bill Gates að fram- leiða forrit sem auðvelda okkur öllum lífið? Smári segir gott að byrja á að skoða dæmi um þau svið þar sem höfundar- og hugverkaréttur er ekki til staðar: „Til dæmis er ekki hægt að fá einkaleyfi á mataruppskriftum. Samt eru veitinga- staðir og söluturnar á hverju horni, Gestgjafinn kemur út í hverjum mánuði og Martha Stewart græðir vel á sjónvarpsþáttum sínum. Sama gildir í tískugeiranum, að ekki er hægt að fá einkaleyfi á sniðum og fatahönnun, samt er tískugeirinn mun stærri en hugverkaverndaðir geirar,“ segir Smári. „Ég held að allir geti séð að enginn myndi græða á því ef hægt væri að hafa einkaleyfi á tísku: fötin sem við myndum þurfa að klæðast væru ljótari, lé- legri og til muna dýrari og jafnvel framleiðendur myndu flestir hafa minna upp úr krafs- inu. Þó að ekki sé hægt að eiga einka- leyfi á uppskriftum eru mörg stöndugustu fyrirtæki heims að selja tilbúna matvöru. Martha Stewart getur ekki selt upp- skriftir, en hún selur umgjörðina utan um uppskriftirnar: skemmtilega þætti, fræðandi tímarit og alls kyns tengdan varn- ing.“ Betri leiðir bannaðar? Þegar hugverka- og höf- undarréttarkerfið er skoð- að segir Smári að það komi svo oftar en ekki í ljós að ávinningurinn fer ekki til þess sem skapar. „Þeir sem koma fram í fjölmiðl- um og lýsa miklum áhyggjum yfir ólöglegu niðurhali tónlistar og kvikmynda eru iðulega ekki fulltrúar lista- mannanna, heldur fulltrúar milliliða milli listamanns og neytanda. Þessir milliliðir standa vörð um sitt gamla við- skiptalíkan, og hafa raun- ar komið því til leiðar að ill- mögulegt er að þróa ný og senni- lega betri viðskiptalíkön,“ segir Smári. „Mjög skýrt dæmi er ís- lenska vefsíðan Gogoyoko, sem hef- ur það viðskiptamódel að streyma tónlist ókeypis til neytenda, með leyfi listamannsins. Listamaðurinn fær þá beint í sinn vasa 100% af öllum sölutekjum af seldum lögum, en Gogo- yoko hefur auglýsingatekjur af þeirri umferð notenda sem heimsækja síð- una til að hlusta á ókeypis tónlist. Það kom þá upp að samtök höfundarréttareigenda vildu að Gogoyoko greiddi höfundarréttargjöld af tónlistinni sem var verið að gefa, og gilti þá einu þó að höfundar tónverkanna hefðu gefið leyfi sitt fyr- ir öðru. Gildir líka einu þó að þetta nýja módel geti líklega skilað listamanninum mun meiri tekjum, enda vilja gömlu milliliðirnir ekki missa sitt,“ segir Smári og bætir við að algengt sé fyrir meðlim hljómsveitar að fá í sinn hlut um 1-2% af söluverði plötu út úr búð. Ekki nóg með að listamenn geti haft fjárhags- legan ávinning af viðskiptamódelum sem eru án höfundar- og hugverkaverndar, heldur getur lög- verndin orðið til þess að hægja á framþróun listanna. Það sé raunin að ný list byggist á þeirri gömlu, og besta listin fær oft lánuð stef og búta og færir í nýjan búning. „Sum tilvikin eru hreint lygileg, eins og lagið „Bitter Sweet Symphony“ eftir Verve. Það lag var byggt á útfærslu Andrew Oldham á Rolling Stones-laginu „The Last Time“. Þegar lag Verve sló í gegn kærðu Rolling Stones, unnu málið og eignuðust allan flutningsrétt á „Bitter Sweet Symphony“. Það sem gerir málið enn skrítnara var að lag Stones var svo byggt á enn eldra lagi frá fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Smári en liðsmenn Verve göntuðust með það þegar dómurinn lá fyrir að „Bitter Sweet Symp- hony“ væri besta lag sem Mick Jagger og Keith Richards hefðu samið í 20 ár, en Roll- ing Stones hafði þá ekki komið lagi á breska metsölu- listann síðan þeir sendu frá sér „Brown Sugar“. Tröllin éta frum- kvöðlana Úr hugbúnaðar- geiranum nefnir Smári dæmi af stór- tækum fyrirtækjum sem stunda það eitt að safna saman hug- verkaréttindum og senda svo út málshöfðanir. „Eitt frægasta dæmið af þess háttar „Einkaleyfat- röllum“ er dularfullt skúffufyrirtæki í Texas, sem eignast hefur ógrynni af einkaleyfum. Þetta fyr- irtæki framleiðir ekkert, en aflar góðra tekna með því að senda út kröfur á alla þá sem mögulega kunna að hafa brotið gegn einhverjum einkaleyf- um þeirra. Starfsemi þess fyrirtækis og margra af sömu sort minnir á skipulagða glæpastarfsemi og fjárkúgun, og er óneitanlega að verða til þess að gera alla nýsköpun þunglamalegri og erfiðari. Litlir og nýir aðilar á markaði geta ekki staðið í dýrum málaferlum og eftir standa aðeins stóru ris- arnir. Neytandinn fær svo á endanum reikning- inn.“ En hvað þá með t.d. kvikmynda- og bókageir- ann? Væri J.K. Rowling ekki slypp og snauð ef hver sem er hefði getað afritað Harry Potter-bæk- urnar? Hefði James Cameron framleitt rándýra mynd eins og Avatar ef hver sem er hefði svo getað tekið myndina til sýningar án þess að greiða krónu fyrir? „Gerðar hafa verið rannsóknir á tekjumögu- leikum annarra viðskiptamódela fyrir útgáfu bóka og kvikmynda og benda þær til að markaðsmögu- leikar þyrfti ekki að vera síðri þó að hugverka- og höfundarréttur væri tekinn út úr dæminu. Jafnvel þó að nokkrir einstakir listamenn hagnist verulega á núverandi fyrirkomulagi bendir margt til að í annars konar kerfi myndu þessir sömu listamenn hagnast ágætlega, en um leið myndu líka fleiri listamenn aðrir njóta meira góðs af verkum sínum og litlu aðilarnir sækja meira á en stóru „blockbus- terarnir“.“ Glæpamaðurinn Bieber Þeir sem vilja draga úr hugverka- og höfund- arrétti hafa litla ástæðu til bjartsýni því sótt er að úr öllum áttum. „Nú síðast var að koma fram frumvarp í Bandaríkjunum, sem þó virðist sem betur fer ætla að takast að stöðva. Það frumvarp ef það yrði að lögum, myndi ganga svo langt í höfund- arverndinni að það gæti gert stórfyrirtækin n.v. einráð um að skipa netveitum að loka fyrir aðgang að tilteknum vefsvæðum vegna minnsta gruns um höfundarréttarbrot. Þetta kerfi væri þá utan dóm- stóla og án nokkurs eftirlits eða yfirsýnar og gæti þýtt endalok siða eins og YouTube,“ segir Smári. „Mörgum þykir það kannski huggun harmi gegn að slík löggjöf gæti orðið til þess að næsti Justin Bieber færi beint í fangelsi fyrir höfundarréttar- brot. En ferill Biebers fór einmitt á flug þegar um- boðsmaður rakst á ábreiðuútgáfur stráksa af vin- sælum lögum sem hann hafði sett á YouTube.“ Fer næsti Bieber í steininn?  Reglur um hugverka- og höfundarrétt kunna að draga úr framþróun og ný- sköpun  Neytendur greiða fyrir dýr dómsmál milli fyrirtækja  Flóknar sið- ferðilegar spurningar s.s. hvort lögin geri skynsamt fólk að glæpamönnum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gróði? „Gerðar hafa verið rannsóknir á tekjumöguleikum annarra viðskiptalíkana fyrir útgáfu bóka og kvikmynda og benda þær til að markaðurinn þyrfti ekki að vera síðri þó hugverka- og höfundar- réttur væri tekinn út úr dæminu,“ segir Smári McCarthy um tækifærin fyrir nýja nálgun. Reuters 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Umræðan um höfundar- og hug- verkarétt er flókin og marghliða. Smári segir þó vert að hafa að leið- arljósi nokkrar grunnspurningar. „Fyrst ber að nefna það sjónarmið að í afritun fel- ist ekki þjófnaður. Ef ég afrita bílinn þinn er ég ekki að taka af þér bílinn, heldur að búa til nýjan. Hug- verk eru þeim eiginleikum gædd að þau má afrita með þessum hætti, eru því á vissan hátt ótakmörkuð auð- lind, og stór spurning hvort þá þurfi ekki að gilda um þau annars konar reglur en um aðra hluti,“ segir Smári. „Eins er vert að skoða hvaða ávinningur felst í bættu aðgengi fólks að menningu. Hver veit nema næsti Bach, Shakespeare eða Ein- stein leynist einhvers staðar í Mið- Afríku eða fátæku héraði Asíu. Væri það ekki synd að fólk með mikla hæfileika fengi ekki að þroska þá og móta sem skyldi, og skapa ný verk fyrir okkur hin, því búið er að reisa með lögum múra sem gera fólki í mörgum löndum ókleift að nálgast, kaupa með löglegum hætti eða vinna áfram með þá menningu og rann- sóknir sem á undan hafa komið?“ Smári segir að ekki megi heldur gleyma að jafnvel löghlýðnustu borgarar verða að glæpamönnum þegar reglurnar verða óeðlilegar og óskynsamlegar. „Hvað gerist ef fólk þarf að hoppa í gegnum tíu hringi til að kaupa t.d. þátt eða kvikmynd, bíða svo jafnvel í nokkra daga eða vikur eftir sendingunni? Svo er disk- urinn settur í tækið og það fyrsta sem kemur á skjáinn er mínútulöng viðvörun um hvað neytandinn er vondur ef hann hefur einhverntíma halað mynd niður ólöglega. Búið er að reisa múra sem gera það að verk- um að það er á allan hátt auðveldara og á margan hátt skynsamlegra að taka efni ólöglega af netinu en að hafa fyrir því að kaupa efnið lög- lega,“ segir Smári. „Og jafnvel ef fólk vill vera löghlýðið, eins og t.d. foreldrarnir sem kaupa iTunes- inneignarkort handa börnunum sín- um, svo þau séu ekki að hlaða niður ólöglega – þá er fólk samt að brjóta lögin, því strangt til tekið má ekki kaupa til Íslands tónlist sem seld er af bandarísku vefverslun iTunes. Það er óneitanlega skondið að jafn- vel ef fólk vill gera allt löglega þá vill lagaumgjörðin ekki leyfa það.“ Flóknar og djúpar lykilspurningar Mætti afrita banana? Eitt flóknasta vafaatriðið í um- ræðunni um einkaleyfarétt er réttur lyfjafyrirtækja. Þróun lyfja er jú kostnaðarsöm og mætti halda að ef lyfjaframleiðendum er tryggður sterkur tekjugrunnur stuðli það að nýjum uppgötvunum. Smári segir því miður margt benda til að einka- leyfakerfið komi þvert á móti í veg fyrir nýjar lækningar. „Við gerð nýrra lyfja er nær alltaf unnið út frá rannsóknum og lausnum sem þróað- ar hafa verið áður. Bæði eru lyfin oft byggð á þekkingu sem orðið hefur til í rannsóknarháskólum, og þannig hefur verið greitt fyrir hana af al- mannafé, en svo rekast rannsak- endur oft á einkaleyfamúraog þurfa að taka úr þróunarvinnunni efna- sambönd og aðferðir sem aðrir eiga réttinn á. Jafnvel þótt útkoman gæti orðið miklu betra lyf þá skapar flók- ið umhverfi einkaleyfa nær óyfir- stíganlega hindrun.“ Verri og færri lyf vegna einkaleyfa? Rannsak- endur í spennitreyju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.